Volkswagen staðfestir hraðskreiðan rafhlaðbak Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. september 2021 07:01 ID.X og Ralf Brandstätter. Ralf Brandstätter, yfirmaður Volkswagen hefur staðfest að fyrirtækið hyggist framleiða ID.X sem er hraðskreiður rafhlaðbakur, væntanlegur á markað á næsta ári. Hann verður um 329 hestöfl. Bíllinn verður fjórhjóladrifinn og mun vera með Drift stillingu. Þá mun hann vera um 5,3 sekúndur úr kyrrstöðu upp í 100km/klst. Brandstätter hafði þegar sýnt frá bílnum á LinkedIn síðu sinni, en þá undir þeim formerkjum að ekki stæði til að selja bílinn. Nú hefur tónninn breyst og bíllinn væntanlegur á markað. Innra rými í ID.X. Myndin er ekki til í miklum gæðum. ID.X verður byggður á grunni ID.3 hlaðbaksins sem var fyrsti bíllinn í ID línu Volkswagen. Síðan þá hefur ID.4 einnig verið kynntur til sögunnar. Fleiri bílar eru væntanlegir á næstunni. Brandstätter hefur sagt að aukið afl leiði af sér minni drægni en hann hefur einnig talað um að margar stærðir rafhlaða verði fáanlegar. Volkswagen ætlar að framleiða R-útgáfu af ID.3 sem er auðkenning sem Volkswagen notar á sportlegustu útgáfur bíla sinna. Sá bíll er þó ekki væntanlegur fyrr en árið 2024. Vistvænir bílar Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent
Bíllinn verður fjórhjóladrifinn og mun vera með Drift stillingu. Þá mun hann vera um 5,3 sekúndur úr kyrrstöðu upp í 100km/klst. Brandstätter hafði þegar sýnt frá bílnum á LinkedIn síðu sinni, en þá undir þeim formerkjum að ekki stæði til að selja bílinn. Nú hefur tónninn breyst og bíllinn væntanlegur á markað. Innra rými í ID.X. Myndin er ekki til í miklum gæðum. ID.X verður byggður á grunni ID.3 hlaðbaksins sem var fyrsti bíllinn í ID línu Volkswagen. Síðan þá hefur ID.4 einnig verið kynntur til sögunnar. Fleiri bílar eru væntanlegir á næstunni. Brandstätter hefur sagt að aukið afl leiði af sér minni drægni en hann hefur einnig talað um að margar stærðir rafhlaða verði fáanlegar. Volkswagen ætlar að framleiða R-útgáfu af ID.3 sem er auðkenning sem Volkswagen notar á sportlegustu útgáfur bíla sinna. Sá bíll er þó ekki væntanlegur fyrr en árið 2024.
Vistvænir bílar Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent