Áskorun til Landgræðslunnar Björn Halldórsson skrifar 2. september 2021 14:30 Eftir fremur kalt vor hér á Norðausturlandi fram í júní, kom loksins hlýtt sumar. Eftir að hlýnaði varð nokkuð hvasst með suðlægum áttum og var þá varla hægt að hafa opna glugga vegna moldroks. Við sáum varla til Kópaskers, sem er í innan við 9 kílómetra fjarlægð. Landið fýkur burt. Þótt töluvert sé unnið að því að stöðva gróður-/og jarðvegseyðingu með áburði og grasfræi, þá er víða neyarástand og brýn þörf á mun fljótvirkari aðferðum. Á myndinni hér að neðan sést hvar síðustu jarðvegsleifarnar eru að fara með vatni og vindum frá börðunum þremur til hægri. Fyrir nokkrum árum handsáði ég lúpínufræum meðfram gilinu til vinstri á myndinni. Það eru þessir grænu hálfmánar sem sjást þarna í röð. Fullyrða má, að aðeins ein raunhæf leið sé til að mynda samfellda gróðurþekju á þessu svæði og það er að sá lúpínu í það allt. Sama má segja um mörg önnur svæði víða um land, þar sem tilbúinn áburður og grasfræ mega sín lítils og er auk þess of dýr aðferð. Þess vegna skora ég undirritaður hér með á Landgræðsluna að fullnýta afkastagetu sína til að framleiða eins mikið af lúpínufræi og hægt er. Þetta þolir enga bið, það er ekki hægt að fórna þúsundum hektara á þeim forsendum að lúpínan sé að eyðileggja líffræðilega fjölbreytni. Á svæðinu á myndinni væri nær að tala um líffræðilegt gjaldþrot og því ekki verið að eyðileggja neitt með lúpínusáningum. Nýlega birtist grein á vísi.is, þar sem greinarhöfundur hvatti lesendur til að treysta náttúrunni og átti þá líklega við að ekki ætti að grípa inn í atburðarásina t.d með því að sá utanaðkomandi plöntum. Varðandi svæðið á myndinni, getum við fullkomlega treyst eyðingaröflum náttúrunnar til að ljúka við eyðilegginguna. Ef ekki er gripið inn í verður þarna ekki annað en grjót og möl sem fýkur og sverfur steina. Vandamál sem upp hafa komið vegna lúpínusáninga tel ég lítilvæg samanborið við þann gríðarlega vanda að hafa hana ekki. Vissulega hafa orðið og eru að verða „umhverfisslys“ með ógætilegri notkun og dreifingu sumra plantna og má nefna kerfil, njóla, bjarnarkló og sjálfsagt fleiri í því sambandi. Þeim þurfum við að mínu mati að berjast gegn, en lúpínan gæti verið okkar áburðarverksmiðja og búið í haginn fyrir aðrar plöntur. Notum hana á stóru auðnirnar, annað er ekki raunhæft. Við, sem þjóð getum ekki búið við núverandi ástand margra landsvæða, það er til skammar. Er Ísland ekki ein stærsta uppspretta ryks í Evrópu? Að aflétta beit á illa förnum afréttum getur verið skref í rétta átt, en gefur okkur ekki gróður og jarðveg við erfiðustu aðstæðurnar. Þar er þörf á öflugum aðgerðum sem kalla mætti neyðaraðstoð. Jarðvegs og gróðurlaust land er líkt og sjúklingur sem misst hefur húðina af stórum svæðum. Undirritaður hefur stundað uppgræðslu lands í meira en hálfa öld með ýmsum aðferðum og þekkir enga plöntu aðra en lúpínu, sem gæti stöðvað jarðvegseyðingu á erfiðustu svæðum og jafnvel bjargað öðrum plöntum, sem leynast í eyimörkum landsins. Með kveðju og þakklæti fyrir aðstoð við uppgræðsluna, Höfundur er bóndi á Valþjófsstöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Eftir fremur kalt vor hér á Norðausturlandi fram í júní, kom loksins hlýtt sumar. Eftir að hlýnaði varð nokkuð hvasst með suðlægum áttum og var þá varla hægt að hafa opna glugga vegna moldroks. Við sáum varla til Kópaskers, sem er í innan við 9 kílómetra fjarlægð. Landið fýkur burt. Þótt töluvert sé unnið að því að stöðva gróður-/og jarðvegseyðingu með áburði og grasfræi, þá er víða neyarástand og brýn þörf á mun fljótvirkari aðferðum. Á myndinni hér að neðan sést hvar síðustu jarðvegsleifarnar eru að fara með vatni og vindum frá börðunum þremur til hægri. Fyrir nokkrum árum handsáði ég lúpínufræum meðfram gilinu til vinstri á myndinni. Það eru þessir grænu hálfmánar sem sjást þarna í röð. Fullyrða má, að aðeins ein raunhæf leið sé til að mynda samfellda gróðurþekju á þessu svæði og það er að sá lúpínu í það allt. Sama má segja um mörg önnur svæði víða um land, þar sem tilbúinn áburður og grasfræ mega sín lítils og er auk þess of dýr aðferð. Þess vegna skora ég undirritaður hér með á Landgræðsluna að fullnýta afkastagetu sína til að framleiða eins mikið af lúpínufræi og hægt er. Þetta þolir enga bið, það er ekki hægt að fórna þúsundum hektara á þeim forsendum að lúpínan sé að eyðileggja líffræðilega fjölbreytni. Á svæðinu á myndinni væri nær að tala um líffræðilegt gjaldþrot og því ekki verið að eyðileggja neitt með lúpínusáningum. Nýlega birtist grein á vísi.is, þar sem greinarhöfundur hvatti lesendur til að treysta náttúrunni og átti þá líklega við að ekki ætti að grípa inn í atburðarásina t.d með því að sá utanaðkomandi plöntum. Varðandi svæðið á myndinni, getum við fullkomlega treyst eyðingaröflum náttúrunnar til að ljúka við eyðilegginguna. Ef ekki er gripið inn í verður þarna ekki annað en grjót og möl sem fýkur og sverfur steina. Vandamál sem upp hafa komið vegna lúpínusáninga tel ég lítilvæg samanborið við þann gríðarlega vanda að hafa hana ekki. Vissulega hafa orðið og eru að verða „umhverfisslys“ með ógætilegri notkun og dreifingu sumra plantna og má nefna kerfil, njóla, bjarnarkló og sjálfsagt fleiri í því sambandi. Þeim þurfum við að mínu mati að berjast gegn, en lúpínan gæti verið okkar áburðarverksmiðja og búið í haginn fyrir aðrar plöntur. Notum hana á stóru auðnirnar, annað er ekki raunhæft. Við, sem þjóð getum ekki búið við núverandi ástand margra landsvæða, það er til skammar. Er Ísland ekki ein stærsta uppspretta ryks í Evrópu? Að aflétta beit á illa förnum afréttum getur verið skref í rétta átt, en gefur okkur ekki gróður og jarðveg við erfiðustu aðstæðurnar. Þar er þörf á öflugum aðgerðum sem kalla mætti neyðaraðstoð. Jarðvegs og gróðurlaust land er líkt og sjúklingur sem misst hefur húðina af stórum svæðum. Undirritaður hefur stundað uppgræðslu lands í meira en hálfa öld með ýmsum aðferðum og þekkir enga plöntu aðra en lúpínu, sem gæti stöðvað jarðvegseyðingu á erfiðustu svæðum og jafnvel bjargað öðrum plöntum, sem leynast í eyimörkum landsins. Með kveðju og þakklæti fyrir aðstoð við uppgræðsluna, Höfundur er bóndi á Valþjófsstöðum.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun