Forstjóri Kviku meðal þeirra sem seldu bréf fyrir tugi milljóna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 20:01 Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku. Sjö stjórnendur hjá Kviku banka seldu hlutabréf í bankanum fyrir tugi milljónir króna í dag. Kvika Nokkrir af æðstu stjórnendum Kviku seldu bréf fyrir tugi milljóna króna í dag. Marínó Örn Tryggvason forstjóri keypti 2,5 milljónir hluta á genginu 7,16 krónur á hlutinn en seldi á sama tíma fjórar milljónir hluta á 23,5 krónur á hlutinn. Hann kom út í 70 milljónum í plús með viðskiptum dagsins. Bankinn skilaði í morgun, áður en Kauphöllin opnaði, árshlutauppgjöri fyrir fyrri helming ársins en félagið hagnaðist um 6,1 milljarð króna á tímabilinu. Bankinn lækkaði um 2,1 prósent í viðskiptum upp á 1,7 milljarða í dag en meira en helmingur allrar veltu hlutabréfamarkaðarins á landinu í dag var með hlutabréf bankans. Stjórnendur bankans nýttu sér margir hverjir áskriftarréttindi sín, þar á meðal Marínó Örn, forstjóri bankans. Ármann Þorvaldsson, aðstoðarforstjóri bankans keypti fimm milljón hluti á 7,16 krónur í dag en seldi engan hlutanna sem hann keypti. Baldur Stefánsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar hjá Kviku keypti 2,5 milljónir hluta á 7,16 krónur hlutinn. Hann seldi síðar í dag fjórar milljónir hluta á 23,5 krónur hlutinn og kom út í 76 milljóna króna plús eftir viðskiptin í dag. Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku keypti fjórar milljónir hluta á 7,16 krónur hlutinn, en seldi hluti sína ekki fyrir lok dags. Lilja Rut Jenssen, yfirlögfræðingur Kviku keypti 1,3 milljónir hluta á 7,16 krónur hlutinn og seldi tvær milljónir hluta fyrir lok dags. Hún kom út í rúmlega 37 milljóna króna plús. Ólöf Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar og þróunar, keypti þá 1,25 milljónir hluta en seldi ekkert fyrir lok dagsins. Ragnar Páll Dyer, framkvæmdastjóri fjármálasviðs bankans, keypti 2,5 milljónir hluta í bankanum í dag og seldi 4 milljónir hluta fyrir lok dagsins. Hann græddi rúmar 76 milljónir króna á viðskiptum dagsins. Óskar B. Hauksson, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs TM trygginga seldi eina milljón hluta í bankanum í dag á 23,5 krónur á hlut. Hann græddi 23,5 milljónir króna fyrir lok dags. Þá seldi Sigurður Viðarsson, forstjóri TM trygginga, þrjár milljónir hluta í bankanum á 23,5 krónur á hlut og græddi rúmar 70 milljónir á viðskiptunum. Íslenskir bankar Kauphöllin Tengdar fréttir Kvika kaupir eigin bréf fyrir 238 milljónir Kvika banki hf. keypti 10.000 eigin hluti að kaupverði 238.650.000 króna í vikunni sem leið. 2. ágúst 2021 19:10 Seldu fyrirtækið á 458 milljónir sex árum eftir stofnun Kvika, sameinað félag Kviku banka, TM og Lykils, hefur gengið frá kaupum á appinu Aur. Aur var stofnað árið 2015 sem einföld leið til að millifæra peninga og hefur verið afar vinsælt meðal ungs fólks. 2. júní 2021 10:26 Fjórðungur landsmanna skiptir við Kviku eftir að bankinn keypti Aur Kvika hefur á þessu ári fest kaup á tveimur fjártæknifyrirtækjum, sem eru á meðal stærstu fyrirtækja á sínum markaði á Íslandi í dag. Það eru Aur, sem áður var í meirihlutaeigu Nova, og Netgíró, sem áður var í eigu Alva Capital. 21. apríl 2021 12:14 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Bankinn skilaði í morgun, áður en Kauphöllin opnaði, árshlutauppgjöri fyrir fyrri helming ársins en félagið hagnaðist um 6,1 milljarð króna á tímabilinu. Bankinn lækkaði um 2,1 prósent í viðskiptum upp á 1,7 milljarða í dag en meira en helmingur allrar veltu hlutabréfamarkaðarins á landinu í dag var með hlutabréf bankans. Stjórnendur bankans nýttu sér margir hverjir áskriftarréttindi sín, þar á meðal Marínó Örn, forstjóri bankans. Ármann Þorvaldsson, aðstoðarforstjóri bankans keypti fimm milljón hluti á 7,16 krónur í dag en seldi engan hlutanna sem hann keypti. Baldur Stefánsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar hjá Kviku keypti 2,5 milljónir hluta á 7,16 krónur hlutinn. Hann seldi síðar í dag fjórar milljónir hluta á 23,5 krónur hlutinn og kom út í 76 milljóna króna plús eftir viðskiptin í dag. Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku keypti fjórar milljónir hluta á 7,16 krónur hlutinn, en seldi hluti sína ekki fyrir lok dags. Lilja Rut Jenssen, yfirlögfræðingur Kviku keypti 1,3 milljónir hluta á 7,16 krónur hlutinn og seldi tvær milljónir hluta fyrir lok dags. Hún kom út í rúmlega 37 milljóna króna plús. Ólöf Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar og þróunar, keypti þá 1,25 milljónir hluta en seldi ekkert fyrir lok dagsins. Ragnar Páll Dyer, framkvæmdastjóri fjármálasviðs bankans, keypti 2,5 milljónir hluta í bankanum í dag og seldi 4 milljónir hluta fyrir lok dagsins. Hann græddi rúmar 76 milljónir króna á viðskiptum dagsins. Óskar B. Hauksson, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs TM trygginga seldi eina milljón hluta í bankanum í dag á 23,5 krónur á hlut. Hann græddi 23,5 milljónir króna fyrir lok dags. Þá seldi Sigurður Viðarsson, forstjóri TM trygginga, þrjár milljónir hluta í bankanum á 23,5 krónur á hlut og græddi rúmar 70 milljónir á viðskiptunum.
Íslenskir bankar Kauphöllin Tengdar fréttir Kvika kaupir eigin bréf fyrir 238 milljónir Kvika banki hf. keypti 10.000 eigin hluti að kaupverði 238.650.000 króna í vikunni sem leið. 2. ágúst 2021 19:10 Seldu fyrirtækið á 458 milljónir sex árum eftir stofnun Kvika, sameinað félag Kviku banka, TM og Lykils, hefur gengið frá kaupum á appinu Aur. Aur var stofnað árið 2015 sem einföld leið til að millifæra peninga og hefur verið afar vinsælt meðal ungs fólks. 2. júní 2021 10:26 Fjórðungur landsmanna skiptir við Kviku eftir að bankinn keypti Aur Kvika hefur á þessu ári fest kaup á tveimur fjártæknifyrirtækjum, sem eru á meðal stærstu fyrirtækja á sínum markaði á Íslandi í dag. Það eru Aur, sem áður var í meirihlutaeigu Nova, og Netgíró, sem áður var í eigu Alva Capital. 21. apríl 2021 12:14 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Kvika kaupir eigin bréf fyrir 238 milljónir Kvika banki hf. keypti 10.000 eigin hluti að kaupverði 238.650.000 króna í vikunni sem leið. 2. ágúst 2021 19:10
Seldu fyrirtækið á 458 milljónir sex árum eftir stofnun Kvika, sameinað félag Kviku banka, TM og Lykils, hefur gengið frá kaupum á appinu Aur. Aur var stofnað árið 2015 sem einföld leið til að millifæra peninga og hefur verið afar vinsælt meðal ungs fólks. 2. júní 2021 10:26
Fjórðungur landsmanna skiptir við Kviku eftir að bankinn keypti Aur Kvika hefur á þessu ári fest kaup á tveimur fjártæknifyrirtækjum, sem eru á meðal stærstu fyrirtækja á sínum markaði á Íslandi í dag. Það eru Aur, sem áður var í meirihlutaeigu Nova, og Netgíró, sem áður var í eigu Alva Capital. 21. apríl 2021 12:14