Nýtt leiðakerfi almenningssamgangna í Fjarðabyggð Jón Björn Hákonarson skrifar 4. september 2021 09:30 Nýtt kerfi almenningssamgangna hóf göngu sína í Fjarðabyggð í vikunni en með því er stigið stórt skref fram á við í að tengja enn betur saman okkar víðfeðma sveitarfélag . Mig langar því á þessum tímamótum að óska íbúum Fjarðabyggðar til hamingju með þennan merka áfanga. Um nokkurt skeið hefur verið til staðar ákall íbúa um bættar samgöngur á milli byggðakjarna í sveitarfélaginu. Hinu nýja leiðakerfi er ætlað að koma til móts við þær kröfur, enda hefur það verið vilji bæjarstjórnar um nokkurt skeið að koma á slíku samræmdu kerfi. Unnið hefur verið að uppsetningu á kerfinu að undanförnu. Grunnurinn að þeirri vinnu var lagður með skýrslu EFLU um nýtt leiðakerfi í Fjarðabyggð sem birt var í vor. Þar voru lagðar fram nokkrar tillögur að því hvernig nýtt og heildstætt leiðanet gæti litið út. Starfsmenn Fjarðabyggðar hafa síðan unnið hörðum höndum að því að setja saman kerfið og skilgreina þá þjónustu sem nauðsynleg er við rekstur þess. Í vor voru lögð fram drög að nýju leiðakerfi sem byggði á niðurstöðum EFLU. Hið nýja leiðakerfi byggir á tveimur leiðum sem tengja saman sex byggðakjarna sveitarfélagsins en auk þess er tengipunktur við ferjusiglingar frá Norðfirði til Mjóafjarðar sem gegna sama hlutverki lungann úr árinu. Á leið 1 eru eknar 12 ferðir á dag milli Norðfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og leið 2 ekur síðan 6 ferðir á dag milli Breiðdalsvíkur og Fáskrúðsfjarðar. Bæjarráð ákvað fyrr í sumar að fara í verðfyrirspurn meðal akstursaðila í Fjarðabyggð vegna reksturs kerfisins. Niðurstaða þeirrar verðfyrirspurnar var að gera samning við ÍS – Travel á Reyðarfirði um akstur beggja leiða í kerfinu. Nýtt leiðakerfi – betri tengingar. Hið nýja leiðakerfi byggir, eins og áður sagði, á tveimur leiðum. Leið 1 ekur á milli Norðfjarðar og Fáskrúðsfjarðar alla virka daga. Að morgni eru tvær ferðar frá Norðfirði til Fáskrúðsfjarðar og tvær ferðir frá Fáskrúðsfirði til Norðfjarðar. Eftir hádegi eru farnar fjórar ferðir frá Norðfirði til Fáskrúðsfjarðar og fjórar ferðir frá Fáskrúðsfirði til Norðfjarðar. Leið 2 ekur á milli Breiðdalsvíkur og Fáskrúðsfjarðar alla virka daga. Um er að ræða þrjár ferðir frá Breiðdalsvík til Fáskrúðsfjarðar og þrjár ferðir frá Fáskrúðsfirði til Breiðdalsvíkur. Þar sem þörfin fyrir akstur á Suðurfjörðum liggur ekki fyrir var ákveðið í byrjun að þjónustan á leið 2 yrði rekin sem svokölluð pöntunarþjónusta meðan væri verið að ná utan um þörfina og til að koma í veg fyrir að ekið sé með tóma vagna. Því þarf að panta í ferðir á leið 2 samkvæmt tímatöflu með a.m.k. 6 klukkustunda fyrirvara og fyrir fyrstu ferð að morgni þarf að vera búið að panta fyrir kl. 18:00 daginn áður. Ef notendur ætla sér að nýta sömu ferðir alla daga vikunnar þarf ekki að panta daglega, heldur einungis að koma upplýsingum á framfæri við akstursaðila. Þegar fyrir liggur hvernig þróunin verður í kerfinu, verður að sjálfsögðu skoðað hvort stytta megi pöntunartíma og hvernig því verður háttað. Tímatafla vagnanna á báðum leiðum miðar að því að reyna að koma sem mest til móts við þarfir notenda hvað varðar vinnu, tómstundir, skóla, og félagslíf þvert á sveitarfélagið og er hinu nýja leiðakerfi ætlað að leysa af hólmi annan akstur sem sveitarfélegið hefur staðið fyrir undanfarin ár. Með kerfinu fást betri tengingar milli byggðakjarna og möguleikar opnast til að sækja vinnu, skóla, tómstundir og þjónustu þvert á byggðakjarna sveitarfélagsins. Framundan eru lærdómsríkir mánuðir Litið er á verkefnið sem framundan er sem tilraunverkefni og verður afrakstur þess notaður til uppbyggingar á almenninssamgöngukerfi til framtíðar. Það er ljóst að framundan eru lærdómsríkir mánuðir, á það bæði við um notendur kerfisins og sveitarfélagið. Við munum rekast á einhverja veggi í þessu öllu saman, en það er þá bara tækifært til að bæta sig og byggja enn frekar undir kerfið. Innleiðing á svona kerfi mun taka tíma. Við þurfum öll að venjast því að nota slíkt kerfi og læra hvernig það þjónar okkur best. Til framtíðar litið er ég þó sannfærður um að hér sé um mikið framfara skref að ræða fyrir sveitarfélagið okkar. Öflugt og gott samgöngukerfi er fjölkjarna sveitarfélagi eins okkar lífsnauðsynlegt til að nýta betur þá innviði, og þann mannauð sem samfélagið býr að. Með nýju leiðakerfi er stigið stórt skref fram á við í þeim efnum, og verður spennandi að fylgast með því vaxa og dafna. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Jón Björn Hákonarson Fjarðabyggð Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Nýtt kerfi almenningssamgangna hóf göngu sína í Fjarðabyggð í vikunni en með því er stigið stórt skref fram á við í að tengja enn betur saman okkar víðfeðma sveitarfélag . Mig langar því á þessum tímamótum að óska íbúum Fjarðabyggðar til hamingju með þennan merka áfanga. Um nokkurt skeið hefur verið til staðar ákall íbúa um bættar samgöngur á milli byggðakjarna í sveitarfélaginu. Hinu nýja leiðakerfi er ætlað að koma til móts við þær kröfur, enda hefur það verið vilji bæjarstjórnar um nokkurt skeið að koma á slíku samræmdu kerfi. Unnið hefur verið að uppsetningu á kerfinu að undanförnu. Grunnurinn að þeirri vinnu var lagður með skýrslu EFLU um nýtt leiðakerfi í Fjarðabyggð sem birt var í vor. Þar voru lagðar fram nokkrar tillögur að því hvernig nýtt og heildstætt leiðanet gæti litið út. Starfsmenn Fjarðabyggðar hafa síðan unnið hörðum höndum að því að setja saman kerfið og skilgreina þá þjónustu sem nauðsynleg er við rekstur þess. Í vor voru lögð fram drög að nýju leiðakerfi sem byggði á niðurstöðum EFLU. Hið nýja leiðakerfi byggir á tveimur leiðum sem tengja saman sex byggðakjarna sveitarfélagsins en auk þess er tengipunktur við ferjusiglingar frá Norðfirði til Mjóafjarðar sem gegna sama hlutverki lungann úr árinu. Á leið 1 eru eknar 12 ferðir á dag milli Norðfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og leið 2 ekur síðan 6 ferðir á dag milli Breiðdalsvíkur og Fáskrúðsfjarðar. Bæjarráð ákvað fyrr í sumar að fara í verðfyrirspurn meðal akstursaðila í Fjarðabyggð vegna reksturs kerfisins. Niðurstaða þeirrar verðfyrirspurnar var að gera samning við ÍS – Travel á Reyðarfirði um akstur beggja leiða í kerfinu. Nýtt leiðakerfi – betri tengingar. Hið nýja leiðakerfi byggir, eins og áður sagði, á tveimur leiðum. Leið 1 ekur á milli Norðfjarðar og Fáskrúðsfjarðar alla virka daga. Að morgni eru tvær ferðar frá Norðfirði til Fáskrúðsfjarðar og tvær ferðir frá Fáskrúðsfirði til Norðfjarðar. Eftir hádegi eru farnar fjórar ferðir frá Norðfirði til Fáskrúðsfjarðar og fjórar ferðir frá Fáskrúðsfirði til Norðfjarðar. Leið 2 ekur á milli Breiðdalsvíkur og Fáskrúðsfjarðar alla virka daga. Um er að ræða þrjár ferðir frá Breiðdalsvík til Fáskrúðsfjarðar og þrjár ferðir frá Fáskrúðsfirði til Breiðdalsvíkur. Þar sem þörfin fyrir akstur á Suðurfjörðum liggur ekki fyrir var ákveðið í byrjun að þjónustan á leið 2 yrði rekin sem svokölluð pöntunarþjónusta meðan væri verið að ná utan um þörfina og til að koma í veg fyrir að ekið sé með tóma vagna. Því þarf að panta í ferðir á leið 2 samkvæmt tímatöflu með a.m.k. 6 klukkustunda fyrirvara og fyrir fyrstu ferð að morgni þarf að vera búið að panta fyrir kl. 18:00 daginn áður. Ef notendur ætla sér að nýta sömu ferðir alla daga vikunnar þarf ekki að panta daglega, heldur einungis að koma upplýsingum á framfæri við akstursaðila. Þegar fyrir liggur hvernig þróunin verður í kerfinu, verður að sjálfsögðu skoðað hvort stytta megi pöntunartíma og hvernig því verður háttað. Tímatafla vagnanna á báðum leiðum miðar að því að reyna að koma sem mest til móts við þarfir notenda hvað varðar vinnu, tómstundir, skóla, og félagslíf þvert á sveitarfélagið og er hinu nýja leiðakerfi ætlað að leysa af hólmi annan akstur sem sveitarfélegið hefur staðið fyrir undanfarin ár. Með kerfinu fást betri tengingar milli byggðakjarna og möguleikar opnast til að sækja vinnu, skóla, tómstundir og þjónustu þvert á byggðakjarna sveitarfélagsins. Framundan eru lærdómsríkir mánuðir Litið er á verkefnið sem framundan er sem tilraunverkefni og verður afrakstur þess notaður til uppbyggingar á almenninssamgöngukerfi til framtíðar. Það er ljóst að framundan eru lærdómsríkir mánuðir, á það bæði við um notendur kerfisins og sveitarfélagið. Við munum rekast á einhverja veggi í þessu öllu saman, en það er þá bara tækifært til að bæta sig og byggja enn frekar undir kerfið. Innleiðing á svona kerfi mun taka tíma. Við þurfum öll að venjast því að nota slíkt kerfi og læra hvernig það þjónar okkur best. Til framtíðar litið er ég þó sannfærður um að hér sé um mikið framfara skref að ræða fyrir sveitarfélagið okkar. Öflugt og gott samgöngukerfi er fjölkjarna sveitarfélagi eins okkar lífsnauðsynlegt til að nýta betur þá innviði, og þann mannauð sem samfélagið býr að. Með nýju leiðakerfi er stigið stórt skref fram á við í þeim efnum, og verður spennandi að fylgast með því vaxa og dafna. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar