Gefum kynbundnu ofbeldi rautt spjald Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 30. ágúst 2021 18:30 Nýafstaðnir atburðir innan knattspyrnuhreyfingarinnar hafa varla farið framhjá neinum þar sem frásagnir af kynbundnu ofbeldi knattspyrnumanna í fremstu röð hefur komið upp á yfirborðið. Forysta knattspyrnusambandsins hefur því miður ekki játað opinberlega vitneskju um ofbeldið og hefur mistekist að miðla þeim sjálfsögðu skilaboðum að kynbundið ofbeldi verði aldrei liðið innan knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi. Vinnulag íþróttahreyfingarinnar í heild, sem hefur veigamiklu samfélagshlutverki að gegna og er studd af miklu leyti af opinberum fjármunum, verður líka að vera skýr. Til að breyta viðhorfi og uppræta kynjaða og eitraða menningu innan knattspyrnuhreyfingarinnar, verða að eiga sér stað róttækari breytingar og það verður að umbylta vinnubrögðum með jafnrétti kynjanna að leiðarljósi. Kynjahlutföll í stjórnum og ráðum íþróttahreyfingarinnar verður nú að jafna hratt og fjármunum verður að dreifa jafnt milli kvenna og karla, stráka og stelpna. Ofbeldi má aldrei líðast í einni allra fjölmennustu fjöldahreyfingu á Íslandi sem gegnir svo veigamiklu hlutverki í uppeldi og forvörnum barna og ungmenna. Við erum ennþá í stormi #metoo bylgjunnar sem hófst af fullu undir lok árs 2017. Metoo hefur reynst mörgum afskaplega erfið enda hefur verið varpað ljósi á myrkvaðar hliðar samfélags okkar. Steinum hefur verið velt við, sár hafa verið ýfð upp og við höfum flestöll þurft að horfast í augu við skuggahliðar menningu okkar og samfélags þar sem kynbundið ofbeldi og áreitni, klámvæðing og nauðgunarmenning þrífst. Við höfum krafist þess að meðvirkni og þöggunarmenning í kringum þetta allt hætti og víki fyrir uppbyggilegri og jákvæðri menningu sem byggir á jafnrétti. Við höfum líka þurft að horfast í augu við að hetjurnar okkar og barnanna okkar, hafa ekki staðið undir upphafningunni og aðdáuninni sem þær hafa fengið. En íþróttahreyfingin er ekki eyland þegar kemur að kynbundinni áreitni, kynbundu ofbeldi eða eitraðri karlmennsku. Við höfum séð það um allt samfélagið. Til að breyta því þurfum við öll að leggjast á árarnar. Til að breyta viðhorfum og vinnubrögðum og uppræta eitraða menningu sem eru mannskemmandi. Og það er hægt ef vilji og þor er til staðar. Hvað þarf að gera? Við þurfum að koma kynjafræðslu inn í skólakerfið og láta kynfræðslu snúast um umburðarlyndi og virðingu fyrir sínum eigin mörkum og annarra í nánum samskiptum. Kynjuð fjárlagagerð verður að vera hluti af allri opinberrri fjármálastefnu til að tryggja að opinbert fé okkar allra renni til okkar allra, í þágu allra kynja. Það á líka við um opinberan stuðning sveitarfélaga til íþróttafélaga. Við þurfum líka að meta reynslu kvenna og störf þeirra að verðleikum með því að vinna bug á kynskiptingu vinnumarkaðarins og útrýma launamun kynjanna. Margir hafa fundið til varnarleysis gagnvart svokölluðum dómstól götunnar í kynferðisafbrotamálum. Til þess að sú leið verði ekki ráðandi verðum við að tryggja að réttarvörslukerfið okkar virki sem skyldi. Þolendur sem treysta ekki réttarvörslukerfinu upplifa að það kerfi sé ekki fyrir þau og leita því annarra leiða til að vekja athygli á ofbeldi sem þau hafa verið beitt. Við þurfum að gera miklar umbætur á réttarstöðu þolenda svo að þau geti trúað og treyst kerfinu okkar ef brotið er á þeim. Uppfræða þarf lögreglufólk, verjendur, sækjendur og dómara markvisst og með reglulegum hætti um kynbundna áreitni, kynjakerfið og kynferðislegt ofbeldi og áhrif þess konar ofbeldis á þolendur. Við þurfum líka að stytta málsmeðferðartíma í kynferðisafbrotamálum og tryggja málsaðild þolenda þegar réttað er yfir gerendum í kynferðisafbrota - og heimilisofbeldismálum. Við þurfum að lögbinda rétt til launaðs leyfis í kjölfar kynferðisbrots svo þolendur fái andlegt og tilfinningalegt næði. Það þarf að rýmka gjafsóknarreglur svo fólk geti leitað réttar síns óháð tekjum og stéttarstöðu. Og það þarf líka langtímastuðning og öryggi fyrir þolendur á meðan mál eru til rannsóknar. Höldum okkur á verðlaunapalli En umfram allt verðum við að jafna stöðu kynjanna og ráðast af alefli gegn kerfisbundinni mismunun og fordómum og tryggja jafna meðferð á öllum sviðum samfélagsins óháð kynjum, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Ísland hefur iðulega komið sér á verðlaunapall á Evrópumótinu og Heimsmeistarakeppninni þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Sum okkar hafa bent á að þrátt fyrir þann góða árangur, er hér víða pottur brotin í jafnréttismálum. Til að við höldum okkur í fremstu röð ríkja á alheims-jafnréttisleikunum, þurfum við að gefa kynbundnu ofbeldi rauða spjaldið og vera óhrædd við að dæma úr leik hvers kyns þöggun og meðvirkni með þess konar ofbeldi eða eitraðri menningu. Það er til mjög mikils að vinna. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar og femínisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 MeToo Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Rósa Björk Brynjólfsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Nýafstaðnir atburðir innan knattspyrnuhreyfingarinnar hafa varla farið framhjá neinum þar sem frásagnir af kynbundnu ofbeldi knattspyrnumanna í fremstu röð hefur komið upp á yfirborðið. Forysta knattspyrnusambandsins hefur því miður ekki játað opinberlega vitneskju um ofbeldið og hefur mistekist að miðla þeim sjálfsögðu skilaboðum að kynbundið ofbeldi verði aldrei liðið innan knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi. Vinnulag íþróttahreyfingarinnar í heild, sem hefur veigamiklu samfélagshlutverki að gegna og er studd af miklu leyti af opinberum fjármunum, verður líka að vera skýr. Til að breyta viðhorfi og uppræta kynjaða og eitraða menningu innan knattspyrnuhreyfingarinnar, verða að eiga sér stað róttækari breytingar og það verður að umbylta vinnubrögðum með jafnrétti kynjanna að leiðarljósi. Kynjahlutföll í stjórnum og ráðum íþróttahreyfingarinnar verður nú að jafna hratt og fjármunum verður að dreifa jafnt milli kvenna og karla, stráka og stelpna. Ofbeldi má aldrei líðast í einni allra fjölmennustu fjöldahreyfingu á Íslandi sem gegnir svo veigamiklu hlutverki í uppeldi og forvörnum barna og ungmenna. Við erum ennþá í stormi #metoo bylgjunnar sem hófst af fullu undir lok árs 2017. Metoo hefur reynst mörgum afskaplega erfið enda hefur verið varpað ljósi á myrkvaðar hliðar samfélags okkar. Steinum hefur verið velt við, sár hafa verið ýfð upp og við höfum flestöll þurft að horfast í augu við skuggahliðar menningu okkar og samfélags þar sem kynbundið ofbeldi og áreitni, klámvæðing og nauðgunarmenning þrífst. Við höfum krafist þess að meðvirkni og þöggunarmenning í kringum þetta allt hætti og víki fyrir uppbyggilegri og jákvæðri menningu sem byggir á jafnrétti. Við höfum líka þurft að horfast í augu við að hetjurnar okkar og barnanna okkar, hafa ekki staðið undir upphafningunni og aðdáuninni sem þær hafa fengið. En íþróttahreyfingin er ekki eyland þegar kemur að kynbundinni áreitni, kynbundu ofbeldi eða eitraðri karlmennsku. Við höfum séð það um allt samfélagið. Til að breyta því þurfum við öll að leggjast á árarnar. Til að breyta viðhorfum og vinnubrögðum og uppræta eitraða menningu sem eru mannskemmandi. Og það er hægt ef vilji og þor er til staðar. Hvað þarf að gera? Við þurfum að koma kynjafræðslu inn í skólakerfið og láta kynfræðslu snúast um umburðarlyndi og virðingu fyrir sínum eigin mörkum og annarra í nánum samskiptum. Kynjuð fjárlagagerð verður að vera hluti af allri opinberrri fjármálastefnu til að tryggja að opinbert fé okkar allra renni til okkar allra, í þágu allra kynja. Það á líka við um opinberan stuðning sveitarfélaga til íþróttafélaga. Við þurfum líka að meta reynslu kvenna og störf þeirra að verðleikum með því að vinna bug á kynskiptingu vinnumarkaðarins og útrýma launamun kynjanna. Margir hafa fundið til varnarleysis gagnvart svokölluðum dómstól götunnar í kynferðisafbrotamálum. Til þess að sú leið verði ekki ráðandi verðum við að tryggja að réttarvörslukerfið okkar virki sem skyldi. Þolendur sem treysta ekki réttarvörslukerfinu upplifa að það kerfi sé ekki fyrir þau og leita því annarra leiða til að vekja athygli á ofbeldi sem þau hafa verið beitt. Við þurfum að gera miklar umbætur á réttarstöðu þolenda svo að þau geti trúað og treyst kerfinu okkar ef brotið er á þeim. Uppfræða þarf lögreglufólk, verjendur, sækjendur og dómara markvisst og með reglulegum hætti um kynbundna áreitni, kynjakerfið og kynferðislegt ofbeldi og áhrif þess konar ofbeldis á þolendur. Við þurfum líka að stytta málsmeðferðartíma í kynferðisafbrotamálum og tryggja málsaðild þolenda þegar réttað er yfir gerendum í kynferðisafbrota - og heimilisofbeldismálum. Við þurfum að lögbinda rétt til launaðs leyfis í kjölfar kynferðisbrots svo þolendur fái andlegt og tilfinningalegt næði. Það þarf að rýmka gjafsóknarreglur svo fólk geti leitað réttar síns óháð tekjum og stéttarstöðu. Og það þarf líka langtímastuðning og öryggi fyrir þolendur á meðan mál eru til rannsóknar. Höldum okkur á verðlaunapalli En umfram allt verðum við að jafna stöðu kynjanna og ráðast af alefli gegn kerfisbundinni mismunun og fordómum og tryggja jafna meðferð á öllum sviðum samfélagsins óháð kynjum, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Ísland hefur iðulega komið sér á verðlaunapall á Evrópumótinu og Heimsmeistarakeppninni þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Sum okkar hafa bent á að þrátt fyrir þann góða árangur, er hér víða pottur brotin í jafnréttismálum. Til að við höldum okkur í fremstu röð ríkja á alheims-jafnréttisleikunum, þurfum við að gefa kynbundnu ofbeldi rauða spjaldið og vera óhrædd við að dæma úr leik hvers kyns þöggun og meðvirkni með þess konar ofbeldi eða eitraðri menningu. Það er til mjög mikils að vinna. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar og femínisti.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun