Óstöðvandi okurfélög Runólfur Ólafsson skrifar 2. september 2021 08:00 Tryggingafélögin græða á tá og fingri eins og viðskiptafréttir bera með sér. Kemur auðvitað ekki á óvart, viðskiptamódelið er skothelt: Engin verðsamkeppni, stöðug hækkun iðgjalda, minnkandi kostnaður og velþóknun stjórnvalda. Söfnunarsjóðir tryggingafélaganna belgjast út vegna oftekinna iðgjalda. Um síðustu áramót lágu félögin á 50 milljarða króna bótasjóði sem þau hafa safnað með ofurverðlagningu á iðgjöld ábyrgðartrygginga ökutækja. Þennan sjóð ávaxta þau skattfrjálst. Bílatryggingar hafa hækkað um 44% á örfáum árum Iðgjaldahækkanir á bílatryggingum eru komnar út yfir allt velsæmi. Frá 2015 hefur vísitala bílatrygginga hækkað um 44% meðan vísitala neysluverðs hækkaði um 17%. Á sama tíma hefur umferðarslysum fækkað um 14% og slösuðum fækkað um 23% (tölur Samgöngustofu í árslok 2020). Kostnaður tryggingafélaganna hefur því lækkað til muna eins og gefur að skilja. Samt hækka þau iðgjöldin eins og enginn sé morgundagurinn. Tryggingafélögin hafa mörg undanfarin ár kynnt fádæma góða afkomu. Nýlegt dæmi um þá fjármuni sem streyma til þeirra úr vösum almennings er sameining Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) og Kviku banka. Kvika hefur verið afar vel rekinn banki og rakað inn hagnaði. En fjárhagslegur styrkur TM var svo mikill að tryggingafélagið á mikinn meirihluta í hinu sameinaða fyrirtæki. Arion banki keypti tryggingafélagið Vörð árið 2016. Iðgjöld bílatrygginga eru að jafnaði tvöfalt hærri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Kostnaður snarminnkar meðan iðgjöldin hækka Tryggingafélögin hafa löngum reynt að réttlæta iðgjaldaokrið með tilvísun í að hlutfall tjóna af iðgjöldum sé yfir 100%. En undanfarin misseri hefur þetta hlutfall verið vel undir 100% og allt niður í 80%. Það staðfestir minnkandi tjónakostnað. Samt hefur það engin áhrif á iðgjöldin, heldur þvert á móti - þau hækka jafnt og þétt. Engin samkeppni ríkir milli tryggingafélaganna, enda hefði þá eitthvert þeirra lækkað iðgjöld til að fá aukin viðskipti. Þess í stað hækka þau iðgjöldin í samræmdum takti. Þau skipta markaðnum bróðurlega á milli sín með þegjandi samráði um að rugga ekki bátnum. Enda skilar það mesta hagnaðinum ásamt háum launum og bónusum til stjórnenda. Hlutfallsleg breyting milli ára. Slysatölur samkvæmt slysaskráningu Samgöngustofu til ársloka 2020.FÍB 400 þúsund krónur á ári Fjölskylda með húseign og tvo bíla borgar um eða yfir 400 þúsund krónur á ári í iðgjöld trygginga. Aðeins brot af þessum peningum fer til að kaupa raunverulega tryggingavernd. Restin rennur í ávöxtunarsjóðina og arðgreiðslurnar. Ekkert virðist geta stöðvað þetta ofsafengna okur á almenningi. Þar sem tryggingafélögin teljast fjármálafyrirtæki þá heyra þau undir Fjármálaeftirlit Seðlabankans. Árum saman hefur fjármálaeftirlitið ýmist hvatt tryggingafélögin til að hækka iðgjöld eða gæta þess vel og vandlega að fara ekki í verðsamkeppni. Neytendur eiga ekkert skjól hjá þessari furðulegu eftirlitsstofnun. Kaldhæðnin í eignarhaldi lífeyrissjóðanna Lífeyrissjóðirnir eru aðaleigendur VÍS og Sjóvá og bankanna sem eiga Vörð og Kviku. Lífeyrissjóðirnir ávaxta þannig lífeyri bíleigenda með því að okra á þeim í gegnum tryggingafélögin. Kaldhæðnin lekur af þeirri sviðsmynd. Er einhver von til þess að tryggingafélögin dragi úr okrinu? Ekki munu þau gera það ótilneydd. Þau birta faglega gerðar sjónvarpsauglýsingar um ekki neitt til að sýnast fyrir neytendum. Þau gefa út skýrslur um samfélagslega ábyrgð og kolefnisjöfnun til að sýnast ábyrg. Lítil von er til þess að Fjármálaeftirlit Seðlabankans hvetji tryggingafélögin til að slaka á klónni. Enn minni von er til þess að lífeyrissjóðir almennings beini því til stjórna tryggingafélaganna að draga úr okrinu á almenningi. Eina skyldan sem þetta fjármálafólk telur sig hafa er að stuðla að sem mestum hagnaði, sama þó hann sé til kominn vegna skorts á samkeppni og þeirri óeðlilegu verðlagningu sem því fylgir. Geta bíleigendur gert eitthvað? Það sem bíleigendur geta þó gert, hver og einn, er að óska reglulega eftir tilboðum frá öllum tryggingafélögunum og taka ávallt því lægsta. Árlega eða oftar. Það hefur sýnt sig að tryggingafélögin eiga það til að lækka sig til að fá nýja viðskiptavini. Þeir sem halda tryggð við tryggingafélagið borga hins vegar áfram hæstu iðgjöldin. Tryggð er ekki hátt metin hjá tryggingafélögunum. Öll eru tryggingafélögin með úrvals starfsfólk sem veitir skjóta og góða þjónustu í tjónatilfellum. Þess vegna er engin áhætta tekin með því að skipta sem oftast um tryggingafélag. Það getur hins vegar borgað sig. Höfundur er framkvæmdastjóri FÍB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Bílar Tryggingar Fjármál heimilisins Runólfur Ólafsson Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Tryggingafélögin græða á tá og fingri eins og viðskiptafréttir bera með sér. Kemur auðvitað ekki á óvart, viðskiptamódelið er skothelt: Engin verðsamkeppni, stöðug hækkun iðgjalda, minnkandi kostnaður og velþóknun stjórnvalda. Söfnunarsjóðir tryggingafélaganna belgjast út vegna oftekinna iðgjalda. Um síðustu áramót lágu félögin á 50 milljarða króna bótasjóði sem þau hafa safnað með ofurverðlagningu á iðgjöld ábyrgðartrygginga ökutækja. Þennan sjóð ávaxta þau skattfrjálst. Bílatryggingar hafa hækkað um 44% á örfáum árum Iðgjaldahækkanir á bílatryggingum eru komnar út yfir allt velsæmi. Frá 2015 hefur vísitala bílatrygginga hækkað um 44% meðan vísitala neysluverðs hækkaði um 17%. Á sama tíma hefur umferðarslysum fækkað um 14% og slösuðum fækkað um 23% (tölur Samgöngustofu í árslok 2020). Kostnaður tryggingafélaganna hefur því lækkað til muna eins og gefur að skilja. Samt hækka þau iðgjöldin eins og enginn sé morgundagurinn. Tryggingafélögin hafa mörg undanfarin ár kynnt fádæma góða afkomu. Nýlegt dæmi um þá fjármuni sem streyma til þeirra úr vösum almennings er sameining Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) og Kviku banka. Kvika hefur verið afar vel rekinn banki og rakað inn hagnaði. En fjárhagslegur styrkur TM var svo mikill að tryggingafélagið á mikinn meirihluta í hinu sameinaða fyrirtæki. Arion banki keypti tryggingafélagið Vörð árið 2016. Iðgjöld bílatrygginga eru að jafnaði tvöfalt hærri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Kostnaður snarminnkar meðan iðgjöldin hækka Tryggingafélögin hafa löngum reynt að réttlæta iðgjaldaokrið með tilvísun í að hlutfall tjóna af iðgjöldum sé yfir 100%. En undanfarin misseri hefur þetta hlutfall verið vel undir 100% og allt niður í 80%. Það staðfestir minnkandi tjónakostnað. Samt hefur það engin áhrif á iðgjöldin, heldur þvert á móti - þau hækka jafnt og þétt. Engin samkeppni ríkir milli tryggingafélaganna, enda hefði þá eitthvert þeirra lækkað iðgjöld til að fá aukin viðskipti. Þess í stað hækka þau iðgjöldin í samræmdum takti. Þau skipta markaðnum bróðurlega á milli sín með þegjandi samráði um að rugga ekki bátnum. Enda skilar það mesta hagnaðinum ásamt háum launum og bónusum til stjórnenda. Hlutfallsleg breyting milli ára. Slysatölur samkvæmt slysaskráningu Samgöngustofu til ársloka 2020.FÍB 400 þúsund krónur á ári Fjölskylda með húseign og tvo bíla borgar um eða yfir 400 þúsund krónur á ári í iðgjöld trygginga. Aðeins brot af þessum peningum fer til að kaupa raunverulega tryggingavernd. Restin rennur í ávöxtunarsjóðina og arðgreiðslurnar. Ekkert virðist geta stöðvað þetta ofsafengna okur á almenningi. Þar sem tryggingafélögin teljast fjármálafyrirtæki þá heyra þau undir Fjármálaeftirlit Seðlabankans. Árum saman hefur fjármálaeftirlitið ýmist hvatt tryggingafélögin til að hækka iðgjöld eða gæta þess vel og vandlega að fara ekki í verðsamkeppni. Neytendur eiga ekkert skjól hjá þessari furðulegu eftirlitsstofnun. Kaldhæðnin í eignarhaldi lífeyrissjóðanna Lífeyrissjóðirnir eru aðaleigendur VÍS og Sjóvá og bankanna sem eiga Vörð og Kviku. Lífeyrissjóðirnir ávaxta þannig lífeyri bíleigenda með því að okra á þeim í gegnum tryggingafélögin. Kaldhæðnin lekur af þeirri sviðsmynd. Er einhver von til þess að tryggingafélögin dragi úr okrinu? Ekki munu þau gera það ótilneydd. Þau birta faglega gerðar sjónvarpsauglýsingar um ekki neitt til að sýnast fyrir neytendum. Þau gefa út skýrslur um samfélagslega ábyrgð og kolefnisjöfnun til að sýnast ábyrg. Lítil von er til þess að Fjármálaeftirlit Seðlabankans hvetji tryggingafélögin til að slaka á klónni. Enn minni von er til þess að lífeyrissjóðir almennings beini því til stjórna tryggingafélaganna að draga úr okrinu á almenningi. Eina skyldan sem þetta fjármálafólk telur sig hafa er að stuðla að sem mestum hagnaði, sama þó hann sé til kominn vegna skorts á samkeppni og þeirri óeðlilegu verðlagningu sem því fylgir. Geta bíleigendur gert eitthvað? Það sem bíleigendur geta þó gert, hver og einn, er að óska reglulega eftir tilboðum frá öllum tryggingafélögunum og taka ávallt því lægsta. Árlega eða oftar. Það hefur sýnt sig að tryggingafélögin eiga það til að lækka sig til að fá nýja viðskiptavini. Þeir sem halda tryggð við tryggingafélagið borga hins vegar áfram hæstu iðgjöldin. Tryggð er ekki hátt metin hjá tryggingafélögunum. Öll eru tryggingafélögin með úrvals starfsfólk sem veitir skjóta og góða þjónustu í tjónatilfellum. Þess vegna er engin áhætta tekin með því að skipta sem oftast um tryggingafélag. Það getur hins vegar borgað sig. Höfundur er framkvæmdastjóri FÍB.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar