Sjúklingar og glæpamenn Gísli Rafn Ólafsson skrifar 6. september 2021 10:01 Í samtölum við fólk á mínum aldri heyri ég oft nefnt að það sé hrætt við að kjósa Pírata af því að þeir vilji lögleiða vímuefni. Þetta er óþarfa ótti sem að eflaust er hægt að skrifa á það að Píratar nota ýmis nýyrði, afglæpavæðing og skaðaminnkun, sem eðlilegt er að þekkja ekki til hlítar. Vímuefni hafa þekkst í árþúsundir og hafa orsakað ýmis félagsleg og samfélagsleg vandamál. Árið 1971 lýsti þáverandi forseti Bandaríkjanna vímuefnum sem helsta óvini Bandaríkjanna og hóf það sem fljótlega fékk nafnið „Dópstríðið“ (e: war on drugs). Yfirlýsing hans gerði stjórnvöldum í Bandaríkjunum kleift að nota löggæslu og herafla til þess að berjast gegn öllum þeim vímuefnum sem flæddu þá inn í landið. Talið er að í Bandaríkjunum einum hafi næstum 130 billjónum íslenskra króna (e. trillion) verið varið í þetta stríð. Ísland, eins og önnur lönd, fylgdu í kjölfarið og settu ströng lög þar sem öll viðskipti og eignarhald á vímuefnum voru skilgreind sem lögbrot. Þó svo að við séum öll sammála um að viðskipti og dreifing á vímuefnum sé skaðleg og slæm, þá fer því miður mesta púðrið hjá lögreglu, dómskerfinu og fangelsum í að rannsaka, lögsækja og refsa fólki sem einfaldlega fast í viðjum fíknar sinnar. Það er nákvæmlega þar sem hugtakið skaðaminnkun kemur inn. Við þurfum að líta á fólk sem er háð vímuefnum sem sjúklinga, en ekki sem glæpamenn. Við erum þegar að gera þetta með fólk sem er háð vímuefni sem þegar er löglegt, áfengi. Við köllum áfengissjúklinga ekki áfengisglæpamenn og við sem samfélag höfum byggt upp stuðningsnet og þjónustu fyrir þau sem vilja losna undan verstu einkennum sjúkdómsins. Gerum það sama Við viljum gera það sama þegar kemur að öðrum vímuefnum. Við viljum líta á þetta fólk sem sjúklinga sem þurfa þjónustu og stuðning til þess að losna úr klóm vímuefna. Við viljum hætta að refsa því fyrir að vera með í höndunum litla skammta af vímuefnum sem augljóslega eru til einkaneyslu en ekki til dreifingar eða sölu. Við viljum gera það auðveldara fyrir þetta fólk að losna úr viðjum vímuefnanna, í stað þess að vera hrætt við að vera handtekin fyrir lögbrot. Við viljum hætta að fylla fangelsi og teppa upp dómskerfið af málum þar sem verið er að refsa fólki sem einungis er fast í viðjum sjúkdóms. Sem er aðeins að valda sjálfu sér skaða. Við viljum frekar nýta lögreglu, dómskerfi og fangelsi til þess að rannsaka, dæma og refsa fólki sem sleppur af því að ekki er nægur tími til þess að rannsaka mun alvarlegri mál. Við sýnum samúð með því fólki sem ánetjast vímuefnum. Við viljum hjálpa því að draga úr þeim skaða sem vímuefnin koma þeim í. Við viljum hætta að líta á þau sem glæpamenn og horfa á þau sem fólk sem þarf aðstoð, ekki refsingu. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Skoðun: Kosningar 2021 Fíkn Alþingiskosningar 2021 Píratar Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Í samtölum við fólk á mínum aldri heyri ég oft nefnt að það sé hrætt við að kjósa Pírata af því að þeir vilji lögleiða vímuefni. Þetta er óþarfa ótti sem að eflaust er hægt að skrifa á það að Píratar nota ýmis nýyrði, afglæpavæðing og skaðaminnkun, sem eðlilegt er að þekkja ekki til hlítar. Vímuefni hafa þekkst í árþúsundir og hafa orsakað ýmis félagsleg og samfélagsleg vandamál. Árið 1971 lýsti þáverandi forseti Bandaríkjanna vímuefnum sem helsta óvini Bandaríkjanna og hóf það sem fljótlega fékk nafnið „Dópstríðið“ (e: war on drugs). Yfirlýsing hans gerði stjórnvöldum í Bandaríkjunum kleift að nota löggæslu og herafla til þess að berjast gegn öllum þeim vímuefnum sem flæddu þá inn í landið. Talið er að í Bandaríkjunum einum hafi næstum 130 billjónum íslenskra króna (e. trillion) verið varið í þetta stríð. Ísland, eins og önnur lönd, fylgdu í kjölfarið og settu ströng lög þar sem öll viðskipti og eignarhald á vímuefnum voru skilgreind sem lögbrot. Þó svo að við séum öll sammála um að viðskipti og dreifing á vímuefnum sé skaðleg og slæm, þá fer því miður mesta púðrið hjá lögreglu, dómskerfinu og fangelsum í að rannsaka, lögsækja og refsa fólki sem einfaldlega fast í viðjum fíknar sinnar. Það er nákvæmlega þar sem hugtakið skaðaminnkun kemur inn. Við þurfum að líta á fólk sem er háð vímuefnum sem sjúklinga, en ekki sem glæpamenn. Við erum þegar að gera þetta með fólk sem er háð vímuefni sem þegar er löglegt, áfengi. Við köllum áfengissjúklinga ekki áfengisglæpamenn og við sem samfélag höfum byggt upp stuðningsnet og þjónustu fyrir þau sem vilja losna undan verstu einkennum sjúkdómsins. Gerum það sama Við viljum gera það sama þegar kemur að öðrum vímuefnum. Við viljum líta á þetta fólk sem sjúklinga sem þurfa þjónustu og stuðning til þess að losna úr klóm vímuefna. Við viljum hætta að refsa því fyrir að vera með í höndunum litla skammta af vímuefnum sem augljóslega eru til einkaneyslu en ekki til dreifingar eða sölu. Við viljum gera það auðveldara fyrir þetta fólk að losna úr viðjum vímuefnanna, í stað þess að vera hrætt við að vera handtekin fyrir lögbrot. Við viljum hætta að fylla fangelsi og teppa upp dómskerfið af málum þar sem verið er að refsa fólki sem einungis er fast í viðjum sjúkdóms. Sem er aðeins að valda sjálfu sér skaða. Við viljum frekar nýta lögreglu, dómskerfi og fangelsi til þess að rannsaka, dæma og refsa fólki sem sleppur af því að ekki er nægur tími til þess að rannsaka mun alvarlegri mál. Við sýnum samúð með því fólki sem ánetjast vímuefnum. Við viljum hjálpa því að draga úr þeim skaða sem vímuefnin koma þeim í. Við viljum hætta að líta á þau sem glæpamenn og horfa á þau sem fólk sem þarf aðstoð, ekki refsingu. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun