Látum þau sem græddu á cóvid borga fyrir cóvid Gunnar Smári Egilsson skrifar 6. september 2021 07:00 Eins og í öðrum löndum í okkar heimshluta hefur byrðin af kórónafaraldrinum lagst ójafnt á fólk. Sumt fólk missti vinnuna, varð fyrir miklu fjárhagslegu áfalli, gekk á sparnað sinn og eignir og stendur í dag miklu lakar en fyrir faraldurinn. Annað fólk auðgaðist gríðarlega vegna verðhækkana á fasteignum og hlutabréfum og fékk jafnvel ríflega gjöf úr ríkissjóði í ofan á lag, þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra seldi 1/3 af Íslandsbanka á undirverði. Miklu fé var varið úr ríkissjóði í faraldrinum vegna atvinnuleysisbóta, en þó enn meiru í styrki til fjármagns- og fyrirtækjaeigenda. Halli á ríkissjóð í fyrra og í ár verður um 500 milljarðar króna. Og hallinn hleðst upp sem skuld, sem þegar er farið að ræða um hvernig á að borga. Fyrsta spurningin í fyrsta umræðuþætti Ríkissjónvarpsins með fulltrúum flokkanna fyrir kosningarnar í haust var til dæmis um akkúrat þetta. Hið eðlilega svar við spurningunni er: Látum þau sem græddu á cóvid borga fyrir cóvid. Yfir kórónufaraldurinn hefur verðmæti hlutabréfa í kauphöllinni hækkað um 1500 milljarða króna, þrefalda þá upphæð sem nemur hallarekstri ríkissjóðs í gegnum cóvid. Samkvæmt núgildandi lögum er þessi hagnaður ekki skattlagður fyrr en eigendur bréfanna selja þau. Það er því enginn skattur greiddur af þessari gríðarlegu hækkun eigna í faraldrinum. Með því að breyta lögum um fjármagnstekjuskatt svo að hækkun hlutabréfa verði hluti skattstofns fjármagnstekna mætti leggja skatt á þennan hagnað. 1500 milljarðar króna fjármagnstekjur innan 22% fjármagnstekjuskatts myndu færa ríkissjóði 330 milljarða króna. En 22% fjármagnstekjuskattur er mjög lágur í alþjóðlegum samanburði. Í Bandaríkjunum er lagður á 37% skattur á söluhagnað hlutabréfa. Ef þú hefur keypt hlutabréf á eina miljón króna en selur þau síðan á tvær milljónir króna þá borgar þú 370 þúsund krónur í Bandaríkjunum en aðeins 220 þúsund krónur hér. Og hefur kapítalisminn það samt mjög gott í Bandaríkjunum. Ef við myndum leggja bandarískan skatt á hækkun hlutabréfa í kauphöllinni gæfi það ríkissjóði 555 milljarða króna og myndi það þá eyða hallanum á ríkissjóði vegna cóvid. Og allir yrðu glaðir. Almenningur gæti haldið áfram að reka hér grunnkerfi samfélagsins og þau sem högnuðust í kauphöllinni ættu enn 945 milljarða króna verðmeiri hlutabréf en fyrir faraldur. Nú gæti einhver haldið að þessi tillaga sé stækur sósíalismi, en svo er alls ekki. Þetta er tillaga ættuð úr hjarta kapítalismans og kemur frá Janet Yellen núverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna og fyrrverandi Seðlabankastjóra þess lands. Maður skyldi ætla að hún vissi sitthvað um peningamál og ríkisfjármál og áhrif þess á atvinnulífið. Og hún er enginn sósíalisti. Hvers vegna erum við ekki að ræða svona hugmyndir á Íslandi, í kosningabaráttu og við lok kórónafaraldursins? Nú, það er vegna þess að braskararnir hafa tekið yfir íslensk stjórnmál og þeirra markmið er aðeins að auka eigin hag. Þeir hugsa aldrei um þjóðarhag. Fyrir þeim er sjálfsagt að þú takir á þig tapið af cóvid á meðan þeir flytja hagnaðinn úr landi. Þeir hlæja alla leiðina í bankann, eins og sagt er. Að þér, kjósandi góður. Eina leiðin til að slökkva þann hlátur er að kjósa rétt 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og í öðrum löndum í okkar heimshluta hefur byrðin af kórónafaraldrinum lagst ójafnt á fólk. Sumt fólk missti vinnuna, varð fyrir miklu fjárhagslegu áfalli, gekk á sparnað sinn og eignir og stendur í dag miklu lakar en fyrir faraldurinn. Annað fólk auðgaðist gríðarlega vegna verðhækkana á fasteignum og hlutabréfum og fékk jafnvel ríflega gjöf úr ríkissjóði í ofan á lag, þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra seldi 1/3 af Íslandsbanka á undirverði. Miklu fé var varið úr ríkissjóði í faraldrinum vegna atvinnuleysisbóta, en þó enn meiru í styrki til fjármagns- og fyrirtækjaeigenda. Halli á ríkissjóð í fyrra og í ár verður um 500 milljarðar króna. Og hallinn hleðst upp sem skuld, sem þegar er farið að ræða um hvernig á að borga. Fyrsta spurningin í fyrsta umræðuþætti Ríkissjónvarpsins með fulltrúum flokkanna fyrir kosningarnar í haust var til dæmis um akkúrat þetta. Hið eðlilega svar við spurningunni er: Látum þau sem græddu á cóvid borga fyrir cóvid. Yfir kórónufaraldurinn hefur verðmæti hlutabréfa í kauphöllinni hækkað um 1500 milljarða króna, þrefalda þá upphæð sem nemur hallarekstri ríkissjóðs í gegnum cóvid. Samkvæmt núgildandi lögum er þessi hagnaður ekki skattlagður fyrr en eigendur bréfanna selja þau. Það er því enginn skattur greiddur af þessari gríðarlegu hækkun eigna í faraldrinum. Með því að breyta lögum um fjármagnstekjuskatt svo að hækkun hlutabréfa verði hluti skattstofns fjármagnstekna mætti leggja skatt á þennan hagnað. 1500 milljarðar króna fjármagnstekjur innan 22% fjármagnstekjuskatts myndu færa ríkissjóði 330 milljarða króna. En 22% fjármagnstekjuskattur er mjög lágur í alþjóðlegum samanburði. Í Bandaríkjunum er lagður á 37% skattur á söluhagnað hlutabréfa. Ef þú hefur keypt hlutabréf á eina miljón króna en selur þau síðan á tvær milljónir króna þá borgar þú 370 þúsund krónur í Bandaríkjunum en aðeins 220 þúsund krónur hér. Og hefur kapítalisminn það samt mjög gott í Bandaríkjunum. Ef við myndum leggja bandarískan skatt á hækkun hlutabréfa í kauphöllinni gæfi það ríkissjóði 555 milljarða króna og myndi það þá eyða hallanum á ríkissjóði vegna cóvid. Og allir yrðu glaðir. Almenningur gæti haldið áfram að reka hér grunnkerfi samfélagsins og þau sem högnuðust í kauphöllinni ættu enn 945 milljarða króna verðmeiri hlutabréf en fyrir faraldur. Nú gæti einhver haldið að þessi tillaga sé stækur sósíalismi, en svo er alls ekki. Þetta er tillaga ættuð úr hjarta kapítalismans og kemur frá Janet Yellen núverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna og fyrrverandi Seðlabankastjóra þess lands. Maður skyldi ætla að hún vissi sitthvað um peningamál og ríkisfjármál og áhrif þess á atvinnulífið. Og hún er enginn sósíalisti. Hvers vegna erum við ekki að ræða svona hugmyndir á Íslandi, í kosningabaráttu og við lok kórónafaraldursins? Nú, það er vegna þess að braskararnir hafa tekið yfir íslensk stjórnmál og þeirra markmið er aðeins að auka eigin hag. Þeir hugsa aldrei um þjóðarhag. Fyrir þeim er sjálfsagt að þú takir á þig tapið af cóvid á meðan þeir flytja hagnaðinn úr landi. Þeir hlæja alla leiðina í bankann, eins og sagt er. Að þér, kjósandi góður. Eina leiðin til að slökkva þann hlátur er að kjósa rétt 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun