Við kjörnir fulltrúar vitum ekki allt best Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 27. ágúst 2021 08:00 Málefni sveitarstjórna er nærþjónustan. Þetta sem birtist íbúum í sínum hversdegi. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa góða lýðræðislega ferla til að skapa vettvang fyrir hugmyndir íbúa um hvernig hlutirnir eiga að vera. Við kjörnir fulltrúar erum hreinlega háð því að fá réttar upplýsingar frá þeim sem best þekkja til. Við viljum jú tryggja gæði ákvarðana og að þær gagnist sem flestum og þjóni almannahag. Hlusta, rýna, breyta, miðla Drög að fyrstu lýðræðisstefnu Reykjavíkur til næstu tíu ára eru tilbúin ásamt aðgerðaráætlun og mælanlegum markmiðum. Við ætlum að skuldbinda okkur til að styrkja lýðræðið í Reykjavíkurborg með stefnu um að hlusta, rýna, breyta og miðla. Þetta eru meginmarkmið stefnunnar en líka allt hlutar af hinni lýðræðislegu hringrás. Með því að hlusta meinum við að halda úti skilvirkum leiðum fyrir íbúa til að hafa áhrif á ákvarðanatöku, að tryggja aðgengi mismunandi hópa að ákvarðanatöku, að auka vitund íbúa um ólíkar leiðir til að hafa áhrif og upplýsa betur um feril ákvarðanatöku. Rýna snýst um að fjalla um ólík sjónarmið og nýta niðurstöður samráðs inn í ákvarðanatökuferla, leitast við að komast að niðurstöðum sem stuðla að sem mestri sátt, nýta þekkingu fagfólks og meta árangur samráðsferla og draga af þeim lærdóm. Loforðið um að breyta gengur út á að að fylgja eftir málefnalegum ábendingum, auka samstarf um úrbætur í þjónustu við íbúa, efla lýðræðisleg vinnubrögð innan borgarinnar og skapa lýðræðismenningu þvert á starfsemi borgarinnar. Að miðla snýst um að auka gagnsæi og efla aðgengi að upplýsingum, rekja ákvarðanatöku og stöðu mála, svara ábendingum sem berast og viðhafa markvissa upplýsingagjöf og stuðla þannig að almennri sátt um ákvarðanir. Orð eru til alls fyrst en þessum orðum ætlum við líka að fylgja eftir með alvöru og metnaðarfullum aðgerðum og mælanlegum markmiðum sem muna taka reglulega stöðuna á því hvernig gengur að innleiða það sem við ætlum að gera. Opið og aðgengilegt samráðsferli Við höfum í þessari vinnu gert okkar besta til gera þeim sem vilja kleift að áhrif á þessa stefnu, aðgerðaráætlunina og mælanlegu markmiðin. Stefnudrögin voru unnin í opnu og aðgengilegu samráðsferli í nokkrum liðum. Opin hugmyndasöfnun stóð yfir á vefnum Betri Reykjavík frá febrúar 2020 til júní 2021. Þar gátu öll sem vildu sett inn sínar hugmyndir um lýðræði og þátttöku. Rýnihópar voru framkvæmdir þar sem valið var úr hópi íbúa Reykjavíkur af handahófi til þess að ræða lýðræðismál ofan í kjölinn. Vinnustofur voru haldnar í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar auk opins rafræns fundar sem bar nafnið ,,Stefnumót við lýðræðið” um framtíð lýðræðis í Reykjavík. Öll voru velkomin og fundurinn vandlega auglýstur. Allt upplýsingaefni og skráningarform fyrir fundinn var í boði á þremur tungumálum auk þess að bjóða aðlögun vegna tungumálakunnáttu á staðnum. Einnig var hugað vel að aðgengi tengt færni svo sem með því bjóða upp á túlkaþjónustu og rittúlkun. Hafðu áhrif! Nú stendur yfir síðasti liður samráðsferilsins þar sem stefnudrögin eru í opnu umsagnarferli hér. Frestur til að veita umsögn er 1. september, á miðvikudaginn. Og fyrst þú ert þegar komin á lýðræðisbuxurnar og farin að spegúlera í þessu öllu saman vil ég nota tækifærið og nefna að á sama degi rennur út frestur til að veita umsögn um tillögu um framtíðarskipulag íbúaráða í hverfunum sem þú finnur hér. Taktu þátt í að móta lýðræðið í Reykjavík. Við erum samfélag þar sem raddir allra skipta máli. Við erum öll Reykjavík. Höfundur er formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Málefni sveitarstjórna er nærþjónustan. Þetta sem birtist íbúum í sínum hversdegi. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa góða lýðræðislega ferla til að skapa vettvang fyrir hugmyndir íbúa um hvernig hlutirnir eiga að vera. Við kjörnir fulltrúar erum hreinlega háð því að fá réttar upplýsingar frá þeim sem best þekkja til. Við viljum jú tryggja gæði ákvarðana og að þær gagnist sem flestum og þjóni almannahag. Hlusta, rýna, breyta, miðla Drög að fyrstu lýðræðisstefnu Reykjavíkur til næstu tíu ára eru tilbúin ásamt aðgerðaráætlun og mælanlegum markmiðum. Við ætlum að skuldbinda okkur til að styrkja lýðræðið í Reykjavíkurborg með stefnu um að hlusta, rýna, breyta og miðla. Þetta eru meginmarkmið stefnunnar en líka allt hlutar af hinni lýðræðislegu hringrás. Með því að hlusta meinum við að halda úti skilvirkum leiðum fyrir íbúa til að hafa áhrif á ákvarðanatöku, að tryggja aðgengi mismunandi hópa að ákvarðanatöku, að auka vitund íbúa um ólíkar leiðir til að hafa áhrif og upplýsa betur um feril ákvarðanatöku. Rýna snýst um að fjalla um ólík sjónarmið og nýta niðurstöður samráðs inn í ákvarðanatökuferla, leitast við að komast að niðurstöðum sem stuðla að sem mestri sátt, nýta þekkingu fagfólks og meta árangur samráðsferla og draga af þeim lærdóm. Loforðið um að breyta gengur út á að að fylgja eftir málefnalegum ábendingum, auka samstarf um úrbætur í þjónustu við íbúa, efla lýðræðisleg vinnubrögð innan borgarinnar og skapa lýðræðismenningu þvert á starfsemi borgarinnar. Að miðla snýst um að auka gagnsæi og efla aðgengi að upplýsingum, rekja ákvarðanatöku og stöðu mála, svara ábendingum sem berast og viðhafa markvissa upplýsingagjöf og stuðla þannig að almennri sátt um ákvarðanir. Orð eru til alls fyrst en þessum orðum ætlum við líka að fylgja eftir með alvöru og metnaðarfullum aðgerðum og mælanlegum markmiðum sem muna taka reglulega stöðuna á því hvernig gengur að innleiða það sem við ætlum að gera. Opið og aðgengilegt samráðsferli Við höfum í þessari vinnu gert okkar besta til gera þeim sem vilja kleift að áhrif á þessa stefnu, aðgerðaráætlunina og mælanlegu markmiðin. Stefnudrögin voru unnin í opnu og aðgengilegu samráðsferli í nokkrum liðum. Opin hugmyndasöfnun stóð yfir á vefnum Betri Reykjavík frá febrúar 2020 til júní 2021. Þar gátu öll sem vildu sett inn sínar hugmyndir um lýðræði og þátttöku. Rýnihópar voru framkvæmdir þar sem valið var úr hópi íbúa Reykjavíkur af handahófi til þess að ræða lýðræðismál ofan í kjölinn. Vinnustofur voru haldnar í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar auk opins rafræns fundar sem bar nafnið ,,Stefnumót við lýðræðið” um framtíð lýðræðis í Reykjavík. Öll voru velkomin og fundurinn vandlega auglýstur. Allt upplýsingaefni og skráningarform fyrir fundinn var í boði á þremur tungumálum auk þess að bjóða aðlögun vegna tungumálakunnáttu á staðnum. Einnig var hugað vel að aðgengi tengt færni svo sem með því bjóða upp á túlkaþjónustu og rittúlkun. Hafðu áhrif! Nú stendur yfir síðasti liður samráðsferilsins þar sem stefnudrögin eru í opnu umsagnarferli hér. Frestur til að veita umsögn er 1. september, á miðvikudaginn. Og fyrst þú ert þegar komin á lýðræðisbuxurnar og farin að spegúlera í þessu öllu saman vil ég nota tækifærið og nefna að á sama degi rennur út frestur til að veita umsögn um tillögu um framtíðarskipulag íbúaráða í hverfunum sem þú finnur hér. Taktu þátt í að móta lýðræðið í Reykjavík. Við erum samfélag þar sem raddir allra skipta máli. Við erum öll Reykjavík. Höfundur er formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar