Látum þau sem græddu á cóvid borga fyrir cóvid Gunnar Smári Egilsson skrifar 6. september 2021 07:00 Eins og í öðrum löndum í okkar heimshluta hefur byrðin af kórónafaraldrinum lagst ójafnt á fólk. Sumt fólk missti vinnuna, varð fyrir miklu fjárhagslegu áfalli, gekk á sparnað sinn og eignir og stendur í dag miklu lakar en fyrir faraldurinn. Annað fólk auðgaðist gríðarlega vegna verðhækkana á fasteignum og hlutabréfum og fékk jafnvel ríflega gjöf úr ríkissjóði í ofan á lag, þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra seldi 1/3 af Íslandsbanka á undirverði. Miklu fé var varið úr ríkissjóði í faraldrinum vegna atvinnuleysisbóta, en þó enn meiru í styrki til fjármagns- og fyrirtækjaeigenda. Halli á ríkissjóð í fyrra og í ár verður um 500 milljarðar króna. Og hallinn hleðst upp sem skuld, sem þegar er farið að ræða um hvernig á að borga. Fyrsta spurningin í fyrsta umræðuþætti Ríkissjónvarpsins með fulltrúum flokkanna fyrir kosningarnar í haust var til dæmis um akkúrat þetta. Hið eðlilega svar við spurningunni er: Látum þau sem græddu á cóvid borga fyrir cóvid. Yfir kórónufaraldurinn hefur verðmæti hlutabréfa í kauphöllinni hækkað um 1500 milljarða króna, þrefalda þá upphæð sem nemur hallarekstri ríkissjóðs í gegnum cóvid. Samkvæmt núgildandi lögum er þessi hagnaður ekki skattlagður fyrr en eigendur bréfanna selja þau. Það er því enginn skattur greiddur af þessari gríðarlegu hækkun eigna í faraldrinum. Með því að breyta lögum um fjármagnstekjuskatt svo að hækkun hlutabréfa verði hluti skattstofns fjármagnstekna mætti leggja skatt á þennan hagnað. 1500 milljarðar króna fjármagnstekjur innan 22% fjármagnstekjuskatts myndu færa ríkissjóði 330 milljarða króna. En 22% fjármagnstekjuskattur er mjög lágur í alþjóðlegum samanburði. Í Bandaríkjunum er lagður á 37% skattur á söluhagnað hlutabréfa. Ef þú hefur keypt hlutabréf á eina miljón króna en selur þau síðan á tvær milljónir króna þá borgar þú 370 þúsund krónur í Bandaríkjunum en aðeins 220 þúsund krónur hér. Og hefur kapítalisminn það samt mjög gott í Bandaríkjunum. Ef við myndum leggja bandarískan skatt á hækkun hlutabréfa í kauphöllinni gæfi það ríkissjóði 555 milljarða króna og myndi það þá eyða hallanum á ríkissjóði vegna cóvid. Og allir yrðu glaðir. Almenningur gæti haldið áfram að reka hér grunnkerfi samfélagsins og þau sem högnuðust í kauphöllinni ættu enn 945 milljarða króna verðmeiri hlutabréf en fyrir faraldur. Nú gæti einhver haldið að þessi tillaga sé stækur sósíalismi, en svo er alls ekki. Þetta er tillaga ættuð úr hjarta kapítalismans og kemur frá Janet Yellen núverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna og fyrrverandi Seðlabankastjóra þess lands. Maður skyldi ætla að hún vissi sitthvað um peningamál og ríkisfjármál og áhrif þess á atvinnulífið. Og hún er enginn sósíalisti. Hvers vegna erum við ekki að ræða svona hugmyndir á Íslandi, í kosningabaráttu og við lok kórónafaraldursins? Nú, það er vegna þess að braskararnir hafa tekið yfir íslensk stjórnmál og þeirra markmið er aðeins að auka eigin hag. Þeir hugsa aldrei um þjóðarhag. Fyrir þeim er sjálfsagt að þú takir á þig tapið af cóvid á meðan þeir flytja hagnaðinn úr landi. Þeir hlæja alla leiðina í bankann, eins og sagt er. Að þér, kjósandi góður. Eina leiðin til að slökkva þann hlátur er að kjósa rétt 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Eins og í öðrum löndum í okkar heimshluta hefur byrðin af kórónafaraldrinum lagst ójafnt á fólk. Sumt fólk missti vinnuna, varð fyrir miklu fjárhagslegu áfalli, gekk á sparnað sinn og eignir og stendur í dag miklu lakar en fyrir faraldurinn. Annað fólk auðgaðist gríðarlega vegna verðhækkana á fasteignum og hlutabréfum og fékk jafnvel ríflega gjöf úr ríkissjóði í ofan á lag, þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra seldi 1/3 af Íslandsbanka á undirverði. Miklu fé var varið úr ríkissjóði í faraldrinum vegna atvinnuleysisbóta, en þó enn meiru í styrki til fjármagns- og fyrirtækjaeigenda. Halli á ríkissjóð í fyrra og í ár verður um 500 milljarðar króna. Og hallinn hleðst upp sem skuld, sem þegar er farið að ræða um hvernig á að borga. Fyrsta spurningin í fyrsta umræðuþætti Ríkissjónvarpsins með fulltrúum flokkanna fyrir kosningarnar í haust var til dæmis um akkúrat þetta. Hið eðlilega svar við spurningunni er: Látum þau sem græddu á cóvid borga fyrir cóvid. Yfir kórónufaraldurinn hefur verðmæti hlutabréfa í kauphöllinni hækkað um 1500 milljarða króna, þrefalda þá upphæð sem nemur hallarekstri ríkissjóðs í gegnum cóvid. Samkvæmt núgildandi lögum er þessi hagnaður ekki skattlagður fyrr en eigendur bréfanna selja þau. Það er því enginn skattur greiddur af þessari gríðarlegu hækkun eigna í faraldrinum. Með því að breyta lögum um fjármagnstekjuskatt svo að hækkun hlutabréfa verði hluti skattstofns fjármagnstekna mætti leggja skatt á þennan hagnað. 1500 milljarðar króna fjármagnstekjur innan 22% fjármagnstekjuskatts myndu færa ríkissjóði 330 milljarða króna. En 22% fjármagnstekjuskattur er mjög lágur í alþjóðlegum samanburði. Í Bandaríkjunum er lagður á 37% skattur á söluhagnað hlutabréfa. Ef þú hefur keypt hlutabréf á eina miljón króna en selur þau síðan á tvær milljónir króna þá borgar þú 370 þúsund krónur í Bandaríkjunum en aðeins 220 þúsund krónur hér. Og hefur kapítalisminn það samt mjög gott í Bandaríkjunum. Ef við myndum leggja bandarískan skatt á hækkun hlutabréfa í kauphöllinni gæfi það ríkissjóði 555 milljarða króna og myndi það þá eyða hallanum á ríkissjóði vegna cóvid. Og allir yrðu glaðir. Almenningur gæti haldið áfram að reka hér grunnkerfi samfélagsins og þau sem högnuðust í kauphöllinni ættu enn 945 milljarða króna verðmeiri hlutabréf en fyrir faraldur. Nú gæti einhver haldið að þessi tillaga sé stækur sósíalismi, en svo er alls ekki. Þetta er tillaga ættuð úr hjarta kapítalismans og kemur frá Janet Yellen núverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna og fyrrverandi Seðlabankastjóra þess lands. Maður skyldi ætla að hún vissi sitthvað um peningamál og ríkisfjármál og áhrif þess á atvinnulífið. Og hún er enginn sósíalisti. Hvers vegna erum við ekki að ræða svona hugmyndir á Íslandi, í kosningabaráttu og við lok kórónafaraldursins? Nú, það er vegna þess að braskararnir hafa tekið yfir íslensk stjórnmál og þeirra markmið er aðeins að auka eigin hag. Þeir hugsa aldrei um þjóðarhag. Fyrir þeim er sjálfsagt að þú takir á þig tapið af cóvid á meðan þeir flytja hagnaðinn úr landi. Þeir hlæja alla leiðina í bankann, eins og sagt er. Að þér, kjósandi góður. Eina leiðin til að slökkva þann hlátur er að kjósa rétt 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun