Má bjóða þér að bíða? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 2. september 2021 07:01 Við erum öll sammála um að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á að vera jafnt fyrir alla, óháð efnahag og óháð búsetu. Um það er enginn ágreiningur í íslenskum stjórnmálum. Við höfum í gegnum tíðina átt býsna gott kerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Svo þarf að vera áfram. Að ríkið greiði fyrir þjónustuna þarf hins vegar ekki að þýða að bara ríkið megi veita þjónustuna. Lærdómur heimsfaraldurs er að saman vegnar okkur betur. Helsta arfleið ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálunum er engu að síður að hafa keyrt harða stefnu þar sem framlagi sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu er hafnað. Afleiðingin er Íslandsmet í biðlistum eftir heilbrigðisþjónustu. Á biðlista hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins voru um 350 börn í byrjun ársins, þar sem um 2 ára bið er núna. Um 900 börn bíða þjónustu talmeinafræðinga. Biðin eftir þeirri þjónustu er frá 17 mánuðum og upp í 36 mánuði. Allir geta séð hvaða afleiðingar það hefur á barn og fjölskyldu þess þegar grundvallarþjónusta er ekki aðgengileg mánuðum og árum saman. Það er óboðleg staða. Biðlistar eru eftir sjúkraþjálfurum, sálfræðingum, talmeinafræðingum o.fl. Og biðlistar eru sérstaklega langir á landsbyggðunum. Lappirnar dregnar Börn jafnt sem aldraðir bíða á vakt ríkisstjórnarinnar. Biðlisti eftir plássi á hjúkrunarheimilum lengist en um 450 manns biðu í upphafi ársins. Allt það fólk á fjölskyldu sem bíður með þeim og býr við óvissu og álag vegna langrar biðar. Um helmingi fleiri hafa verið lengur en þrjá mánuði á biðlista eftir hnéaðgerðum núna en voru í upphafi kjörtímabilsins. Biðlistar eru auðvitað ekki nýtt vandamál og tilvist þeirra verður vitaskuld ekki alfarið skrifuð á ríkisstjórnina. En sú stefna að lengja biðlista eftir heilbrigðisþjónustu skrifast hins vegar því miður á þessa stjórn. Stjórnin er nefnilega markviss í aðgerðum sem vitað er að hægja á kerfinu. Foreldrar barna, sem bíða eftir talmeinafræðingi eða sálfræðingi, sjá það alveg örugglega ekki sem stóra svarið hvort sálfræðingurinn sé ríkisstarfsmaður. Það sem skiptir foreldrana máli er að þjónusta barnsins sé góð, aðgengileg og niðurgreidd af ríkinu. Í dag er svo ekki, enda hefur heilbrigðisráðherra dregið lappirnar um að tryggja fjármögnun sem getur veitt fjölskyldum þá þjónustu. Þrátt fyrir að sálfræðifrumvarp Viðreisnar hafi verið samþykkt og sé orðið að lögum, með heimild til þess að gera samning við sálfræðinga, þá dugar það ekki til því ríkisstjórnin er í stríði við sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu. Samstarf skilar árangri Ríkisstjórnarflokkarnir hafa gengið í takti um þessa stefnu allt kjörtímabilið. Allt þetta kjörtímabil hafa þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stutt þessa stefnu VG. Viðreisn vill að við einblínum á þjónustu fremur en rekstarform. Lærdómur heimsfaraldurs er að saman vegnar okkur betur. Við upplifðum gott samtarf opinbera kerfisins og fulltrúa einkaframtaksins að því verkefni að verja heilbrigði þjóðarinnar. Við nýttum einfaldlega krafta þeirra fagaðila sem hér starfa og það reyndist vitaskuld þjóna hagsmunum almennings vel. Viðreisn vill að við gefum gaum þeim tækifærum sem eru í heilbrigðisþjónustunni og hættum að bjóða fólki upp á sífellda bið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Sleppum brúnni og förum betri leið framhjá Selfossi Elliði Vignisson Skoðun Spilling á Íslandi: Erum við að missa tökin? Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 5.10.2024 Jón Þór Stefánsson Halldór Ég skvetti málningu á bandaríska sendiráðið en hér er opið bréf til utanríkisráðherra Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Eignafólk græðir mikið á vaxtastefnu Seðlabankans Stefán Ólafsson Skoðun Af ofurhetjum og störfum þeirra Kristín Björnsdóttir Skoðun Telur rektor Háskóla Íslands úrskurði alþjóðadómstóla og ályktanir Sameinuðu þjóðanna vera pólitískt álitamál? Elí Hörpu- og Önundarbur Skoðun Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Foreldrar eru sérfræðingar í sínum börnum Valdimar Víðisson Skoðun Er vitlaust gefið í stjórnmálum? Reynir Böðvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég skvetti málningu á bandaríska sendiráðið en hér er opið bréf til utanríkisráðherra Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Uppeldi frá gamla einmenningar eins-skin-litar viðhorfum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Af ofurhetjum og störfum þeirra Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Eignafólk græðir mikið á vaxtastefnu Seðlabankans Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Telur rektor Háskóla Íslands úrskurði alþjóðadómstóla og ályktanir Sameinuðu þjóðanna vera pólitískt álitamál? Elí Hörpu- og Önundarbur skrifar Skoðun Framtíðarkvíði er ekki gott veganesti Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Spilling á Íslandi: Erum við að missa tökin? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Orkan á Vestfjörðum Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Smábátar eru þjóðhagslega hagkvæmari en togarar Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Foreldrar eru sérfræðingar í sínum börnum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Vísindin vakna til nýsköpunar! Einar Mäntylä skrifar Skoðun Risastórt lýðheilsumál sem Alþingi hunsar Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Þess vegna býð ég mig fram Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Sleppum brúnni og förum betri leið framhjá Selfossi Elliði Vignisson skrifar Skoðun Einstakur atburður og viðbúnaður Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Framboð er eina leiðin Eiríkur St. Eiríksson skrifar Skoðun Háskóli Íslands er ekki að sinna skyldum sínum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpun og kennarar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýjar lausnir gegn ofbeldi Drífa Snædal skrifar Skoðun Lögin um það sem er bannað Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Að dansa í regninu Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Dauðarefsing Pírata Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Af hverju erum við að þessu? Kjartan Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða í boði orkugeirans og Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Úrskurðargrautur lögmanna Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Er vitlaust gefið í stjórnmálum? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Hinn langi USArmur Ísraels Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kveðja frá Heimssýn til landsfundar VG 2024 Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðaróperan á Alþingi í nær 70 ár Finnur Bjarnason,Þórunn Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Við erum öll sammála um að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á að vera jafnt fyrir alla, óháð efnahag og óháð búsetu. Um það er enginn ágreiningur í íslenskum stjórnmálum. Við höfum í gegnum tíðina átt býsna gott kerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Svo þarf að vera áfram. Að ríkið greiði fyrir þjónustuna þarf hins vegar ekki að þýða að bara ríkið megi veita þjónustuna. Lærdómur heimsfaraldurs er að saman vegnar okkur betur. Helsta arfleið ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálunum er engu að síður að hafa keyrt harða stefnu þar sem framlagi sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu er hafnað. Afleiðingin er Íslandsmet í biðlistum eftir heilbrigðisþjónustu. Á biðlista hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins voru um 350 börn í byrjun ársins, þar sem um 2 ára bið er núna. Um 900 börn bíða þjónustu talmeinafræðinga. Biðin eftir þeirri þjónustu er frá 17 mánuðum og upp í 36 mánuði. Allir geta séð hvaða afleiðingar það hefur á barn og fjölskyldu þess þegar grundvallarþjónusta er ekki aðgengileg mánuðum og árum saman. Það er óboðleg staða. Biðlistar eru eftir sjúkraþjálfurum, sálfræðingum, talmeinafræðingum o.fl. Og biðlistar eru sérstaklega langir á landsbyggðunum. Lappirnar dregnar Börn jafnt sem aldraðir bíða á vakt ríkisstjórnarinnar. Biðlisti eftir plássi á hjúkrunarheimilum lengist en um 450 manns biðu í upphafi ársins. Allt það fólk á fjölskyldu sem bíður með þeim og býr við óvissu og álag vegna langrar biðar. Um helmingi fleiri hafa verið lengur en þrjá mánuði á biðlista eftir hnéaðgerðum núna en voru í upphafi kjörtímabilsins. Biðlistar eru auðvitað ekki nýtt vandamál og tilvist þeirra verður vitaskuld ekki alfarið skrifuð á ríkisstjórnina. En sú stefna að lengja biðlista eftir heilbrigðisþjónustu skrifast hins vegar því miður á þessa stjórn. Stjórnin er nefnilega markviss í aðgerðum sem vitað er að hægja á kerfinu. Foreldrar barna, sem bíða eftir talmeinafræðingi eða sálfræðingi, sjá það alveg örugglega ekki sem stóra svarið hvort sálfræðingurinn sé ríkisstarfsmaður. Það sem skiptir foreldrana máli er að þjónusta barnsins sé góð, aðgengileg og niðurgreidd af ríkinu. Í dag er svo ekki, enda hefur heilbrigðisráðherra dregið lappirnar um að tryggja fjármögnun sem getur veitt fjölskyldum þá þjónustu. Þrátt fyrir að sálfræðifrumvarp Viðreisnar hafi verið samþykkt og sé orðið að lögum, með heimild til þess að gera samning við sálfræðinga, þá dugar það ekki til því ríkisstjórnin er í stríði við sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu. Samstarf skilar árangri Ríkisstjórnarflokkarnir hafa gengið í takti um þessa stefnu allt kjörtímabilið. Allt þetta kjörtímabil hafa þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stutt þessa stefnu VG. Viðreisn vill að við einblínum á þjónustu fremur en rekstarform. Lærdómur heimsfaraldurs er að saman vegnar okkur betur. Við upplifðum gott samtarf opinbera kerfisins og fulltrúa einkaframtaksins að því verkefni að verja heilbrigði þjóðarinnar. Við nýttum einfaldlega krafta þeirra fagaðila sem hér starfa og það reyndist vitaskuld þjóna hagsmunum almennings vel. Viðreisn vill að við gefum gaum þeim tækifærum sem eru í heilbrigðisþjónustunni og hættum að bjóða fólki upp á sífellda bið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Ég skvetti málningu á bandaríska sendiráðið en hér er opið bréf til utanríkisráðherra Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Telur rektor Háskóla Íslands úrskurði alþjóðadómstóla og ályktanir Sameinuðu þjóðanna vera pólitískt álitamál? Elí Hörpu- og Önundarbur Skoðun
Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Ég skvetti málningu á bandaríska sendiráðið en hér er opið bréf til utanríkisráðherra Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Telur rektor Háskóla Íslands úrskurði alþjóðadómstóla og ályktanir Sameinuðu þjóðanna vera pólitískt álitamál? Elí Hörpu- og Önundarbur skrifar
Ég skvetti málningu á bandaríska sendiráðið en hér er opið bréf til utanríkisráðherra Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Telur rektor Háskóla Íslands úrskurði alþjóðadómstóla og ályktanir Sameinuðu þjóðanna vera pólitískt álitamál? Elí Hörpu- og Önundarbur Skoðun
Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun