Efling iðn- og tæknináms – eða hvað? Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 2. september 2021 13:30 Sjaldan er talað jafn mikið um eflingu iðn- og tæknináms líkt og í aðdraganda kosninga eða á hátíðardögum. Rafiðnaðarsamband Íslands hefur á undanförnum árum unnið markvisst að því að styðja við bakið á þeim sem velja sér þá leið að fara í rafiðnaðarnám enda hefur verið skortur á rafiðnaðarfólki á íslenskum vinnumarkaði um langt skeið. Með útgáfu á rafrænu kennsluefni sem notað er við kennslu í iðn- og verkmenntaskólum höfum við dregið verulega úr þeim kostnaði sem lendir á nemendum í okkar greinum. Allar götur síðan 2016 hafa samtök í rafiðnaði, Rafiðnaðarsamband Íslands og Samtök rafverktaka, staðið fyrir því að gefa öllum nemendum í rafiðngreinum spjaldtölvur til þess að tryggja jafnt aðgengi að rafrænu námsefni í skólanum. Nú hafa verið gefnar um 3.000 spjaldtölvur og enn bætist í hópinn. Það er verulega jákvætt að sjá að aðsókn í námið hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 2016 og sjáum við um helmings aukningu á fjölda rafiðnnema frá 2017 til síðasta vetrar. En þrátt fyrir þessa aukningu þá er fyrirséð að skortur er á iðn- og tæknimenntuðum einstaklingum á vinnumarkaði. Betur má ef duga skal! Á sama tíma og okkur hefur tekist að auka aðsókn í iðn- og tækninám þá verðum við vitni að því að gríðarlegum fjölda nemenda er vísað frá, fá ekki pláss í skólakerfinu vegna mikillar aðsóknar. Um 700 manns komust ekki að vegna plássleysis eða skorts á fjármagni í menntakerfinu. Erum við að tryggja öllum jafnt aðgengi að námi? Nei, nú er staðan sú að þeir einstaklingar sem fara beint í bóknám eftir grunnskóla og stefna á iðn- og tækninám að loknu stúdentsprófi komast ekki að sökum takmarkana á fjölda námsplássa í skólum. Nú er lag að tryggja nægt fjármagn til iðnnámsgreina þannig að iðn- og verknámsskólar hafi burði til þess að bjóða öllum sama aðgengi að iðn- og tækninámi. Það er skortur á iðn- og tæknimenntuðu fólki á íslenskum vinnumarkaði og þá ber okkur sem samfélagi að bregðast við og auka framboðið í skólakerfinu. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Skóla - og menntamál Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Sjaldan er talað jafn mikið um eflingu iðn- og tæknináms líkt og í aðdraganda kosninga eða á hátíðardögum. Rafiðnaðarsamband Íslands hefur á undanförnum árum unnið markvisst að því að styðja við bakið á þeim sem velja sér þá leið að fara í rafiðnaðarnám enda hefur verið skortur á rafiðnaðarfólki á íslenskum vinnumarkaði um langt skeið. Með útgáfu á rafrænu kennsluefni sem notað er við kennslu í iðn- og verkmenntaskólum höfum við dregið verulega úr þeim kostnaði sem lendir á nemendum í okkar greinum. Allar götur síðan 2016 hafa samtök í rafiðnaði, Rafiðnaðarsamband Íslands og Samtök rafverktaka, staðið fyrir því að gefa öllum nemendum í rafiðngreinum spjaldtölvur til þess að tryggja jafnt aðgengi að rafrænu námsefni í skólanum. Nú hafa verið gefnar um 3.000 spjaldtölvur og enn bætist í hópinn. Það er verulega jákvætt að sjá að aðsókn í námið hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 2016 og sjáum við um helmings aukningu á fjölda rafiðnnema frá 2017 til síðasta vetrar. En þrátt fyrir þessa aukningu þá er fyrirséð að skortur er á iðn- og tæknimenntuðum einstaklingum á vinnumarkaði. Betur má ef duga skal! Á sama tíma og okkur hefur tekist að auka aðsókn í iðn- og tækninám þá verðum við vitni að því að gríðarlegum fjölda nemenda er vísað frá, fá ekki pláss í skólakerfinu vegna mikillar aðsóknar. Um 700 manns komust ekki að vegna plássleysis eða skorts á fjármagni í menntakerfinu. Erum við að tryggja öllum jafnt aðgengi að námi? Nei, nú er staðan sú að þeir einstaklingar sem fara beint í bóknám eftir grunnskóla og stefna á iðn- og tækninám að loknu stúdentsprófi komast ekki að sökum takmarkana á fjölda námsplássa í skólum. Nú er lag að tryggja nægt fjármagn til iðnnámsgreina þannig að iðn- og verknámsskólar hafi burði til þess að bjóða öllum sama aðgengi að iðn- og tækninámi. Það er skortur á iðn- og tæknimenntuðu fólki á íslenskum vinnumarkaði og þá ber okkur sem samfélagi að bregðast við og auka framboðið í skólakerfinu. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar