Viðskipti innlent

For­stjóri Kviku meðal þeirra sem seldu bréf fyrir tugi milljóna

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku. Sjö stjórnendur hjá Kviku banka seldu hlutabréf í bankanum fyrir tugi milljónir króna í dag.
Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku. Sjö stjórnendur hjá Kviku banka seldu hlutabréf í bankanum fyrir tugi milljónir króna í dag. Kvika

Nokkrir af æðstu stjórnendum Kviku seldu bréf fyrir tugi milljóna króna í dag. Marínó Örn Tryggvason forstjóri keypti 2,5 milljónir hluta á genginu 7,16 krónur á hlutinn en seldi á sama tíma fjórar milljónir hluta á 23,5 krónur á hlutinn. Hann kom út í 70 milljónum í plús með viðskiptum dagsins.

Bankinn skilaði í morgun, áður en Kauphöllin opnaði, árshlutauppgjöri fyrir fyrri helming ársins en félagið hagnaðist um 6,1 milljarð króna á tímabilinu. Bankinn lækkaði um 2,1 prósent í viðskiptum upp á 1,7 milljarða í dag en meira en helmingur allrar veltu hlutabréfamarkaðarins á landinu í dag var með hlutabréf bankans.

Stjórnendur bankans nýttu sér margir hverjir áskriftarréttindi sín, þar á meðal Marínó Örn, forstjóri bankans. Ármann Þorvaldsson, aðstoðarforstjóri bankans keypti fimm milljón hluti á 7,16 krónur í dag en seldi engan hlutanna sem hann keypti.

Baldur Stefánsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar hjá Kviku keypti 2,5 milljónir hluta á 7,16 krónur hlutinn. Hann seldi síðar í dag fjórar milljónir hluta á 23,5 krónur hlutinn og kom út í 76 milljóna króna plús eftir viðskiptin í dag.

Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku keypti fjórar milljónir hluta á 7,16 krónur hlutinn, en seldi hluti sína ekki fyrir lok dags. Lilja Rut Jenssen, yfirlögfræðingur Kviku keypti 1,3 milljónir hluta á 7,16 krónur hlutinn og seldi tvær milljónir hluta fyrir lok dags. Hún kom út í rúmlega 37 milljóna króna plús.

Ólöf Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar og þróunar, keypti þá 1,25 milljónir hluta en seldi ekkert fyrir lok dagsins. Ragnar Páll Dyer, framkvæmdastjóri fjármálasviðs bankans, keypti 2,5 milljónir hluta í bankanum í dag og seldi 4 milljónir hluta fyrir lok dagsins. Hann græddi rúmar 76 milljónir króna á viðskiptum dagsins.

Óskar B. Hauksson, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs TM trygginga seldi eina milljón hluta í bankanum í dag á 23,5 krónur á hlut. Hann græddi 23,5 milljónir króna fyrir lok dags. Þá seldi Sigurður Viðarsson, forstjóri TM trygginga, þrjár milljónir hluta í bankanum á 23,5 krónur á hlut og græddi rúmar 70 milljónir á viðskiptunum.


Tengdar fréttir

Seldu fyrir­tækið á 458 milljónir sex árum eftir stofnun

Kvika, sam­einað fé­lag Kviku banka, TM og Lykils, hefur gengið frá kaupum á appinu Aur. Aur var stofnað árið 2015 sem ein­föld leið til að milli­færa peninga og hefur verið afar vin­sælt meðal ungs fólks.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
0,68
3
16.500
ICESEA
0,62
2
307
SYN
0,43
5
27.378
KVIKA
0
21
378.941
EIK
0
2
2.230

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-3,1
33
428.469
EIM
-2,55
6
46.592
VIS
-1,9
1
500
SIMINN
-1,63
53
364.018
SJOVA
-1,52
7
33.924
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.