Biðlistar eða besta land í heimi – kjósum ADHD! Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 1. september 2021 15:30 Finnst einhverjum ásættanlegt að búa í samfélagi þar sem bið eftir greiningu og meðferð er talin í árum, fremur en vikum eða fáum mánuðum? Fyrir einstakling með ADHD getur greining og meðferð breytt öllu – nám, vinna, félagsleg tengsl, vímuefnanotkun, sambönd, heimilislíf, geðheilsa, almennt heilbrigði … sjálfsögð lífsgæði geta hæglega ráðist af hversu fljótt fólk með ADHD fær greiningu og í framhaldi, viðunandi meðferð. Við fullorðnum einstaklingi með ADHD blasir í dag sú ískalda staðreynd að bíða í u.þ.b. þrjú ár eftir þessari lífsnauðsynlegu þjónustu og börnum í allt að tvö ár. Á meðan er lífið í biðstöðu og flest sígur á ógæfuhliðina. Þessu ástandi verður og má auðveldlega breyta. Þetta er spurning um val. Þetta snýst um stefnu og efndir þeirra sem setja kúrsinn, hvort heldur á Alþingi eða hjá sveitarfélögum. Á síðasta ári samþykkt á Alþingi að fella sálfræðiþjónustu undir almenna kostnaðarþáttöku Sjúkratrygginga. Það var vel. En heldur finnst mér rýrt um efndir. Í miðjum heimsfaraldri tilkynnti ráðherra fjármála að ekki kæmi til greina að heilbrigðiskerfið fengi aukið fjármagn í þennan lið. Korter í kosningar tilkynnir þó heilbrigðisráðherra að einhverjar krónur verði settar í afmarkað tilraunaverkefni. Annað eigi bara að ræða fram undir kjördag. Skyldi einhvern undra að ákall berist nú frá SÍF um aukna sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum, enda er þörfin um bætt aðgengi að greiningu og meðferð hreint ekki bundinn við þann hóp sem ADHD samtökin tala fyrir. Í ofanálag hefur skortur á geðlæknum lengi vofað yfir, fjöldi starfandi geðlækna að komast á aldur og nýliðun of hæg. Enn og aftur ítreka ég að þetta er spurning um val. Ég vil betra samfélag án endalausra biðlista. Samfélag sem styður alla til betra lífs, óháð ADHD eða hverju öðru sem tilheyrir heilbrigðri lífsflóru. Mitt hlutverk sem almenns kjósanda er að velja fulltrúa sem ég trúi og treysti til verksins. Það verður spennandi að heyra af stefnu flokkanna á opnum fundi ADHD samtakanna í Grósku í Vatnsmýri, kl. 15 á laugardaginn. Ég hvet einstaklinga með ADHD og aðstandendur þeirra til að fylgjast með, á staðnum eða í streymi. Sem og alla sem tekið geta undir mín orð á eigin forsendum. Þær tugir þúsunda Íslendinga geta ráðið miklu í komandi kosningum. Hvað: Opinn fundur ADHD samtakanna Hvenær: Laugardagur, 4. september, kl. 15:00 Hvar: Gróska – Bjarnargata 1, 102 ReykjavíkNánari upplýsingar. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Finnst einhverjum ásættanlegt að búa í samfélagi þar sem bið eftir greiningu og meðferð er talin í árum, fremur en vikum eða fáum mánuðum? Fyrir einstakling með ADHD getur greining og meðferð breytt öllu – nám, vinna, félagsleg tengsl, vímuefnanotkun, sambönd, heimilislíf, geðheilsa, almennt heilbrigði … sjálfsögð lífsgæði geta hæglega ráðist af hversu fljótt fólk með ADHD fær greiningu og í framhaldi, viðunandi meðferð. Við fullorðnum einstaklingi með ADHD blasir í dag sú ískalda staðreynd að bíða í u.þ.b. þrjú ár eftir þessari lífsnauðsynlegu þjónustu og börnum í allt að tvö ár. Á meðan er lífið í biðstöðu og flest sígur á ógæfuhliðina. Þessu ástandi verður og má auðveldlega breyta. Þetta er spurning um val. Þetta snýst um stefnu og efndir þeirra sem setja kúrsinn, hvort heldur á Alþingi eða hjá sveitarfélögum. Á síðasta ári samþykkt á Alþingi að fella sálfræðiþjónustu undir almenna kostnaðarþáttöku Sjúkratrygginga. Það var vel. En heldur finnst mér rýrt um efndir. Í miðjum heimsfaraldri tilkynnti ráðherra fjármála að ekki kæmi til greina að heilbrigðiskerfið fengi aukið fjármagn í þennan lið. Korter í kosningar tilkynnir þó heilbrigðisráðherra að einhverjar krónur verði settar í afmarkað tilraunaverkefni. Annað eigi bara að ræða fram undir kjördag. Skyldi einhvern undra að ákall berist nú frá SÍF um aukna sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum, enda er þörfin um bætt aðgengi að greiningu og meðferð hreint ekki bundinn við þann hóp sem ADHD samtökin tala fyrir. Í ofanálag hefur skortur á geðlæknum lengi vofað yfir, fjöldi starfandi geðlækna að komast á aldur og nýliðun of hæg. Enn og aftur ítreka ég að þetta er spurning um val. Ég vil betra samfélag án endalausra biðlista. Samfélag sem styður alla til betra lífs, óháð ADHD eða hverju öðru sem tilheyrir heilbrigðri lífsflóru. Mitt hlutverk sem almenns kjósanda er að velja fulltrúa sem ég trúi og treysti til verksins. Það verður spennandi að heyra af stefnu flokkanna á opnum fundi ADHD samtakanna í Grósku í Vatnsmýri, kl. 15 á laugardaginn. Ég hvet einstaklinga með ADHD og aðstandendur þeirra til að fylgjast með, á staðnum eða í streymi. Sem og alla sem tekið geta undir mín orð á eigin forsendum. Þær tugir þúsunda Íslendinga geta ráðið miklu í komandi kosningum. Hvað: Opinn fundur ADHD samtakanna Hvenær: Laugardagur, 4. september, kl. 15:00 Hvar: Gróska – Bjarnargata 1, 102 ReykjavíkNánari upplýsingar. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun