Gefum kynbundnu ofbeldi rautt spjald Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 30. ágúst 2021 18:30 Nýafstaðnir atburðir innan knattspyrnuhreyfingarinnar hafa varla farið framhjá neinum þar sem frásagnir af kynbundnu ofbeldi knattspyrnumanna í fremstu röð hefur komið upp á yfirborðið. Forysta knattspyrnusambandsins hefur því miður ekki játað opinberlega vitneskju um ofbeldið og hefur mistekist að miðla þeim sjálfsögðu skilaboðum að kynbundið ofbeldi verði aldrei liðið innan knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi. Vinnulag íþróttahreyfingarinnar í heild, sem hefur veigamiklu samfélagshlutverki að gegna og er studd af miklu leyti af opinberum fjármunum, verður líka að vera skýr. Til að breyta viðhorfi og uppræta kynjaða og eitraða menningu innan knattspyrnuhreyfingarinnar, verða að eiga sér stað róttækari breytingar og það verður að umbylta vinnubrögðum með jafnrétti kynjanna að leiðarljósi. Kynjahlutföll í stjórnum og ráðum íþróttahreyfingarinnar verður nú að jafna hratt og fjármunum verður að dreifa jafnt milli kvenna og karla, stráka og stelpna. Ofbeldi má aldrei líðast í einni allra fjölmennustu fjöldahreyfingu á Íslandi sem gegnir svo veigamiklu hlutverki í uppeldi og forvörnum barna og ungmenna. Við erum ennþá í stormi #metoo bylgjunnar sem hófst af fullu undir lok árs 2017. Metoo hefur reynst mörgum afskaplega erfið enda hefur verið varpað ljósi á myrkvaðar hliðar samfélags okkar. Steinum hefur verið velt við, sár hafa verið ýfð upp og við höfum flestöll þurft að horfast í augu við skuggahliðar menningu okkar og samfélags þar sem kynbundið ofbeldi og áreitni, klámvæðing og nauðgunarmenning þrífst. Við höfum krafist þess að meðvirkni og þöggunarmenning í kringum þetta allt hætti og víki fyrir uppbyggilegri og jákvæðri menningu sem byggir á jafnrétti. Við höfum líka þurft að horfast í augu við að hetjurnar okkar og barnanna okkar, hafa ekki staðið undir upphafningunni og aðdáuninni sem þær hafa fengið. En íþróttahreyfingin er ekki eyland þegar kemur að kynbundinni áreitni, kynbundu ofbeldi eða eitraðri karlmennsku. Við höfum séð það um allt samfélagið. Til að breyta því þurfum við öll að leggjast á árarnar. Til að breyta viðhorfum og vinnubrögðum og uppræta eitraða menningu sem eru mannskemmandi. Og það er hægt ef vilji og þor er til staðar. Hvað þarf að gera? Við þurfum að koma kynjafræðslu inn í skólakerfið og láta kynfræðslu snúast um umburðarlyndi og virðingu fyrir sínum eigin mörkum og annarra í nánum samskiptum. Kynjuð fjárlagagerð verður að vera hluti af allri opinberrri fjármálastefnu til að tryggja að opinbert fé okkar allra renni til okkar allra, í þágu allra kynja. Það á líka við um opinberan stuðning sveitarfélaga til íþróttafélaga. Við þurfum líka að meta reynslu kvenna og störf þeirra að verðleikum með því að vinna bug á kynskiptingu vinnumarkaðarins og útrýma launamun kynjanna. Margir hafa fundið til varnarleysis gagnvart svokölluðum dómstól götunnar í kynferðisafbrotamálum. Til þess að sú leið verði ekki ráðandi verðum við að tryggja að réttarvörslukerfið okkar virki sem skyldi. Þolendur sem treysta ekki réttarvörslukerfinu upplifa að það kerfi sé ekki fyrir þau og leita því annarra leiða til að vekja athygli á ofbeldi sem þau hafa verið beitt. Við þurfum að gera miklar umbætur á réttarstöðu þolenda svo að þau geti trúað og treyst kerfinu okkar ef brotið er á þeim. Uppfræða þarf lögreglufólk, verjendur, sækjendur og dómara markvisst og með reglulegum hætti um kynbundna áreitni, kynjakerfið og kynferðislegt ofbeldi og áhrif þess konar ofbeldis á þolendur. Við þurfum líka að stytta málsmeðferðartíma í kynferðisafbrotamálum og tryggja málsaðild þolenda þegar réttað er yfir gerendum í kynferðisafbrota - og heimilisofbeldismálum. Við þurfum að lögbinda rétt til launaðs leyfis í kjölfar kynferðisbrots svo þolendur fái andlegt og tilfinningalegt næði. Það þarf að rýmka gjafsóknarreglur svo fólk geti leitað réttar síns óháð tekjum og stéttarstöðu. Og það þarf líka langtímastuðning og öryggi fyrir þolendur á meðan mál eru til rannsóknar. Höldum okkur á verðlaunapalli En umfram allt verðum við að jafna stöðu kynjanna og ráðast af alefli gegn kerfisbundinni mismunun og fordómum og tryggja jafna meðferð á öllum sviðum samfélagsins óháð kynjum, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Ísland hefur iðulega komið sér á verðlaunapall á Evrópumótinu og Heimsmeistarakeppninni þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Sum okkar hafa bent á að þrátt fyrir þann góða árangur, er hér víða pottur brotin í jafnréttismálum. Til að við höldum okkur í fremstu röð ríkja á alheims-jafnréttisleikunum, þurfum við að gefa kynbundnu ofbeldi rauða spjaldið og vera óhrædd við að dæma úr leik hvers kyns þöggun og meðvirkni með þess konar ofbeldi eða eitraðri menningu. Það er til mjög mikils að vinna. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar og femínisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 MeToo Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Rósa Björk Brynjólfsdóttir Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Nýtt upphaf! Guðmundur Árni Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Nýafstaðnir atburðir innan knattspyrnuhreyfingarinnar hafa varla farið framhjá neinum þar sem frásagnir af kynbundnu ofbeldi knattspyrnumanna í fremstu röð hefur komið upp á yfirborðið. Forysta knattspyrnusambandsins hefur því miður ekki játað opinberlega vitneskju um ofbeldið og hefur mistekist að miðla þeim sjálfsögðu skilaboðum að kynbundið ofbeldi verði aldrei liðið innan knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi. Vinnulag íþróttahreyfingarinnar í heild, sem hefur veigamiklu samfélagshlutverki að gegna og er studd af miklu leyti af opinberum fjármunum, verður líka að vera skýr. Til að breyta viðhorfi og uppræta kynjaða og eitraða menningu innan knattspyrnuhreyfingarinnar, verða að eiga sér stað róttækari breytingar og það verður að umbylta vinnubrögðum með jafnrétti kynjanna að leiðarljósi. Kynjahlutföll í stjórnum og ráðum íþróttahreyfingarinnar verður nú að jafna hratt og fjármunum verður að dreifa jafnt milli kvenna og karla, stráka og stelpna. Ofbeldi má aldrei líðast í einni allra fjölmennustu fjöldahreyfingu á Íslandi sem gegnir svo veigamiklu hlutverki í uppeldi og forvörnum barna og ungmenna. Við erum ennþá í stormi #metoo bylgjunnar sem hófst af fullu undir lok árs 2017. Metoo hefur reynst mörgum afskaplega erfið enda hefur verið varpað ljósi á myrkvaðar hliðar samfélags okkar. Steinum hefur verið velt við, sár hafa verið ýfð upp og við höfum flestöll þurft að horfast í augu við skuggahliðar menningu okkar og samfélags þar sem kynbundið ofbeldi og áreitni, klámvæðing og nauðgunarmenning þrífst. Við höfum krafist þess að meðvirkni og þöggunarmenning í kringum þetta allt hætti og víki fyrir uppbyggilegri og jákvæðri menningu sem byggir á jafnrétti. Við höfum líka þurft að horfast í augu við að hetjurnar okkar og barnanna okkar, hafa ekki staðið undir upphafningunni og aðdáuninni sem þær hafa fengið. En íþróttahreyfingin er ekki eyland þegar kemur að kynbundinni áreitni, kynbundu ofbeldi eða eitraðri karlmennsku. Við höfum séð það um allt samfélagið. Til að breyta því þurfum við öll að leggjast á árarnar. Til að breyta viðhorfum og vinnubrögðum og uppræta eitraða menningu sem eru mannskemmandi. Og það er hægt ef vilji og þor er til staðar. Hvað þarf að gera? Við þurfum að koma kynjafræðslu inn í skólakerfið og láta kynfræðslu snúast um umburðarlyndi og virðingu fyrir sínum eigin mörkum og annarra í nánum samskiptum. Kynjuð fjárlagagerð verður að vera hluti af allri opinberrri fjármálastefnu til að tryggja að opinbert fé okkar allra renni til okkar allra, í þágu allra kynja. Það á líka við um opinberan stuðning sveitarfélaga til íþróttafélaga. Við þurfum líka að meta reynslu kvenna og störf þeirra að verðleikum með því að vinna bug á kynskiptingu vinnumarkaðarins og útrýma launamun kynjanna. Margir hafa fundið til varnarleysis gagnvart svokölluðum dómstól götunnar í kynferðisafbrotamálum. Til þess að sú leið verði ekki ráðandi verðum við að tryggja að réttarvörslukerfið okkar virki sem skyldi. Þolendur sem treysta ekki réttarvörslukerfinu upplifa að það kerfi sé ekki fyrir þau og leita því annarra leiða til að vekja athygli á ofbeldi sem þau hafa verið beitt. Við þurfum að gera miklar umbætur á réttarstöðu þolenda svo að þau geti trúað og treyst kerfinu okkar ef brotið er á þeim. Uppfræða þarf lögreglufólk, verjendur, sækjendur og dómara markvisst og með reglulegum hætti um kynbundna áreitni, kynjakerfið og kynferðislegt ofbeldi og áhrif þess konar ofbeldis á þolendur. Við þurfum líka að stytta málsmeðferðartíma í kynferðisafbrotamálum og tryggja málsaðild þolenda þegar réttað er yfir gerendum í kynferðisafbrota - og heimilisofbeldismálum. Við þurfum að lögbinda rétt til launaðs leyfis í kjölfar kynferðisbrots svo þolendur fái andlegt og tilfinningalegt næði. Það þarf að rýmka gjafsóknarreglur svo fólk geti leitað réttar síns óháð tekjum og stéttarstöðu. Og það þarf líka langtímastuðning og öryggi fyrir þolendur á meðan mál eru til rannsóknar. Höldum okkur á verðlaunapalli En umfram allt verðum við að jafna stöðu kynjanna og ráðast af alefli gegn kerfisbundinni mismunun og fordómum og tryggja jafna meðferð á öllum sviðum samfélagsins óháð kynjum, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Ísland hefur iðulega komið sér á verðlaunapall á Evrópumótinu og Heimsmeistarakeppninni þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Sum okkar hafa bent á að þrátt fyrir þann góða árangur, er hér víða pottur brotin í jafnréttismálum. Til að við höldum okkur í fremstu röð ríkja á alheims-jafnréttisleikunum, þurfum við að gefa kynbundnu ofbeldi rauða spjaldið og vera óhrædd við að dæma úr leik hvers kyns þöggun og meðvirkni með þess konar ofbeldi eða eitraðri menningu. Það er til mjög mikils að vinna. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar og femínisti.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun