Beygja, brekka, blindhæð, brú... Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 25. ágúst 2021 13:00 Á hverju hausti þegar skólarnir hefjast klóra ýmsir sér í kollinum yfir því hvaðan allt þetta fólk komi sem skyndilega virðist fylla götur bæjanna. Umferðin þyngist en innan fárra vikna finnur hún sér farveg og ökumenn breyta ferðaháttum sínum til að reyna að sneiða hjá mestu teppunum. Spá um íbúaþróun á höfuðborgarsvæðinu sýnir að næstu áratugi á fólki eftir að fjölga mjög með tilheyrandi álagi á gatnakerfið. Umferðin tekur þó breytingum ár frá ári. Hjól, jafnt rafknúin sem fótstigin, verða sífellt algengari allan ársins hring og rafmagnshlaupahjól eru nú við hvert fótmál. Þetta eru jákvæðar breytingar á samgöngumenningu okkar, fyrir lýðheilsu, loftslag og umhverfi, auk þess sem þeim fylgir mikill þjóðhagslegur sparnaður. Upp eru að vaxa nýjar kynslóðir sem líta ekki á bifreið sem jafn sjálfsagðan hlut sinnar daglegu tilveru og okkur er tamt sem eldri erum. Íslenska leiðin var sú að taka bílpróf sem allra næst sautján ára afmælisdeginum og þótti hálfskringilegt ef fullorðið fólk sinnti ekki um að næla sér í ökuréttindi. Þeir tímar eru óðum að breytast. Borgarlína, sem Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur lengi lagt áherslu á, jafnt í landsmálum sem á sveitarstjórnarstigi, mun með þéttu og öflugu leiðakerfi á höfuðborgarsvæðinu ýta enn frekar undir og styðja við breytta umferðarmenningu. Þessi ánægjulega þróun felur þó í sér nýjar og mögulega óvæntar áskoranir. Umferðarmenningin er orðin flóknari en svo að nauðsynleg kunnátta snúist um að kunna að fara um gangandi eða keyrandi. Öllum sem ferðast um í samfélaginu er mikilvægt að kunna góð skil á umferðarreglum og lögum. Samfélagið hefur til þessa treyst því að flest ungmenni læri í gegnum ökunám sitt að fara um á farartæki. Breytt samgöngumenning og nýtt gildismat unga fólksins kallar líklega á að við hugsum það upp á nýtt. Ein leið væri að færa hluta umferðarkennslunnar inn í skólakerfið í enn meiri mæli en nú þegar er gert. Slík fræðsla yrði jafnframt að vera á forsendum fleiri samgöngutækja en einkabílsins til að laga okkur að breyttum veruleika. Tökum fjölbreyttum ferðamátum fagnandi en styðjum um leið við fræðslu og þekkingu fólks til að ferðast öruggt. Höfundur er þingmaður og skipar annað sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Umferðaröryggi Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Á hverju hausti þegar skólarnir hefjast klóra ýmsir sér í kollinum yfir því hvaðan allt þetta fólk komi sem skyndilega virðist fylla götur bæjanna. Umferðin þyngist en innan fárra vikna finnur hún sér farveg og ökumenn breyta ferðaháttum sínum til að reyna að sneiða hjá mestu teppunum. Spá um íbúaþróun á höfuðborgarsvæðinu sýnir að næstu áratugi á fólki eftir að fjölga mjög með tilheyrandi álagi á gatnakerfið. Umferðin tekur þó breytingum ár frá ári. Hjól, jafnt rafknúin sem fótstigin, verða sífellt algengari allan ársins hring og rafmagnshlaupahjól eru nú við hvert fótmál. Þetta eru jákvæðar breytingar á samgöngumenningu okkar, fyrir lýðheilsu, loftslag og umhverfi, auk þess sem þeim fylgir mikill þjóðhagslegur sparnaður. Upp eru að vaxa nýjar kynslóðir sem líta ekki á bifreið sem jafn sjálfsagðan hlut sinnar daglegu tilveru og okkur er tamt sem eldri erum. Íslenska leiðin var sú að taka bílpróf sem allra næst sautján ára afmælisdeginum og þótti hálfskringilegt ef fullorðið fólk sinnti ekki um að næla sér í ökuréttindi. Þeir tímar eru óðum að breytast. Borgarlína, sem Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur lengi lagt áherslu á, jafnt í landsmálum sem á sveitarstjórnarstigi, mun með þéttu og öflugu leiðakerfi á höfuðborgarsvæðinu ýta enn frekar undir og styðja við breytta umferðarmenningu. Þessi ánægjulega þróun felur þó í sér nýjar og mögulega óvæntar áskoranir. Umferðarmenningin er orðin flóknari en svo að nauðsynleg kunnátta snúist um að kunna að fara um gangandi eða keyrandi. Öllum sem ferðast um í samfélaginu er mikilvægt að kunna góð skil á umferðarreglum og lögum. Samfélagið hefur til þessa treyst því að flest ungmenni læri í gegnum ökunám sitt að fara um á farartæki. Breytt samgöngumenning og nýtt gildismat unga fólksins kallar líklega á að við hugsum það upp á nýtt. Ein leið væri að færa hluta umferðarkennslunnar inn í skólakerfið í enn meiri mæli en nú þegar er gert. Slík fræðsla yrði jafnframt að vera á forsendum fleiri samgöngutækja en einkabílsins til að laga okkur að breyttum veruleika. Tökum fjölbreyttum ferðamátum fagnandi en styðjum um leið við fræðslu og þekkingu fólks til að ferðast öruggt. Höfundur er þingmaður og skipar annað sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun