Viðskipti innlent

Enn grímuskylda í Hagkaup vegna Tax free-daga

Birgir Olgeirsson skrifar
Verslun Hagkaups í Garðabæ. 
Verslun Hagkaups í Garðabæ.  Vísir/Vilhelm

Athygli hefur vakið að grímuskylda er enn í verslunum Hagkaups en ekki í systurversluninni Bónus.

Verslanirnar heyra undir sama móðurfélagið, Haga, en rekstrarstjóri Hagkaups segir einfalda útskýringu á þessu mun.

„Vegna Tax free daga í snyrtivöru töldum við ótímabært að aflétta grímuskyldunni. Mikill fjöldi safnast saman í snyrtivörudeildum okkar á þessum dögum og þess vegna ákváðum við að bíða með að aflétta grímuskyldunni þar til þeim er lokið,“ segir Svanberg Halldórsson, rekstrarstjóri Hagkaups, í samtali við Vísi.

Tax-free dögum verslunarkeðjunnar lýkur áttunda september. Þá mun framkvæmdastjórn Hagkaups koma saman og endurmeta stöðuna að sögn Svanbergs.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
5,57
15
466.479
HAGA
4,03
13
168.408
EIM
3,27
16
820.960
ICEAIR
3,12
91
366.226
SJOVA
2,73
19
125.097

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
0
15
233.274
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.