Óstöðvandi okurfélög Runólfur Ólafsson skrifar 2. september 2021 08:00 Tryggingafélögin græða á tá og fingri eins og viðskiptafréttir bera með sér. Kemur auðvitað ekki á óvart, viðskiptamódelið er skothelt: Engin verðsamkeppni, stöðug hækkun iðgjalda, minnkandi kostnaður og velþóknun stjórnvalda. Söfnunarsjóðir tryggingafélaganna belgjast út vegna oftekinna iðgjalda. Um síðustu áramót lágu félögin á 50 milljarða króna bótasjóði sem þau hafa safnað með ofurverðlagningu á iðgjöld ábyrgðartrygginga ökutækja. Þennan sjóð ávaxta þau skattfrjálst. Bílatryggingar hafa hækkað um 44% á örfáum árum Iðgjaldahækkanir á bílatryggingum eru komnar út yfir allt velsæmi. Frá 2015 hefur vísitala bílatrygginga hækkað um 44% meðan vísitala neysluverðs hækkaði um 17%. Á sama tíma hefur umferðarslysum fækkað um 14% og slösuðum fækkað um 23% (tölur Samgöngustofu í árslok 2020). Kostnaður tryggingafélaganna hefur því lækkað til muna eins og gefur að skilja. Samt hækka þau iðgjöldin eins og enginn sé morgundagurinn. Tryggingafélögin hafa mörg undanfarin ár kynnt fádæma góða afkomu. Nýlegt dæmi um þá fjármuni sem streyma til þeirra úr vösum almennings er sameining Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) og Kviku banka. Kvika hefur verið afar vel rekinn banki og rakað inn hagnaði. En fjárhagslegur styrkur TM var svo mikill að tryggingafélagið á mikinn meirihluta í hinu sameinaða fyrirtæki. Arion banki keypti tryggingafélagið Vörð árið 2016. Iðgjöld bílatrygginga eru að jafnaði tvöfalt hærri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Kostnaður snarminnkar meðan iðgjöldin hækka Tryggingafélögin hafa löngum reynt að réttlæta iðgjaldaokrið með tilvísun í að hlutfall tjóna af iðgjöldum sé yfir 100%. En undanfarin misseri hefur þetta hlutfall verið vel undir 100% og allt niður í 80%. Það staðfestir minnkandi tjónakostnað. Samt hefur það engin áhrif á iðgjöldin, heldur þvert á móti - þau hækka jafnt og þétt. Engin samkeppni ríkir milli tryggingafélaganna, enda hefði þá eitthvert þeirra lækkað iðgjöld til að fá aukin viðskipti. Þess í stað hækka þau iðgjöldin í samræmdum takti. Þau skipta markaðnum bróðurlega á milli sín með þegjandi samráði um að rugga ekki bátnum. Enda skilar það mesta hagnaðinum ásamt háum launum og bónusum til stjórnenda. Hlutfallsleg breyting milli ára. Slysatölur samkvæmt slysaskráningu Samgöngustofu til ársloka 2020.FÍB 400 þúsund krónur á ári Fjölskylda með húseign og tvo bíla borgar um eða yfir 400 þúsund krónur á ári í iðgjöld trygginga. Aðeins brot af þessum peningum fer til að kaupa raunverulega tryggingavernd. Restin rennur í ávöxtunarsjóðina og arðgreiðslurnar. Ekkert virðist geta stöðvað þetta ofsafengna okur á almenningi. Þar sem tryggingafélögin teljast fjármálafyrirtæki þá heyra þau undir Fjármálaeftirlit Seðlabankans. Árum saman hefur fjármálaeftirlitið ýmist hvatt tryggingafélögin til að hækka iðgjöld eða gæta þess vel og vandlega að fara ekki í verðsamkeppni. Neytendur eiga ekkert skjól hjá þessari furðulegu eftirlitsstofnun. Kaldhæðnin í eignarhaldi lífeyrissjóðanna Lífeyrissjóðirnir eru aðaleigendur VÍS og Sjóvá og bankanna sem eiga Vörð og Kviku. Lífeyrissjóðirnir ávaxta þannig lífeyri bíleigenda með því að okra á þeim í gegnum tryggingafélögin. Kaldhæðnin lekur af þeirri sviðsmynd. Er einhver von til þess að tryggingafélögin dragi úr okrinu? Ekki munu þau gera það ótilneydd. Þau birta faglega gerðar sjónvarpsauglýsingar um ekki neitt til að sýnast fyrir neytendum. Þau gefa út skýrslur um samfélagslega ábyrgð og kolefnisjöfnun til að sýnast ábyrg. Lítil von er til þess að Fjármálaeftirlit Seðlabankans hvetji tryggingafélögin til að slaka á klónni. Enn minni von er til þess að lífeyrissjóðir almennings beini því til stjórna tryggingafélaganna að draga úr okrinu á almenningi. Eina skyldan sem þetta fjármálafólk telur sig hafa er að stuðla að sem mestum hagnaði, sama þó hann sé til kominn vegna skorts á samkeppni og þeirri óeðlilegu verðlagningu sem því fylgir. Geta bíleigendur gert eitthvað? Það sem bíleigendur geta þó gert, hver og einn, er að óska reglulega eftir tilboðum frá öllum tryggingafélögunum og taka ávallt því lægsta. Árlega eða oftar. Það hefur sýnt sig að tryggingafélögin eiga það til að lækka sig til að fá nýja viðskiptavini. Þeir sem halda tryggð við tryggingafélagið borga hins vegar áfram hæstu iðgjöldin. Tryggð er ekki hátt metin hjá tryggingafélögunum. Öll eru tryggingafélögin með úrvals starfsfólk sem veitir skjóta og góða þjónustu í tjónatilfellum. Þess vegna er engin áhætta tekin með því að skipta sem oftast um tryggingafélag. Það getur hins vegar borgað sig. Höfundur er framkvæmdastjóri FÍB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Bílar Tryggingar Fjármál heimilisins Runólfur Ólafsson Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Tryggingafélögin græða á tá og fingri eins og viðskiptafréttir bera með sér. Kemur auðvitað ekki á óvart, viðskiptamódelið er skothelt: Engin verðsamkeppni, stöðug hækkun iðgjalda, minnkandi kostnaður og velþóknun stjórnvalda. Söfnunarsjóðir tryggingafélaganna belgjast út vegna oftekinna iðgjalda. Um síðustu áramót lágu félögin á 50 milljarða króna bótasjóði sem þau hafa safnað með ofurverðlagningu á iðgjöld ábyrgðartrygginga ökutækja. Þennan sjóð ávaxta þau skattfrjálst. Bílatryggingar hafa hækkað um 44% á örfáum árum Iðgjaldahækkanir á bílatryggingum eru komnar út yfir allt velsæmi. Frá 2015 hefur vísitala bílatrygginga hækkað um 44% meðan vísitala neysluverðs hækkaði um 17%. Á sama tíma hefur umferðarslysum fækkað um 14% og slösuðum fækkað um 23% (tölur Samgöngustofu í árslok 2020). Kostnaður tryggingafélaganna hefur því lækkað til muna eins og gefur að skilja. Samt hækka þau iðgjöldin eins og enginn sé morgundagurinn. Tryggingafélögin hafa mörg undanfarin ár kynnt fádæma góða afkomu. Nýlegt dæmi um þá fjármuni sem streyma til þeirra úr vösum almennings er sameining Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) og Kviku banka. Kvika hefur verið afar vel rekinn banki og rakað inn hagnaði. En fjárhagslegur styrkur TM var svo mikill að tryggingafélagið á mikinn meirihluta í hinu sameinaða fyrirtæki. Arion banki keypti tryggingafélagið Vörð árið 2016. Iðgjöld bílatrygginga eru að jafnaði tvöfalt hærri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Kostnaður snarminnkar meðan iðgjöldin hækka Tryggingafélögin hafa löngum reynt að réttlæta iðgjaldaokrið með tilvísun í að hlutfall tjóna af iðgjöldum sé yfir 100%. En undanfarin misseri hefur þetta hlutfall verið vel undir 100% og allt niður í 80%. Það staðfestir minnkandi tjónakostnað. Samt hefur það engin áhrif á iðgjöldin, heldur þvert á móti - þau hækka jafnt og þétt. Engin samkeppni ríkir milli tryggingafélaganna, enda hefði þá eitthvert þeirra lækkað iðgjöld til að fá aukin viðskipti. Þess í stað hækka þau iðgjöldin í samræmdum takti. Þau skipta markaðnum bróðurlega á milli sín með þegjandi samráði um að rugga ekki bátnum. Enda skilar það mesta hagnaðinum ásamt háum launum og bónusum til stjórnenda. Hlutfallsleg breyting milli ára. Slysatölur samkvæmt slysaskráningu Samgöngustofu til ársloka 2020.FÍB 400 þúsund krónur á ári Fjölskylda með húseign og tvo bíla borgar um eða yfir 400 þúsund krónur á ári í iðgjöld trygginga. Aðeins brot af þessum peningum fer til að kaupa raunverulega tryggingavernd. Restin rennur í ávöxtunarsjóðina og arðgreiðslurnar. Ekkert virðist geta stöðvað þetta ofsafengna okur á almenningi. Þar sem tryggingafélögin teljast fjármálafyrirtæki þá heyra þau undir Fjármálaeftirlit Seðlabankans. Árum saman hefur fjármálaeftirlitið ýmist hvatt tryggingafélögin til að hækka iðgjöld eða gæta þess vel og vandlega að fara ekki í verðsamkeppni. Neytendur eiga ekkert skjól hjá þessari furðulegu eftirlitsstofnun. Kaldhæðnin í eignarhaldi lífeyrissjóðanna Lífeyrissjóðirnir eru aðaleigendur VÍS og Sjóvá og bankanna sem eiga Vörð og Kviku. Lífeyrissjóðirnir ávaxta þannig lífeyri bíleigenda með því að okra á þeim í gegnum tryggingafélögin. Kaldhæðnin lekur af þeirri sviðsmynd. Er einhver von til þess að tryggingafélögin dragi úr okrinu? Ekki munu þau gera það ótilneydd. Þau birta faglega gerðar sjónvarpsauglýsingar um ekki neitt til að sýnast fyrir neytendum. Þau gefa út skýrslur um samfélagslega ábyrgð og kolefnisjöfnun til að sýnast ábyrg. Lítil von er til þess að Fjármálaeftirlit Seðlabankans hvetji tryggingafélögin til að slaka á klónni. Enn minni von er til þess að lífeyrissjóðir almennings beini því til stjórna tryggingafélaganna að draga úr okrinu á almenningi. Eina skyldan sem þetta fjármálafólk telur sig hafa er að stuðla að sem mestum hagnaði, sama þó hann sé til kominn vegna skorts á samkeppni og þeirri óeðlilegu verðlagningu sem því fylgir. Geta bíleigendur gert eitthvað? Það sem bíleigendur geta þó gert, hver og einn, er að óska reglulega eftir tilboðum frá öllum tryggingafélögunum og taka ávallt því lægsta. Árlega eða oftar. Það hefur sýnt sig að tryggingafélögin eiga það til að lækka sig til að fá nýja viðskiptavini. Þeir sem halda tryggð við tryggingafélagið borga hins vegar áfram hæstu iðgjöldin. Tryggð er ekki hátt metin hjá tryggingafélögunum. Öll eru tryggingafélögin með úrvals starfsfólk sem veitir skjóta og góða þjónustu í tjónatilfellum. Þess vegna er engin áhætta tekin með því að skipta sem oftast um tryggingafélag. Það getur hins vegar borgað sig. Höfundur er framkvæmdastjóri FÍB.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar