Fólkið fyrst, svo kerfið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 29. ágúst 2021 15:00 Gangi spár eftir verður rúmlega helmingur þeirra barna sem nú fæðast 105 ára. Það er ótrúlegt, sérstaklega þegar haft er í huga að fyrir liðlega hundrað árum var meðalævilengd Íslendinga um 55 ár! Við lifum lengur en fyrri kynslóðir sem er hið besta mál. Fjölgun eldri borgara og lækkandi fæðingartíðni mun hins vegar kalla á nýjar áskoranir. Sífellt færri á vinnumarkaði munu bera uppi velferðarkerfi heilbrigðis, umönnunar og þjónustu við þá sem eldri eru. Eftir því sem hlutfallslega fleiri eldast eykst þörf þeirra fyrir þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Þessa gætir reyndar nú þegar, en nær daglega fáum við fréttir af því að heilbrigðiskerfið ráði varla við verkefnin sem því er falið að sinna. Eðlilegt er þá að spyrja sig hvort að kerfið muni ráða við fleiri og stærri verkefni sem blasa við næstu ár og áratugi? Í mínum huga hefur lengi verið kristaltært að við ráðum ekki við auknar kröfur í heilbrigðiskerfinu, nema með mun meiri samvinnu hins opinbera og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks. Á kjörtímabilinu sem senn er á enda hafa framlög ríkisins til heilbrigðiskerfisins aukist um tugi milljarða króna. Umræðan snýst samt að mestu leyti um að meira þurfi að koma til. Fjárveitingavaldið vill eðlilega staldra við og spyrja hvort ferðin sé án fyrirheits? Má ekki spyrja hvað fæst fyrir alla milljarðana frekar en biðja bara um meira fjármagn? Við skulum horfast í augu við veruleikann, staldra við og ræða stöðuna. Við mér blasir nauðsyn á ferskum hugmyndum og grundvallarbreytingum í heilbrigðiskerfinu í þágu fólksins og sjúklinganna en ekki sjálfs kerfisins sem slíks. Við verðum að hafa þor til að viðurkenna að við getum ekki haldið áfram för án þess að leiðrétta kompásinn. Okkur ber skylda til að setja fólkið í landinu og hina sjúku sérstaklega í fyrsta sæti og tryggja rétt þeirra til þjónustu. Við Sjálfstæðismenn viljum að sjúklingar njóti þjónustutryggingar sem veiti þeim rétt til úrlausnar sinna mála innan ákveðins tímaramma. Það þýðir að standa verður við útgefin viðmið um viðunandi biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu. Ef sjúklingur fær til að mynda ekki aðgerð eða meðferð hjá sérfræðilækni í opinbera kerfinu, á tilteknum tíma frá greiningu, er honum heimilt að leita læknishjálpar utan opinbera kerfisins og féð fylgir viðkomandi. Þannig er réttur sjúklinga tryggður. Fólkið á að eiga raunverulegt val um kosti sem þegar eru fyrir hendi. Það telst ekki raunverulegt val ef kostirnir eru annars vegar þeir að bíða misserum saman eftir liðskiptaaðgerð í opinbera kerfinu en hins vegar að borga aðgerðina úr eigin vasa á einkareknu sjúkrahúsi til að fá bót meina sinna. Við erum sammála um að tryggja öflugt heilbrigðiskerfi sem jafnast á við það besta í heiminum, hvort sem litið er til mannauðs, tækni eða skilvirkni. Við erum sömuleiðis sammála um að vilja að heilbrigðiskerfið okkar sé fyrir alla, óháð stöðu eða efnahag. Núna er það því miður svo að þau sem hafa meira á milli handanna geta keypt sig frá biðlistum með því að sækja sér heilbrigðisþjónustu út fyrir landsteinana á meðan hinir efnaminni sitja eftir í þjáningu og neyðast til að lifa við skert lífsgæði. Það er óboðlegt og óásættanlegt. Búum til fleiri lausnir og nýtum kraftana sem búa í sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki. Aukum valfrelsi og setjum sjúklinginn í forgang frekar en kerfið. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Róttæk hugsun Fastir pennar Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Leikbúningar stjórnmálamanns Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Skoðun Hrakfallasaga Fastir pennar Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Gangi spár eftir verður rúmlega helmingur þeirra barna sem nú fæðast 105 ára. Það er ótrúlegt, sérstaklega þegar haft er í huga að fyrir liðlega hundrað árum var meðalævilengd Íslendinga um 55 ár! Við lifum lengur en fyrri kynslóðir sem er hið besta mál. Fjölgun eldri borgara og lækkandi fæðingartíðni mun hins vegar kalla á nýjar áskoranir. Sífellt færri á vinnumarkaði munu bera uppi velferðarkerfi heilbrigðis, umönnunar og þjónustu við þá sem eldri eru. Eftir því sem hlutfallslega fleiri eldast eykst þörf þeirra fyrir þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Þessa gætir reyndar nú þegar, en nær daglega fáum við fréttir af því að heilbrigðiskerfið ráði varla við verkefnin sem því er falið að sinna. Eðlilegt er þá að spyrja sig hvort að kerfið muni ráða við fleiri og stærri verkefni sem blasa við næstu ár og áratugi? Í mínum huga hefur lengi verið kristaltært að við ráðum ekki við auknar kröfur í heilbrigðiskerfinu, nema með mun meiri samvinnu hins opinbera og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks. Á kjörtímabilinu sem senn er á enda hafa framlög ríkisins til heilbrigðiskerfisins aukist um tugi milljarða króna. Umræðan snýst samt að mestu leyti um að meira þurfi að koma til. Fjárveitingavaldið vill eðlilega staldra við og spyrja hvort ferðin sé án fyrirheits? Má ekki spyrja hvað fæst fyrir alla milljarðana frekar en biðja bara um meira fjármagn? Við skulum horfast í augu við veruleikann, staldra við og ræða stöðuna. Við mér blasir nauðsyn á ferskum hugmyndum og grundvallarbreytingum í heilbrigðiskerfinu í þágu fólksins og sjúklinganna en ekki sjálfs kerfisins sem slíks. Við verðum að hafa þor til að viðurkenna að við getum ekki haldið áfram för án þess að leiðrétta kompásinn. Okkur ber skylda til að setja fólkið í landinu og hina sjúku sérstaklega í fyrsta sæti og tryggja rétt þeirra til þjónustu. Við Sjálfstæðismenn viljum að sjúklingar njóti þjónustutryggingar sem veiti þeim rétt til úrlausnar sinna mála innan ákveðins tímaramma. Það þýðir að standa verður við útgefin viðmið um viðunandi biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu. Ef sjúklingur fær til að mynda ekki aðgerð eða meðferð hjá sérfræðilækni í opinbera kerfinu, á tilteknum tíma frá greiningu, er honum heimilt að leita læknishjálpar utan opinbera kerfisins og féð fylgir viðkomandi. Þannig er réttur sjúklinga tryggður. Fólkið á að eiga raunverulegt val um kosti sem þegar eru fyrir hendi. Það telst ekki raunverulegt val ef kostirnir eru annars vegar þeir að bíða misserum saman eftir liðskiptaaðgerð í opinbera kerfinu en hins vegar að borga aðgerðina úr eigin vasa á einkareknu sjúkrahúsi til að fá bót meina sinna. Við erum sammála um að tryggja öflugt heilbrigðiskerfi sem jafnast á við það besta í heiminum, hvort sem litið er til mannauðs, tækni eða skilvirkni. Við erum sömuleiðis sammála um að vilja að heilbrigðiskerfið okkar sé fyrir alla, óháð stöðu eða efnahag. Núna er það því miður svo að þau sem hafa meira á milli handanna geta keypt sig frá biðlistum með því að sækja sér heilbrigðisþjónustu út fyrir landsteinana á meðan hinir efnaminni sitja eftir í þjáningu og neyðast til að lifa við skert lífsgæði. Það er óboðlegt og óásættanlegt. Búum til fleiri lausnir og nýtum kraftana sem búa í sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki. Aukum valfrelsi og setjum sjúklinginn í forgang frekar en kerfið. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar