Hálf flugvél er ekki nóg Benjamín Julian, Elínborg Harpa Önundardóttir, Sema Erla Serdar og Eyrún Ólöf Sigurðardóttir skrifa 27. ágúst 2021 13:31 Á síðustu árum hafa meira en hundrað manns flutt hingað frá Afganistan eða úr flóttamannabyggðum umhverfis landið. Það hefur lengi verið erfitt að búa þar, nú er það orðið stórhættulegt. Það er því eðlilegt að íslenskir Afganar vilji fá fjölskyldur sínar hingað, og að Afganar í hælisferli hér óttist að vera sendir þangað. Vegna þessa er sérstaklega leiðinlegt að sjá þau undanbrögð sem ríkisstjórnin beitir nú, á úrslitastundu. Í tilkynningu sem var sett beint í fyrirsagnir var því lofað að „tekið yrði á móti … allt að 120 manns.“ Þessi staðhæfing hefur harðnað aðeins í sólarljósinu og er nú víða um bæ talað um að 120 manns séu á leiðinni hingað. Það er leiður misskilningur, því margir þröskuldar og hængar voru settir í áætlun stjórnvalda. Í fyrsta lagi munu einungis sumir fá aðstoð til að komast til Íslands, aðrir ekki. Til að mynda hefur nemendum, sem komu til Íslands í jafnréttisskóla og var sagt að fara heim aftur með þekkinguna, verið „boðið“ hingað aftur. Það gæti hinsvegar orðið þrautin þyngri að komast hingað hjálparlaust. Það fólk sem mun fá aðstoð samkvæmt áætluninni, er fólk sem þegar hafði rétt á að koma til Íslands -- fólk sem er með dvalarleyfi, til dæmis, eða á rétt á fjölskyldusameiningu. Loks, ef til vill til að hækka „allt að 120“-töluna, eru líka taldar með þær fjölskyldusameiningar sem þegar eru í bígerð, en sem verður flýtt. Þegar ráðherra kom í sjónvarp að ræða þessa aðgerðaáætlun benti hann á að talan væri ekki endanleg -- það hefðu jú rétt í þessu komið nokkrar fjölskyldur til landsins. Og hverjar voru þær? Samkvæmt Fréttablaðinu var það „fólk sem er ýmist með íslenskan ríkisborgararétt eða dvalarleyfi hér.“ Íslenskir ríkisborgarar! Eru þau talin með í flóttamannahjálpinni, 120-menningunum? Þetta er ekki léttvægt mál. Hér eru meira en hundrað afganskir Íslendingar, með ættir að rekja til Afganistan, með fólk þar sem þeim þykir vænt um, og megnið af þessum ættingjum er útilokað af þröngum reglum um fjölskyldusameiningu. Hversu þröngum? Fullorðin manneskja má sækja eigin maka og börn - ef börnin eru yngri en 18 ára, annars ekki. Ef barnið er 19 ára er það greinilega ekki í jafn mikilli hættu - samkvæmt reglum yfirvalda. Ef foreldrin eru eldri en 67 ára, þá mega þau koma líka, ekki ef þau eru 66 ára, eða yngri. Þá eru þau óheppin. Ekki bræður og systur, ekki afa og ömmu, ekki vini eða frændmenni. Líkt og íslensk kona af afgönskum uppruna orðaði það: „Ímyndaðu þér að þú standir á eyju, umkringd systkinum þínum sem þú elskar. Það eina er að þú ert á eyjunni sálfri, en þau eru öll að drukkna í sjónum í kring. Ímyndaðu þér það.“ Á sama tíma og þessi mál eru rædd er svo eilífðarvélin sjálf, Útlendingastofnun, með mál Afgana til meðferðar hjá sér. Það hljómar fjarstæðukennt, en afganskir hælisleitendur gætu verið sendir í ófremdina í Afganistan á sama tíma og við sendum öðrum boðsmiða þaðan út. Þennan möguleika þarf að taka fyrir strax. Ef íslenskum yfirvöldum er alvara með yfirlýsingum um vilja til að „leggja sitt af mörkum nú þegar“ væri eðlilegt að þær aðgerðir hæfust strax hér á landi og þeim Afgönum sem þegar eru staddir á Íslandi, og bíða úrlausnar sinna mála hjá Útlendingastofnun, væri veitt alþjóðleg vernd án tafar. Samkvæmt tölum Útlendingastofnunar telur þessi hópur tólf manns sem með þessum hætti væri hægt að búa öryggi tafarlaust. Fjölskyldusameining þarf svo að ná til fleiri aðila, til þess að sem flestir landflótta Afganir með fjölskyldutengingu við Ísland geti sameinast fjölskyldumeðlimum sínum hér á landi og lifað í öryggi. Þessi skref eru á meðal þess sem íslensk yfirvöld geta gripið til án frestunar ef ætlunin er að bregðast við af ábyrgð, réttsýni og röggsemi. Við skorum á íslensk stjórnvöld að beita sér tafarlaust og eindregið fyrir flutningi afganskra borgara á flótta undan því hættuástandi sem ríkir í heimalandi þeirra og tryggja á sama tíma öryggi þeirra Afgana sem nú þegar eru á Íslandi og fjölskyldu þeirra. Við hvetjum öll til þess að skrifa undir slíka áskorun til íslenskra stjórnvalda og mæta á alþjóðlegan samstöðufund með afgönsku þjóðinniá Hlemmi á morgun, laugardaginn 28. ágúst 2021, klukkan 14.30. Afganska þjóðin getur ekki beðið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Afganistan Flóttamenn Sema Erla Serdar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hafa meira en hundrað manns flutt hingað frá Afganistan eða úr flóttamannabyggðum umhverfis landið. Það hefur lengi verið erfitt að búa þar, nú er það orðið stórhættulegt. Það er því eðlilegt að íslenskir Afganar vilji fá fjölskyldur sínar hingað, og að Afganar í hælisferli hér óttist að vera sendir þangað. Vegna þessa er sérstaklega leiðinlegt að sjá þau undanbrögð sem ríkisstjórnin beitir nú, á úrslitastundu. Í tilkynningu sem var sett beint í fyrirsagnir var því lofað að „tekið yrði á móti … allt að 120 manns.“ Þessi staðhæfing hefur harðnað aðeins í sólarljósinu og er nú víða um bæ talað um að 120 manns séu á leiðinni hingað. Það er leiður misskilningur, því margir þröskuldar og hængar voru settir í áætlun stjórnvalda. Í fyrsta lagi munu einungis sumir fá aðstoð til að komast til Íslands, aðrir ekki. Til að mynda hefur nemendum, sem komu til Íslands í jafnréttisskóla og var sagt að fara heim aftur með þekkinguna, verið „boðið“ hingað aftur. Það gæti hinsvegar orðið þrautin þyngri að komast hingað hjálparlaust. Það fólk sem mun fá aðstoð samkvæmt áætluninni, er fólk sem þegar hafði rétt á að koma til Íslands -- fólk sem er með dvalarleyfi, til dæmis, eða á rétt á fjölskyldusameiningu. Loks, ef til vill til að hækka „allt að 120“-töluna, eru líka taldar með þær fjölskyldusameiningar sem þegar eru í bígerð, en sem verður flýtt. Þegar ráðherra kom í sjónvarp að ræða þessa aðgerðaáætlun benti hann á að talan væri ekki endanleg -- það hefðu jú rétt í þessu komið nokkrar fjölskyldur til landsins. Og hverjar voru þær? Samkvæmt Fréttablaðinu var það „fólk sem er ýmist með íslenskan ríkisborgararétt eða dvalarleyfi hér.“ Íslenskir ríkisborgarar! Eru þau talin með í flóttamannahjálpinni, 120-menningunum? Þetta er ekki léttvægt mál. Hér eru meira en hundrað afganskir Íslendingar, með ættir að rekja til Afganistan, með fólk þar sem þeim þykir vænt um, og megnið af þessum ættingjum er útilokað af þröngum reglum um fjölskyldusameiningu. Hversu þröngum? Fullorðin manneskja má sækja eigin maka og börn - ef börnin eru yngri en 18 ára, annars ekki. Ef barnið er 19 ára er það greinilega ekki í jafn mikilli hættu - samkvæmt reglum yfirvalda. Ef foreldrin eru eldri en 67 ára, þá mega þau koma líka, ekki ef þau eru 66 ára, eða yngri. Þá eru þau óheppin. Ekki bræður og systur, ekki afa og ömmu, ekki vini eða frændmenni. Líkt og íslensk kona af afgönskum uppruna orðaði það: „Ímyndaðu þér að þú standir á eyju, umkringd systkinum þínum sem þú elskar. Það eina er að þú ert á eyjunni sálfri, en þau eru öll að drukkna í sjónum í kring. Ímyndaðu þér það.“ Á sama tíma og þessi mál eru rædd er svo eilífðarvélin sjálf, Útlendingastofnun, með mál Afgana til meðferðar hjá sér. Það hljómar fjarstæðukennt, en afganskir hælisleitendur gætu verið sendir í ófremdina í Afganistan á sama tíma og við sendum öðrum boðsmiða þaðan út. Þennan möguleika þarf að taka fyrir strax. Ef íslenskum yfirvöldum er alvara með yfirlýsingum um vilja til að „leggja sitt af mörkum nú þegar“ væri eðlilegt að þær aðgerðir hæfust strax hér á landi og þeim Afgönum sem þegar eru staddir á Íslandi, og bíða úrlausnar sinna mála hjá Útlendingastofnun, væri veitt alþjóðleg vernd án tafar. Samkvæmt tölum Útlendingastofnunar telur þessi hópur tólf manns sem með þessum hætti væri hægt að búa öryggi tafarlaust. Fjölskyldusameining þarf svo að ná til fleiri aðila, til þess að sem flestir landflótta Afganir með fjölskyldutengingu við Ísland geti sameinast fjölskyldumeðlimum sínum hér á landi og lifað í öryggi. Þessi skref eru á meðal þess sem íslensk yfirvöld geta gripið til án frestunar ef ætlunin er að bregðast við af ábyrgð, réttsýni og röggsemi. Við skorum á íslensk stjórnvöld að beita sér tafarlaust og eindregið fyrir flutningi afganskra borgara á flótta undan því hættuástandi sem ríkir í heimalandi þeirra og tryggja á sama tíma öryggi þeirra Afgana sem nú þegar eru á Íslandi og fjölskyldu þeirra. Við hvetjum öll til þess að skrifa undir slíka áskorun til íslenskra stjórnvalda og mæta á alþjóðlegan samstöðufund með afgönsku þjóðinniá Hlemmi á morgun, laugardaginn 28. ágúst 2021, klukkan 14.30. Afganska þjóðin getur ekki beðið!
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun