Handbolti

Leonharð framlengir við FH

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leonharð Þorgeir Harðarson verður áfram í Kaplakrikanum.
Leonharð Þorgeir Harðarson verður áfram í Kaplakrikanum. vísir/elín

Leonharð Þorgeir Harðarson, hornamaður FH, hefur framlengt samningi sínum við handknattleiksdeild FH út keppnistímabilið 2024.

Fyrri samningur Leonharðs gilti til næsta vors, en FH-ingar hafa tryggt sér þjónustu þessa 25 ára hornamannst næstu þrjú ár.

Leonharð gekk í raðir FH frá nágrannaliðinu Haukum í ársbyrjun 2019. Fyrst um sinn kom hann sem lánsmaður, en varð formlega leikmaður FH það sama sumar.

Leonharð hefur verið öflugur í liði FH síðan hann gekk í raðir félagsins fyrir tveimur og hálfu ári, en á síðasta tímabili spilaði hann 24 leiki og skoraði 72 mörk.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.