Má bjóða þér að bíða? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 2. september 2021 07:01 Við erum öll sammála um að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á að vera jafnt fyrir alla, óháð efnahag og óháð búsetu. Um það er enginn ágreiningur í íslenskum stjórnmálum. Við höfum í gegnum tíðina átt býsna gott kerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Svo þarf að vera áfram. Að ríkið greiði fyrir þjónustuna þarf hins vegar ekki að þýða að bara ríkið megi veita þjónustuna. Lærdómur heimsfaraldurs er að saman vegnar okkur betur. Helsta arfleið ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálunum er engu að síður að hafa keyrt harða stefnu þar sem framlagi sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu er hafnað. Afleiðingin er Íslandsmet í biðlistum eftir heilbrigðisþjónustu. Á biðlista hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins voru um 350 börn í byrjun ársins, þar sem um 2 ára bið er núna. Um 900 börn bíða þjónustu talmeinafræðinga. Biðin eftir þeirri þjónustu er frá 17 mánuðum og upp í 36 mánuði. Allir geta séð hvaða afleiðingar það hefur á barn og fjölskyldu þess þegar grundvallarþjónusta er ekki aðgengileg mánuðum og árum saman. Það er óboðleg staða. Biðlistar eru eftir sjúkraþjálfurum, sálfræðingum, talmeinafræðingum o.fl. Og biðlistar eru sérstaklega langir á landsbyggðunum. Lappirnar dregnar Börn jafnt sem aldraðir bíða á vakt ríkisstjórnarinnar. Biðlisti eftir plássi á hjúkrunarheimilum lengist en um 450 manns biðu í upphafi ársins. Allt það fólk á fjölskyldu sem bíður með þeim og býr við óvissu og álag vegna langrar biðar. Um helmingi fleiri hafa verið lengur en þrjá mánuði á biðlista eftir hnéaðgerðum núna en voru í upphafi kjörtímabilsins. Biðlistar eru auðvitað ekki nýtt vandamál og tilvist þeirra verður vitaskuld ekki alfarið skrifuð á ríkisstjórnina. En sú stefna að lengja biðlista eftir heilbrigðisþjónustu skrifast hins vegar því miður á þessa stjórn. Stjórnin er nefnilega markviss í aðgerðum sem vitað er að hægja á kerfinu. Foreldrar barna, sem bíða eftir talmeinafræðingi eða sálfræðingi, sjá það alveg örugglega ekki sem stóra svarið hvort sálfræðingurinn sé ríkisstarfsmaður. Það sem skiptir foreldrana máli er að þjónusta barnsins sé góð, aðgengileg og niðurgreidd af ríkinu. Í dag er svo ekki, enda hefur heilbrigðisráðherra dregið lappirnar um að tryggja fjármögnun sem getur veitt fjölskyldum þá þjónustu. Þrátt fyrir að sálfræðifrumvarp Viðreisnar hafi verið samþykkt og sé orðið að lögum, með heimild til þess að gera samning við sálfræðinga, þá dugar það ekki til því ríkisstjórnin er í stríði við sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu. Samstarf skilar árangri Ríkisstjórnarflokkarnir hafa gengið í takti um þessa stefnu allt kjörtímabilið. Allt þetta kjörtímabil hafa þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stutt þessa stefnu VG. Viðreisn vill að við einblínum á þjónustu fremur en rekstarform. Lærdómur heimsfaraldurs er að saman vegnar okkur betur. Við upplifðum gott samtarf opinbera kerfisins og fulltrúa einkaframtaksins að því verkefni að verja heilbrigði þjóðarinnar. Við nýttum einfaldlega krafta þeirra fagaðila sem hér starfa og það reyndist vitaskuld þjóna hagsmunum almennings vel. Viðreisn vill að við gefum gaum þeim tækifærum sem eru í heilbrigðisþjónustunni og hættum að bjóða fólki upp á sífellda bið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
Við erum öll sammála um að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á að vera jafnt fyrir alla, óháð efnahag og óháð búsetu. Um það er enginn ágreiningur í íslenskum stjórnmálum. Við höfum í gegnum tíðina átt býsna gott kerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Svo þarf að vera áfram. Að ríkið greiði fyrir þjónustuna þarf hins vegar ekki að þýða að bara ríkið megi veita þjónustuna. Lærdómur heimsfaraldurs er að saman vegnar okkur betur. Helsta arfleið ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálunum er engu að síður að hafa keyrt harða stefnu þar sem framlagi sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu er hafnað. Afleiðingin er Íslandsmet í biðlistum eftir heilbrigðisþjónustu. Á biðlista hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins voru um 350 börn í byrjun ársins, þar sem um 2 ára bið er núna. Um 900 börn bíða þjónustu talmeinafræðinga. Biðin eftir þeirri þjónustu er frá 17 mánuðum og upp í 36 mánuði. Allir geta séð hvaða afleiðingar það hefur á barn og fjölskyldu þess þegar grundvallarþjónusta er ekki aðgengileg mánuðum og árum saman. Það er óboðleg staða. Biðlistar eru eftir sjúkraþjálfurum, sálfræðingum, talmeinafræðingum o.fl. Og biðlistar eru sérstaklega langir á landsbyggðunum. Lappirnar dregnar Börn jafnt sem aldraðir bíða á vakt ríkisstjórnarinnar. Biðlisti eftir plássi á hjúkrunarheimilum lengist en um 450 manns biðu í upphafi ársins. Allt það fólk á fjölskyldu sem bíður með þeim og býr við óvissu og álag vegna langrar biðar. Um helmingi fleiri hafa verið lengur en þrjá mánuði á biðlista eftir hnéaðgerðum núna en voru í upphafi kjörtímabilsins. Biðlistar eru auðvitað ekki nýtt vandamál og tilvist þeirra verður vitaskuld ekki alfarið skrifuð á ríkisstjórnina. En sú stefna að lengja biðlista eftir heilbrigðisþjónustu skrifast hins vegar því miður á þessa stjórn. Stjórnin er nefnilega markviss í aðgerðum sem vitað er að hægja á kerfinu. Foreldrar barna, sem bíða eftir talmeinafræðingi eða sálfræðingi, sjá það alveg örugglega ekki sem stóra svarið hvort sálfræðingurinn sé ríkisstarfsmaður. Það sem skiptir foreldrana máli er að þjónusta barnsins sé góð, aðgengileg og niðurgreidd af ríkinu. Í dag er svo ekki, enda hefur heilbrigðisráðherra dregið lappirnar um að tryggja fjármögnun sem getur veitt fjölskyldum þá þjónustu. Þrátt fyrir að sálfræðifrumvarp Viðreisnar hafi verið samþykkt og sé orðið að lögum, með heimild til þess að gera samning við sálfræðinga, þá dugar það ekki til því ríkisstjórnin er í stríði við sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu. Samstarf skilar árangri Ríkisstjórnarflokkarnir hafa gengið í takti um þessa stefnu allt kjörtímabilið. Allt þetta kjörtímabil hafa þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stutt þessa stefnu VG. Viðreisn vill að við einblínum á þjónustu fremur en rekstarform. Lærdómur heimsfaraldurs er að saman vegnar okkur betur. Við upplifðum gott samtarf opinbera kerfisins og fulltrúa einkaframtaksins að því verkefni að verja heilbrigði þjóðarinnar. Við nýttum einfaldlega krafta þeirra fagaðila sem hér starfa og það reyndist vitaskuld þjóna hagsmunum almennings vel. Viðreisn vill að við gefum gaum þeim tækifærum sem eru í heilbrigðisþjónustunni og hættum að bjóða fólki upp á sífellda bið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun