Fjárhagslegt sjálfstæði eldri borgara Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 30. ágúst 2021 11:00 Lífeyrissjóðirnir eru eitt stærsta samfélagslega framlag þeirrar kynslóðar sem hafa lokið góðri starfsævi. Sjóðirnir tryggja afkomu og lífskjör þeirra sem byggt hafa upp lífeyrissparnaðinn. En fram hjá því verður ekki litið að margir áttu þess ekki kost að ávinna sér viðunandi réttindi í lífeyrissjóði. Í upphafi var hlutfall iðngjalda af launum lágt og ekki greitt af heildarlaunum. Margir eldri borgarar náðu heldur ekki að byggja upp réttindi nema á hluta starfsævinnar. Óðaverðbólga hjó stór skörð í lífeyrisréttindi launafólks. Við okkur blasir því ákveðinn fortíðarvandi sem við verðum að kljást og leiðrétta. Vandann viljum við sjálfstæðismenn leysa með því að breyta fyrirkomulagi ellilífeyris almannatrygginga og taka upp nýtt kerfi þar sem horft er til þess að leiðrétta fortíðarvandann með jöfnun tekna vegna fortíðar og jöfnun tekna vegna samtíma. Jöfnun tekna Með jöfnun tekna vegna fortíðar er ætlun okkar að fjármagna sérstaklega lífeyrisréttindi í lífeyrissjóðum til að jafna stöðu ellilífeyrisþega varðandi áunnin réttindi til ellilífeyris úr sjóðunum. Lífeyrisuppbót hvers og eins er föst greiðsla ákveðin fyrir lífstíð sem tekur sömu breytingum og ellilífeyrir úr lífeyrissjóðum. Jöfnun vegna samtíma yrði framkvæmd með skattfrelsi (neikvæðum tekjuskatti) sem virkar eins og útgreiddur persónuafsláttur. Neikvæður tekjuskattur er mismunandi eftir því hvort einstaklingar eru í sambúð eða einir í heimili. Með neikvæðum tekjuskatti yrðu engar sérstakar skerðingar vegna atvinnutekna aðrar en fram koma í tekjuskattskerfinu og lækkandi neikvæðum tekjuskatti. Þessar breytingar hefðu veruleg áhrif á afkomu og tekjumöguleika ellilífeyrisþega þar sem endurbætur almannatryggingakerfisins munu skapa raunhæfan hvata til atvinnuþátttöku, auka frelsi og veita eldri borgurum aukinn ábata af lífeyrissparnaði. Fjárfestum í fólki Breytingin felur í sér leiðréttingu á kjörum þeirra eldri borgara sem standa verst fjárhagslega. Um leið geta eldri borgarar aukið tekjur sínar og tekið virkari þátt í atvinnulífinu með auknum sveigjanleika. Samfélagið mun njóta þekkingu þeirra, reynslu og starfsorku lengur og því verður samfélagslegur ábati mikill en kostnaðurinn lítill eða engin þar sem breytingin hefði jákvæð áhrif á ríkissjóð. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Lífeyrissjóðir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir eru eitt stærsta samfélagslega framlag þeirrar kynslóðar sem hafa lokið góðri starfsævi. Sjóðirnir tryggja afkomu og lífskjör þeirra sem byggt hafa upp lífeyrissparnaðinn. En fram hjá því verður ekki litið að margir áttu þess ekki kost að ávinna sér viðunandi réttindi í lífeyrissjóði. Í upphafi var hlutfall iðngjalda af launum lágt og ekki greitt af heildarlaunum. Margir eldri borgarar náðu heldur ekki að byggja upp réttindi nema á hluta starfsævinnar. Óðaverðbólga hjó stór skörð í lífeyrisréttindi launafólks. Við okkur blasir því ákveðinn fortíðarvandi sem við verðum að kljást og leiðrétta. Vandann viljum við sjálfstæðismenn leysa með því að breyta fyrirkomulagi ellilífeyris almannatrygginga og taka upp nýtt kerfi þar sem horft er til þess að leiðrétta fortíðarvandann með jöfnun tekna vegna fortíðar og jöfnun tekna vegna samtíma. Jöfnun tekna Með jöfnun tekna vegna fortíðar er ætlun okkar að fjármagna sérstaklega lífeyrisréttindi í lífeyrissjóðum til að jafna stöðu ellilífeyrisþega varðandi áunnin réttindi til ellilífeyris úr sjóðunum. Lífeyrisuppbót hvers og eins er föst greiðsla ákveðin fyrir lífstíð sem tekur sömu breytingum og ellilífeyrir úr lífeyrissjóðum. Jöfnun vegna samtíma yrði framkvæmd með skattfrelsi (neikvæðum tekjuskatti) sem virkar eins og útgreiddur persónuafsláttur. Neikvæður tekjuskattur er mismunandi eftir því hvort einstaklingar eru í sambúð eða einir í heimili. Með neikvæðum tekjuskatti yrðu engar sérstakar skerðingar vegna atvinnutekna aðrar en fram koma í tekjuskattskerfinu og lækkandi neikvæðum tekjuskatti. Þessar breytingar hefðu veruleg áhrif á afkomu og tekjumöguleika ellilífeyrisþega þar sem endurbætur almannatryggingakerfisins munu skapa raunhæfan hvata til atvinnuþátttöku, auka frelsi og veita eldri borgurum aukinn ábata af lífeyrissparnaði. Fjárfestum í fólki Breytingin felur í sér leiðréttingu á kjörum þeirra eldri borgara sem standa verst fjárhagslega. Um leið geta eldri borgarar aukið tekjur sínar og tekið virkari þátt í atvinnulífinu með auknum sveigjanleika. Samfélagið mun njóta þekkingu þeirra, reynslu og starfsorku lengur og því verður samfélagslegur ábati mikill en kostnaðurinn lítill eða engin þar sem breytingin hefði jákvæð áhrif á ríkissjóð. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun