Megi sólin skína! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar 4. september 2021 22:00 Loftslagsmálin eru í brennidepli fyrir komandi kosningar og það má segja að þetta séu fyrstu kosningarnar þar sem flestir stjórnmálaflokkar leggja að einhverju leyti áherslu á mikilvægi aðgerða gegn loftslagsvánni. Umhverfis- og loftslagsmálin hafa löngum verið á jaðri stjórnmálanna, en Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur frá stofnun lagt áherslu á málaflokkinn, og hefur fylgt aukinni vísindalegri þekkingu eftir með aðgerðum sínum og stefnum. Þetta er því ekki ný áhersla hjá okkur, enda hafa umhverfisráðherrar VG unnið ötullega að loftslagsmálum. Á þessu kjörtímabili hefur langvarandi kyrrstöðu verið snúið við og mörg mikilvæg skref verið tekin í loftslagsmálum, náttúruvernd og innviðum og aðgerðum í átt að hringrásarhagkerfi, en það er bara byrjunin. Það er löngu tímabært og jákvæð þróun að fleiri flokkar átti sig á mikilvægi loftslagsaðgerða, því það mun krefjast þverpólitískrar samstöðu til að stuðla að þeim róttæku samfélagslegu breytingum sem til þarf. Í gær kynntu Ungir Umhverfissinnar niðurstöður kvarðans sem þau hönnuðu til að meta loftslags- og umhverfisstefnur stjórnmálaflokka í aðdraganda Alþingiskosninganna. Þetta er metnaðarfullt framtak, til þess fallið að „afrugla“ oft flóknar og viðamiklar stefnur, og auðvelda þannig kjósendum sem láta sig loftslagsmálin varða að taka upplýsta ákvörðun í kjörklefanum. Kvarðinn var unninn af miklu gagnsæi og er til þess fallinn að skapa þrýsting á stjórnmálaflokka um að taka metnaðarfulla afstöðu til umhverfismála. Allir nema þrír flokkar fengu falleinkunn. Þetta eru mikil vonbrigði, og í raun óásættanlegt. Auðvitað segja einkunnargjafir á borð við þessar ekki alla söguna, og ljóst er að flestir flokkar eru með loftslagsmál á einn eða annan hátt á stefnuskrá sinni. Einkunnirnar eru samt góður mælikvarði á hversu mikla yfirsýn, metnað og vilja flokkarnir hafa til að takast á við loftslagsvána. Þessum metnaði þarf svo að fylgja eftir með skýrum aðgerðum sem trappa niður losun eins fljótt og auðið er. Til þess þarf samstöðu, og þeir flokkar sem ekki náðu tilsettum árangri geta enn notað þetta tækifæri til þess að endurskoða sína stefnu, og í raun notað kvarðann sem verkfæri til þess að gera betur í málaflokknum. Loftslagsmálin mega ekki vera pólitískt bitbein, og vonandi er sú tíð liðin, því tíminn er of naumur og þörfin til aðgerða of mikil. Skýr skilaboð vísindanna setja ógnina í samhengi, en eru okkur líka hvatning til góðra verka. Ég er sannfærð um að stjórnmálin munu ná enn frekar utan um þetta stærsta viðfangsefni okkar og VG er og verður leiðandi afl í þessari baráttu. Við leggjum áherslu á málefnalega umræðu og samstöðu, því það er okkur ljóst að einungis þannig náum við árangri. Loftslagsstefna okkar er róttæk en raunhæf, og við munum fylgja henni eftir með skýrum, framsæknum og fjármögnuðum aðgerðum. Höfundur er doktorsnemi í umhverfis- og þróunarfræði og skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Umhverfismál Skoðun: Kosningar 2021 Eva Dögg Davíðsdóttir Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Loftslagsmálin eru í brennidepli fyrir komandi kosningar og það má segja að þetta séu fyrstu kosningarnar þar sem flestir stjórnmálaflokkar leggja að einhverju leyti áherslu á mikilvægi aðgerða gegn loftslagsvánni. Umhverfis- og loftslagsmálin hafa löngum verið á jaðri stjórnmálanna, en Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur frá stofnun lagt áherslu á málaflokkinn, og hefur fylgt aukinni vísindalegri þekkingu eftir með aðgerðum sínum og stefnum. Þetta er því ekki ný áhersla hjá okkur, enda hafa umhverfisráðherrar VG unnið ötullega að loftslagsmálum. Á þessu kjörtímabili hefur langvarandi kyrrstöðu verið snúið við og mörg mikilvæg skref verið tekin í loftslagsmálum, náttúruvernd og innviðum og aðgerðum í átt að hringrásarhagkerfi, en það er bara byrjunin. Það er löngu tímabært og jákvæð þróun að fleiri flokkar átti sig á mikilvægi loftslagsaðgerða, því það mun krefjast þverpólitískrar samstöðu til að stuðla að þeim róttæku samfélagslegu breytingum sem til þarf. Í gær kynntu Ungir Umhverfissinnar niðurstöður kvarðans sem þau hönnuðu til að meta loftslags- og umhverfisstefnur stjórnmálaflokka í aðdraganda Alþingiskosninganna. Þetta er metnaðarfullt framtak, til þess fallið að „afrugla“ oft flóknar og viðamiklar stefnur, og auðvelda þannig kjósendum sem láta sig loftslagsmálin varða að taka upplýsta ákvörðun í kjörklefanum. Kvarðinn var unninn af miklu gagnsæi og er til þess fallinn að skapa þrýsting á stjórnmálaflokka um að taka metnaðarfulla afstöðu til umhverfismála. Allir nema þrír flokkar fengu falleinkunn. Þetta eru mikil vonbrigði, og í raun óásættanlegt. Auðvitað segja einkunnargjafir á borð við þessar ekki alla söguna, og ljóst er að flestir flokkar eru með loftslagsmál á einn eða annan hátt á stefnuskrá sinni. Einkunnirnar eru samt góður mælikvarði á hversu mikla yfirsýn, metnað og vilja flokkarnir hafa til að takast á við loftslagsvána. Þessum metnaði þarf svo að fylgja eftir með skýrum aðgerðum sem trappa niður losun eins fljótt og auðið er. Til þess þarf samstöðu, og þeir flokkar sem ekki náðu tilsettum árangri geta enn notað þetta tækifæri til þess að endurskoða sína stefnu, og í raun notað kvarðann sem verkfæri til þess að gera betur í málaflokknum. Loftslagsmálin mega ekki vera pólitískt bitbein, og vonandi er sú tíð liðin, því tíminn er of naumur og þörfin til aðgerða of mikil. Skýr skilaboð vísindanna setja ógnina í samhengi, en eru okkur líka hvatning til góðra verka. Ég er sannfærð um að stjórnmálin munu ná enn frekar utan um þetta stærsta viðfangsefni okkar og VG er og verður leiðandi afl í þessari baráttu. Við leggjum áherslu á málefnalega umræðu og samstöðu, því það er okkur ljóst að einungis þannig náum við árangri. Loftslagsstefna okkar er róttæk en raunhæf, og við munum fylgja henni eftir með skýrum, framsæknum og fjármögnuðum aðgerðum. Höfundur er doktorsnemi í umhverfis- og þróunarfræði og skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun