Heilbrigðisþjónustu skal byggja á jöfnuði, réttlæti og góðu aðgengi Pétur Heimisson skrifar 27. ágúst 2021 14:31 Því það skiptir máli hver stjórnar! Jöfnuður, réttlæti og gott aðgengi að öruggri gæðaþjónustu er andi laga um heilbrigðisþjónustu og laga um réttindi sjúklinga. Vorið 2019 samþykkti Alþingi Heilbrigðisstefnu til 2030 undir dyggri stjórn Svandísar Svavarsdóttur. Heilbrigðisstefnan undirstrikar framangreint og bætir um betur. Í henni er mikil áhersla á að veita rétta þjónustu á réttum stað, að hafa fólkið í forgrunni og á virka notendur. Stefnan er studd aðgerðaáætlun til fimm ára í senn. Ábyrgð ráðherra á stefnunni er óumdeild þó margir aðrir þurfi að leggja hönd á plóg. Forsenda árangurs er að ráðherran sé stefnunni trúr og það er Svandís Svavarsdóttir. Það skiptir máli hver stjórnar! Skýr stefnumörkun Undirritaður hefur starfað í heilbrigðisþjónustu á Austurlandi síðan 1988. Allan tímann hefur verið kallað eftir skýrari stefnumörkun um hvaða hlutverki ólíkir þættir heilbrigðiskerfisins eigi að sinna; hver á að gera hvað og hvar? Á þessum rúmu þrjátíu árum hefur aldrei náðst svo skýr sýn og stefnumörkun eins og í tíð núverandi ráðherra. Uppskriftin er einföld, samanstendur af fjórum aðalatriðum, nefnilega að; Muna fyrir hvern heilbrigðisþjónustan er Byggja á lögum um þjónustuna Móta þá stefnu sem svo lengi hefur verið kallað eftir Framfylgja stefnunni. Fyrstu þrjú atriðin eru klár og vinna við það fjórða hafin og brýnt að Svandís Svavarsdóttir fái umboð til að verkstýra henni næsta kjörtímabil. Ella munu háværir hagsmunahópar og bakraddir pólitískra íhaldsafla stöðva vegferðina sem hafin er um þann hluta uppskriftarinnar. Þjónusta fyrir fólk Hér verður tæpt á aðalatriðum. Fyrst, að þetta fjallar allt um fólk; þjónustan er til fyrir fólk og veitt af fólki með ólíkan bakgrunn sem saman myndar þjónustukeðjuna, hið þverfaglega teymi. Næst að heilsugæslustöðvar hafa lengi verið burðarás heilbrigðisþjónustu úti á landi og er ætlað það hlutverk áfram. Loks að úr NA-kjördæmi og víðar er langt í hátækniþjónustu Landspítalans. Heilsugæslan; markvisst þarf að stuðla að áhuga heilbrigðisfagfólks á störfum úti á landi. Ástunda samráð við háskóla um „mikilvægi þess að menntun heilbrigðisstétta taki mið af íslenskum aðstæðum“ eins og segir í Heilbrigðisstefnunni. Horfa ber til þess um kjör og aðstæður fagfólks heilsugæslu í dreifbýli að það veitir alla fyrstu þjónustu sem á höfuðborgarsvæðinu dreifist á heilsugæsluna, stofur sérgreinalækna, bráðamóttöku og göngudeildir Landspítala. Skilgreina þarf hvað umfram hefðbundna heilsugæsluþjónustu skal vera nærþjónusta, aðgengileg í heilbrigðisumdæmum. Hér vísa ég til þess að íbúar dreifbýlis nýta þjónustu sérgreinalækna mun minna en íbúar höfuðborgarsvæðis, hvar nær öll þjónustan er. Sjúkrahúsþjónusta NA-kjördæmi; Styrkja Umdæmissjúkrahús Austurlands með áherslu á nærsamfélagslega grundvallar þjónustu s.s. fæðingar, þjónustu við aldraða og endurhæfingu og huga þar m.a. að mögulegri aðkomu Landspítala. Styrkja sjúkrahúsið á Akureyri með þarfir íbúa á Norður og Austurlandi í huga, hlutverks þess í sjúkraflugi og almannavörnum landsins alls og efla það sem kennslustofnun. Bæta almenningssamgöngur milli Norður og Austurlands til að auka aðgengi íbúa Austurlands að þjónustu Sjúkrahússins á Akureyri. Við stækkun björgunarþyrluflota landsins að staðsetja þyrlu á Egilsstöðum eða Akureyri. Efling sjúkraflutninga og nýting fjarþjónustu eru áhersluatriði í heilbrigðisstefnunni sem fylgja þarf eftir. Vegna farsóttar og margs annars þarf forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra sem treysta á vísindamenn og taka mið af samfélagslegum sjónarmiðum, vitandi að góð heilsa er gulli betri. Munum að þetta fjallar allt um fólk og öllu skiptir hverjir stjórna! Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur skýra stefnu og markmið varðandi heilbrigðismál og -þjónustu. Nú á VG tvo þingmenn í NA-kjördæmi og þá stöðu, að lágmarki, er brýnt að tryggja. Oddvitanum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur og Jódísi Skúladóttur í 2. sæti VG-lista í NA, treysti ég til að fylgja þessum áherslum eftir í okkar kjördæmi. Tryggjum þeim þingsæti 25. september nk. Höfundur er heimilislæknir og fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Heilbrigðisstofnun Austurlands Pétur Heimisson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Því það skiptir máli hver stjórnar! Jöfnuður, réttlæti og gott aðgengi að öruggri gæðaþjónustu er andi laga um heilbrigðisþjónustu og laga um réttindi sjúklinga. Vorið 2019 samþykkti Alþingi Heilbrigðisstefnu til 2030 undir dyggri stjórn Svandísar Svavarsdóttur. Heilbrigðisstefnan undirstrikar framangreint og bætir um betur. Í henni er mikil áhersla á að veita rétta þjónustu á réttum stað, að hafa fólkið í forgrunni og á virka notendur. Stefnan er studd aðgerðaáætlun til fimm ára í senn. Ábyrgð ráðherra á stefnunni er óumdeild þó margir aðrir þurfi að leggja hönd á plóg. Forsenda árangurs er að ráðherran sé stefnunni trúr og það er Svandís Svavarsdóttir. Það skiptir máli hver stjórnar! Skýr stefnumörkun Undirritaður hefur starfað í heilbrigðisþjónustu á Austurlandi síðan 1988. Allan tímann hefur verið kallað eftir skýrari stefnumörkun um hvaða hlutverki ólíkir þættir heilbrigðiskerfisins eigi að sinna; hver á að gera hvað og hvar? Á þessum rúmu þrjátíu árum hefur aldrei náðst svo skýr sýn og stefnumörkun eins og í tíð núverandi ráðherra. Uppskriftin er einföld, samanstendur af fjórum aðalatriðum, nefnilega að; Muna fyrir hvern heilbrigðisþjónustan er Byggja á lögum um þjónustuna Móta þá stefnu sem svo lengi hefur verið kallað eftir Framfylgja stefnunni. Fyrstu þrjú atriðin eru klár og vinna við það fjórða hafin og brýnt að Svandís Svavarsdóttir fái umboð til að verkstýra henni næsta kjörtímabil. Ella munu háværir hagsmunahópar og bakraddir pólitískra íhaldsafla stöðva vegferðina sem hafin er um þann hluta uppskriftarinnar. Þjónusta fyrir fólk Hér verður tæpt á aðalatriðum. Fyrst, að þetta fjallar allt um fólk; þjónustan er til fyrir fólk og veitt af fólki með ólíkan bakgrunn sem saman myndar þjónustukeðjuna, hið þverfaglega teymi. Næst að heilsugæslustöðvar hafa lengi verið burðarás heilbrigðisþjónustu úti á landi og er ætlað það hlutverk áfram. Loks að úr NA-kjördæmi og víðar er langt í hátækniþjónustu Landspítalans. Heilsugæslan; markvisst þarf að stuðla að áhuga heilbrigðisfagfólks á störfum úti á landi. Ástunda samráð við háskóla um „mikilvægi þess að menntun heilbrigðisstétta taki mið af íslenskum aðstæðum“ eins og segir í Heilbrigðisstefnunni. Horfa ber til þess um kjör og aðstæður fagfólks heilsugæslu í dreifbýli að það veitir alla fyrstu þjónustu sem á höfuðborgarsvæðinu dreifist á heilsugæsluna, stofur sérgreinalækna, bráðamóttöku og göngudeildir Landspítala. Skilgreina þarf hvað umfram hefðbundna heilsugæsluþjónustu skal vera nærþjónusta, aðgengileg í heilbrigðisumdæmum. Hér vísa ég til þess að íbúar dreifbýlis nýta þjónustu sérgreinalækna mun minna en íbúar höfuðborgarsvæðis, hvar nær öll þjónustan er. Sjúkrahúsþjónusta NA-kjördæmi; Styrkja Umdæmissjúkrahús Austurlands með áherslu á nærsamfélagslega grundvallar þjónustu s.s. fæðingar, þjónustu við aldraða og endurhæfingu og huga þar m.a. að mögulegri aðkomu Landspítala. Styrkja sjúkrahúsið á Akureyri með þarfir íbúa á Norður og Austurlandi í huga, hlutverks þess í sjúkraflugi og almannavörnum landsins alls og efla það sem kennslustofnun. Bæta almenningssamgöngur milli Norður og Austurlands til að auka aðgengi íbúa Austurlands að þjónustu Sjúkrahússins á Akureyri. Við stækkun björgunarþyrluflota landsins að staðsetja þyrlu á Egilsstöðum eða Akureyri. Efling sjúkraflutninga og nýting fjarþjónustu eru áhersluatriði í heilbrigðisstefnunni sem fylgja þarf eftir. Vegna farsóttar og margs annars þarf forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra sem treysta á vísindamenn og taka mið af samfélagslegum sjónarmiðum, vitandi að góð heilsa er gulli betri. Munum að þetta fjallar allt um fólk og öllu skiptir hverjir stjórna! Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur skýra stefnu og markmið varðandi heilbrigðismál og -þjónustu. Nú á VG tvo þingmenn í NA-kjördæmi og þá stöðu, að lágmarki, er brýnt að tryggja. Oddvitanum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur og Jódísi Skúladóttur í 2. sæti VG-lista í NA, treysti ég til að fylgja þessum áherslum eftir í okkar kjördæmi. Tryggjum þeim þingsæti 25. september nk. Höfundur er heimilislæknir og fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun