Afgreiðsla alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu Theódór Skúli Sigurðsson, Steinunn Þórðardóttir og Reynir Arngrímsson skrifa 31. ágúst 2021 08:00 Íslendingar eru eina norræna þjóðin sem ekki hefur enn innleitt löggjöf sem tekur til refsiábyrgðar gagnvart starfsfólki í heilbrigðisþjónustu vegna alvarlegra atvika. Í ljósi þess gríðarlega álags sem hvílir á íslensku heilbrigðisstarfsfólki þurfa stjórnvöld að grípa til tafarlausra aðgerða til þess að koma í veg fyrir að einstakir heilbrigðisstarfsmenn séu lögsóttir og sakfelldir vegna kerfislægra vandamála, m.a. undirmönnunar, sem beinlínis eykur hættu á mistökum. Mikilvægt er að koma á farvegi fyrir tilkynningar og samskipti sem taka tillit til sérstakra rannsóknarhagsmuna innan heilbrigðiskerfisins. Viðurkenna þarf refsiábyrgð vinnuveitanda þar sem hún á greinilega við í stað þess að heilbrigðisstarfsmaður sé persónulega sóttur til saka eftir atvik sem fyrst og fremst á rætur að rekja til starfsumhverfis og of mikils álags. Ábyrgð stjórnenda á kerfislægum mistökum vegna ófullnægjandi starfsaðstæðna, undirmönnunar og óhóflegs álags þarf að vera skýr. Þrátt fyrir skýrslu og tillögur sérstaks starfshóps sem velferðarráðherra skipaði frá 2015 um úrvinnslu alvarlegra atvika innan heilbrigðiskerfisins hafa engar skýrar úrbætur orðið. Réttarstaða heilbrigðisstarfsfólks er því áfram óljós auk þess sem afgreiðsla slíkra mála innan stjórnkerfisins er of tímafrek. Hver er staðan, svör óskast Félag sjúkrahúslækna, Læknaráð Landspítala og Læknfélag Íslands vilja því spyrjast fyrir um núverandi stöðu þess mikilvæga málaflokks innan stjórnkerfisins. Erindinu er beint bæði til þeirra sem bera ábyrgð á stjórnsýslu þessa málaflokk og þeirra stofnanna sem áttu fulltrúa í starfshópnum, þ.e. heilbrigðisráðuneytis, dómsmálaráðuneytis (áður innanríkisráðuneytis), Embættis landslæknis, Ríkissaksóknara og Landspítala. Tillögur starfshópsins voru eftirfarandi og spurningar okkar um eftirfylgni þeirra fylgja. • Velferðarráðuneytið vinni reglugerð um viðbrögð og rannsókn Embættis landlæknis á óvæntum, alvarlegum atvikum og óvæntum dauðsföllum. Hefur þessi reglugerð verið sett eða undirbúningur hafinn að vinnu hennar? • Ríkissaksóknari gefi út fyrirmæli til handa lögreglu um rannsókn óvæntra, alvarlegra atvika og óvæntra dauðsfalla. Hafa þessi fyrirmæli verði gefin út eða undirbúningur hafinn að vinnu þeirra? • Unnar verði verklagsreglur hjá Embætti landlæknis og lögreglu þar sem samstarf þessara stjórnvalda verði nánar útfært varðandi rannsókn óvæntra, alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu og óvæntra dauðsfalla. Hafa þessar verklagsreglur verið settar eða undirbúningur hafinn að vinnu þeirra? • Mælt er með því að Embætti landlæknis og lögregla skipuleggi samstarf um rannsóknaraðgerðir, til dæmis með því að koma á fót vettvangsrannsóknarteymi. Hefur þetta samstarf verið skipulagt og hefur verið komið á fót vettvangsrannsóknarteymi eða skoðað hvort tilefni sé til að koma því á laggirnar? • Skýra þarf nánar í lögum hvaða óvæntu dauðsföll ber að tilkynna til lögreglu. Hefur verið skýrt nánar eða betur í lögum hvaða óvæntu dauðsföll eigi að tilkynna til lögreglu eða undirbúningur hafinn að slíkri vinnu? • Tekið verði upp samræmt skráningakerfi um skráningu, úrvinnslu og eftirfylgd atvika um allt land. Hefur samræmt skráningarkerfi verið innleitt eða undirbúningur hafinn að slíkri vinnu? • Innanríkisráðuneytið taki til skoðunar hvort rétt sé að bæta ákvæði um cumulativa hlutlæga refsiábyrgð í almenn hegningarlög. Hefur ákvæði um ofangreinda hlutlæga refsiábyrgð verið endurskoðað í almennum hegningarlögum eða undirbúningur hafinn að þeirri vinnu? • Embætti landlæknis og lögreglu verði tryggt fjármagn til að ráðast í aðgerðir til að bæta verklag á þessu sviði. Hafa embætti landlæknis og lögregla fengið sérstakt fjármagn til ráðast í ofangreindar úrbætur í þessum málaflokki eða hefur verið gert úttekt á því hvaða fjármuni gæti verið um að ræða? Málþing um þessi mál verður á dagskrá á Læknadögum 2022 að undirlagi Félags sjúkrahúslækna og verður fulltrúa ráðuneyta og embætta boðin þátttaka. Theódór Skúli Sigurðsson, formaður Félags sjúkrahúslækna Steinunn Þórðardóttir, formaður læknaráðs Landspítala Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands Heimildir: Skýrsla starfshóps um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu frá 2015 Áskorun til stjórnvalda: Ábyrgð á valds blaðagrein í Kjarnanum Viðtal við Ólaf Baldursson framkvæmdastjóra lækninga á Landspítalanum í Læknablaðinu Viðtal við Ölmu Möller landlækni í Læknablaðinu um ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Steinunn Þórðardóttir Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru eina norræna þjóðin sem ekki hefur enn innleitt löggjöf sem tekur til refsiábyrgðar gagnvart starfsfólki í heilbrigðisþjónustu vegna alvarlegra atvika. Í ljósi þess gríðarlega álags sem hvílir á íslensku heilbrigðisstarfsfólki þurfa stjórnvöld að grípa til tafarlausra aðgerða til þess að koma í veg fyrir að einstakir heilbrigðisstarfsmenn séu lögsóttir og sakfelldir vegna kerfislægra vandamála, m.a. undirmönnunar, sem beinlínis eykur hættu á mistökum. Mikilvægt er að koma á farvegi fyrir tilkynningar og samskipti sem taka tillit til sérstakra rannsóknarhagsmuna innan heilbrigðiskerfisins. Viðurkenna þarf refsiábyrgð vinnuveitanda þar sem hún á greinilega við í stað þess að heilbrigðisstarfsmaður sé persónulega sóttur til saka eftir atvik sem fyrst og fremst á rætur að rekja til starfsumhverfis og of mikils álags. Ábyrgð stjórnenda á kerfislægum mistökum vegna ófullnægjandi starfsaðstæðna, undirmönnunar og óhóflegs álags þarf að vera skýr. Þrátt fyrir skýrslu og tillögur sérstaks starfshóps sem velferðarráðherra skipaði frá 2015 um úrvinnslu alvarlegra atvika innan heilbrigðiskerfisins hafa engar skýrar úrbætur orðið. Réttarstaða heilbrigðisstarfsfólks er því áfram óljós auk þess sem afgreiðsla slíkra mála innan stjórnkerfisins er of tímafrek. Hver er staðan, svör óskast Félag sjúkrahúslækna, Læknaráð Landspítala og Læknfélag Íslands vilja því spyrjast fyrir um núverandi stöðu þess mikilvæga málaflokks innan stjórnkerfisins. Erindinu er beint bæði til þeirra sem bera ábyrgð á stjórnsýslu þessa málaflokk og þeirra stofnanna sem áttu fulltrúa í starfshópnum, þ.e. heilbrigðisráðuneytis, dómsmálaráðuneytis (áður innanríkisráðuneytis), Embættis landslæknis, Ríkissaksóknara og Landspítala. Tillögur starfshópsins voru eftirfarandi og spurningar okkar um eftirfylgni þeirra fylgja. • Velferðarráðuneytið vinni reglugerð um viðbrögð og rannsókn Embættis landlæknis á óvæntum, alvarlegum atvikum og óvæntum dauðsföllum. Hefur þessi reglugerð verið sett eða undirbúningur hafinn að vinnu hennar? • Ríkissaksóknari gefi út fyrirmæli til handa lögreglu um rannsókn óvæntra, alvarlegra atvika og óvæntra dauðsfalla. Hafa þessi fyrirmæli verði gefin út eða undirbúningur hafinn að vinnu þeirra? • Unnar verði verklagsreglur hjá Embætti landlæknis og lögreglu þar sem samstarf þessara stjórnvalda verði nánar útfært varðandi rannsókn óvæntra, alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu og óvæntra dauðsfalla. Hafa þessar verklagsreglur verið settar eða undirbúningur hafinn að vinnu þeirra? • Mælt er með því að Embætti landlæknis og lögregla skipuleggi samstarf um rannsóknaraðgerðir, til dæmis með því að koma á fót vettvangsrannsóknarteymi. Hefur þetta samstarf verið skipulagt og hefur verið komið á fót vettvangsrannsóknarteymi eða skoðað hvort tilefni sé til að koma því á laggirnar? • Skýra þarf nánar í lögum hvaða óvæntu dauðsföll ber að tilkynna til lögreglu. Hefur verið skýrt nánar eða betur í lögum hvaða óvæntu dauðsföll eigi að tilkynna til lögreglu eða undirbúningur hafinn að slíkri vinnu? • Tekið verði upp samræmt skráningakerfi um skráningu, úrvinnslu og eftirfylgd atvika um allt land. Hefur samræmt skráningarkerfi verið innleitt eða undirbúningur hafinn að slíkri vinnu? • Innanríkisráðuneytið taki til skoðunar hvort rétt sé að bæta ákvæði um cumulativa hlutlæga refsiábyrgð í almenn hegningarlög. Hefur ákvæði um ofangreinda hlutlæga refsiábyrgð verið endurskoðað í almennum hegningarlögum eða undirbúningur hafinn að þeirri vinnu? • Embætti landlæknis og lögreglu verði tryggt fjármagn til að ráðast í aðgerðir til að bæta verklag á þessu sviði. Hafa embætti landlæknis og lögregla fengið sérstakt fjármagn til ráðast í ofangreindar úrbætur í þessum málaflokki eða hefur verið gert úttekt á því hvaða fjármuni gæti verið um að ræða? Málþing um þessi mál verður á dagskrá á Læknadögum 2022 að undirlagi Félags sjúkrahúslækna og verður fulltrúa ráðuneyta og embætta boðin þátttaka. Theódór Skúli Sigurðsson, formaður Félags sjúkrahúslækna Steinunn Þórðardóttir, formaður læknaráðs Landspítala Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands Heimildir: Skýrsla starfshóps um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu frá 2015 Áskorun til stjórnvalda: Ábyrgð á valds blaðagrein í Kjarnanum Viðtal við Ólaf Baldursson framkvæmdastjóra lækninga á Landspítalanum í Læknablaðinu Viðtal við Ölmu Möller landlækni í Læknablaðinu um ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna
Heimildir: Skýrsla starfshóps um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu frá 2015 Áskorun til stjórnvalda: Ábyrgð á valds blaðagrein í Kjarnanum Viðtal við Ólaf Baldursson framkvæmdastjóra lækninga á Landspítalanum í Læknablaðinu Viðtal við Ölmu Möller landlækni í Læknablaðinu um ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun