Sjúklingar og glæpamenn Gísli Rafn Ólafsson skrifar 6. september 2021 10:01 Í samtölum við fólk á mínum aldri heyri ég oft nefnt að það sé hrætt við að kjósa Pírata af því að þeir vilji lögleiða vímuefni. Þetta er óþarfa ótti sem að eflaust er hægt að skrifa á það að Píratar nota ýmis nýyrði, afglæpavæðing og skaðaminnkun, sem eðlilegt er að þekkja ekki til hlítar. Vímuefni hafa þekkst í árþúsundir og hafa orsakað ýmis félagsleg og samfélagsleg vandamál. Árið 1971 lýsti þáverandi forseti Bandaríkjanna vímuefnum sem helsta óvini Bandaríkjanna og hóf það sem fljótlega fékk nafnið „Dópstríðið“ (e: war on drugs). Yfirlýsing hans gerði stjórnvöldum í Bandaríkjunum kleift að nota löggæslu og herafla til þess að berjast gegn öllum þeim vímuefnum sem flæddu þá inn í landið. Talið er að í Bandaríkjunum einum hafi næstum 130 billjónum íslenskra króna (e. trillion) verið varið í þetta stríð. Ísland, eins og önnur lönd, fylgdu í kjölfarið og settu ströng lög þar sem öll viðskipti og eignarhald á vímuefnum voru skilgreind sem lögbrot. Þó svo að við séum öll sammála um að viðskipti og dreifing á vímuefnum sé skaðleg og slæm, þá fer því miður mesta púðrið hjá lögreglu, dómskerfinu og fangelsum í að rannsaka, lögsækja og refsa fólki sem einfaldlega fast í viðjum fíknar sinnar. Það er nákvæmlega þar sem hugtakið skaðaminnkun kemur inn. Við þurfum að líta á fólk sem er háð vímuefnum sem sjúklinga, en ekki sem glæpamenn. Við erum þegar að gera þetta með fólk sem er háð vímuefni sem þegar er löglegt, áfengi. Við köllum áfengissjúklinga ekki áfengisglæpamenn og við sem samfélag höfum byggt upp stuðningsnet og þjónustu fyrir þau sem vilja losna undan verstu einkennum sjúkdómsins. Gerum það sama Við viljum gera það sama þegar kemur að öðrum vímuefnum. Við viljum líta á þetta fólk sem sjúklinga sem þurfa þjónustu og stuðning til þess að losna úr klóm vímuefna. Við viljum hætta að refsa því fyrir að vera með í höndunum litla skammta af vímuefnum sem augljóslega eru til einkaneyslu en ekki til dreifingar eða sölu. Við viljum gera það auðveldara fyrir þetta fólk að losna úr viðjum vímuefnanna, í stað þess að vera hrætt við að vera handtekin fyrir lögbrot. Við viljum hætta að fylla fangelsi og teppa upp dómskerfið af málum þar sem verið er að refsa fólki sem einungis er fast í viðjum sjúkdóms. Sem er aðeins að valda sjálfu sér skaða. Við viljum frekar nýta lögreglu, dómskerfi og fangelsi til þess að rannsaka, dæma og refsa fólki sem sleppur af því að ekki er nægur tími til þess að rannsaka mun alvarlegri mál. Við sýnum samúð með því fólki sem ánetjast vímuefnum. Við viljum hjálpa því að draga úr þeim skaða sem vímuefnin koma þeim í. Við viljum hætta að líta á þau sem glæpamenn og horfa á þau sem fólk sem þarf aðstoð, ekki refsingu. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Skoðun: Kosningar 2021 Fíkn Alþingiskosningar 2021 Píratar Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Í samtölum við fólk á mínum aldri heyri ég oft nefnt að það sé hrætt við að kjósa Pírata af því að þeir vilji lögleiða vímuefni. Þetta er óþarfa ótti sem að eflaust er hægt að skrifa á það að Píratar nota ýmis nýyrði, afglæpavæðing og skaðaminnkun, sem eðlilegt er að þekkja ekki til hlítar. Vímuefni hafa þekkst í árþúsundir og hafa orsakað ýmis félagsleg og samfélagsleg vandamál. Árið 1971 lýsti þáverandi forseti Bandaríkjanna vímuefnum sem helsta óvini Bandaríkjanna og hóf það sem fljótlega fékk nafnið „Dópstríðið“ (e: war on drugs). Yfirlýsing hans gerði stjórnvöldum í Bandaríkjunum kleift að nota löggæslu og herafla til þess að berjast gegn öllum þeim vímuefnum sem flæddu þá inn í landið. Talið er að í Bandaríkjunum einum hafi næstum 130 billjónum íslenskra króna (e. trillion) verið varið í þetta stríð. Ísland, eins og önnur lönd, fylgdu í kjölfarið og settu ströng lög þar sem öll viðskipti og eignarhald á vímuefnum voru skilgreind sem lögbrot. Þó svo að við séum öll sammála um að viðskipti og dreifing á vímuefnum sé skaðleg og slæm, þá fer því miður mesta púðrið hjá lögreglu, dómskerfinu og fangelsum í að rannsaka, lögsækja og refsa fólki sem einfaldlega fast í viðjum fíknar sinnar. Það er nákvæmlega þar sem hugtakið skaðaminnkun kemur inn. Við þurfum að líta á fólk sem er háð vímuefnum sem sjúklinga, en ekki sem glæpamenn. Við erum þegar að gera þetta með fólk sem er háð vímuefni sem þegar er löglegt, áfengi. Við köllum áfengissjúklinga ekki áfengisglæpamenn og við sem samfélag höfum byggt upp stuðningsnet og þjónustu fyrir þau sem vilja losna undan verstu einkennum sjúkdómsins. Gerum það sama Við viljum gera það sama þegar kemur að öðrum vímuefnum. Við viljum líta á þetta fólk sem sjúklinga sem þurfa þjónustu og stuðning til þess að losna úr klóm vímuefna. Við viljum hætta að refsa því fyrir að vera með í höndunum litla skammta af vímuefnum sem augljóslega eru til einkaneyslu en ekki til dreifingar eða sölu. Við viljum gera það auðveldara fyrir þetta fólk að losna úr viðjum vímuefnanna, í stað þess að vera hrætt við að vera handtekin fyrir lögbrot. Við viljum hætta að fylla fangelsi og teppa upp dómskerfið af málum þar sem verið er að refsa fólki sem einungis er fast í viðjum sjúkdóms. Sem er aðeins að valda sjálfu sér skaða. Við viljum frekar nýta lögreglu, dómskerfi og fangelsi til þess að rannsaka, dæma og refsa fólki sem sleppur af því að ekki er nægur tími til þess að rannsaka mun alvarlegri mál. Við sýnum samúð með því fólki sem ánetjast vímuefnum. Við viljum hjálpa því að draga úr þeim skaða sem vímuefnin koma þeim í. Við viljum hætta að líta á þau sem glæpamenn og horfa á þau sem fólk sem þarf aðstoð, ekki refsingu. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun