Formúla 1

Bottas leysir Räikk­önen af hólmi hjá Alfa Romeo

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valtteri Bottas mun keppa fyrir Alfa Romeo á næsta tímabili.
Valtteri Bottas mun keppa fyrir Alfa Romeo á næsta tímabili. Dan Istitene/Getty Images

Það er nú þegar ljóst að við munum sjáum breytingar á því hvaða ökumenn keyra fyrir hvaða lið í Formúlu 1 á næsta tímabili.

Í dag var staðfest að Finninn Valtteri Bottas muni færa sig um set og keyra fyrir Alfa Romeo á næsta keppnistímabili. Hann hefur verið Lewis Hamilton innan handar hjá Mercedes undanfarin fimm ár en hefur nú ákveðið að breyta til.

Hinn 32 ára gamli Bottas hefur unnið níu keppnir á Mercedes-bifreið sinni en stefnir nú á að gera slíkt hið sama með Alfa Romeo. Hann mun leysa landa sinn Kimi Räikkönen af hólmi hjá liðinu.

Alfa Romeo segir að Bottas hafi skrifað undir nokkurra ára samning en ekki er enn komið fram hversu langan. Alfa Romeo sem lið er í 9. sæti Formúlu 1 en með nýjum regluverki er varðar gerð bíla stefnir liðið á betri árangur á næsta tímabili.

„Ég er þakklátur traustinu sem liðið hefur sýnt mér og get ekki beðið eftir að endurgjalda þeim greiðan. Ég er enn hungraðar og vill ná árangri,“ sagði Bottas er ljóst var að hann myndi skipta um lið.

Hinn 23 ára gamli Russell hefur keyrt fyrir William, systurlið Mercedes, og vakið verðskuldaða athygli. Hann hefur keppt einu sinni fyrir Mercedes er Lewis Hamilton var fjarverandi vegna kórónuveirunnar.

„Þetta var ekki auðveld ákvörðun á neinn hátt. Valtteri hefur staðið sig frábærlega fyrir okkur undanfarin fimm ár og á hann stóran þátt í velgengni okkar sagði Toto Wolff, stjóri Mercedes-liðsins um skiptin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×