Viðskipti innlent

Kvika kaupir eigin bréf fyrir 238 milljónir

Árni Sæberg skrifar
Höfuðstöðvar Kviku banka.
Höfuðstöðvar Kviku banka.

Kvika banki hf. keypti 10.000 eigin hluti að kaupverði 238.650.000 króna í vikunni sem leið.

Kaupin eru í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 16. júlí síðastliðinn og er gerð í samræmi við heimild hluthafafundar Kviku.

Kvika átti 10.000.000 hluti fyrir viðskiptin og hefur því keypt samtals 20.000.000 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 0,42 prósent af útgefnum hlutum í félaginu. Nemur heildarkaupverð þeirra 477.250.000 kr. 

Endurkaup samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki 117.256.300 hlutum. Þar að auki á TM tryggingar hf., dótturfélag bankans, 6.400.000 hluti sem félagið átti við sameiningu TM hf. og Kviku.

Endurkaupaáætlunin er í gildi frá 19. júlí 2021 til aðalfundar Kviku á árinu 2022, nema hámarks fjölda keyptra hluta verði náð fyrir þann tíma.

VÍS keypti eigin bréf fyrir 81 milljón

Vátryggingafélag Íslands hf. stóð einnig í verðbréfaviðskiptum í vikunni sem leið en félagið keypti 4.500.000 eigin hluti fyrir 81.150.000 króna.

Kaupin eru í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem hrint var í framkvæmd 8. júlí 2021.

VÍS hefur keypt samtals 22.500.000 hluti í félaginu sem samsvarar 64,29 prósent af þeim eigin hlutum sem að hámarki var heimilt að kaupa samkvæmt áætluninni. Kaupverð hinna keyptu hluta nemur samtals kr. 418.775.000. VÍS á nú samtals 81.962.192 hluti eða 4,33 prósent af heildarhlutafé félagsins sem er 1.894.462.192 hlutir.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
1,77
10
179.660
REITIR
0,62
22
282.936
SJOVA
0,51
7
3.720
HAGA
0
7
31.270
FESTI
0
8
204.526

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,67
14
112.620
KVIKA
-1,85
40
293.558
ICESEA
-1,82
8
56.406
ICEAIR
-1,73
84
122.105
EIK
-1,6
7
50.703
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.