Veldu þína rödd! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 25. ágúst 2021 10:31 Þátttaka okkar allra í kosningunum til Alþingis sem fram fara þann 25. september er mjög mikilvæg. Fyrir fatlað fólk skiptir máli að eiga sterka rödd á Alþingi. Rödd sem talar og beitir sér fyrir sjálfsögðum mannréttindum fatlaðs fólks. Því skiptir máli að fatlað fólk nýti kosningarétt sinn, mæti á kjörstað og veiti þeim sem röddina hafa umboð sitt til bættra lífsgæða. Það er sannarlega margt sem þarf að laga! Menntakerfið okkar takmarkar ennþá aðgengi fatlaðra ungmenna að menntun eftir framhaldsskólann. Það er lítill hópur kemst að, og námsvalið er ekki nógu fjölbreytt. Við tökum þann sjálfsagða rétt af ungu fötluðu fólki að flytja að heiman og stofna sitt eigið heimili og framboð á húsnæði við hæfi er mjög takmarkað. Við horfum upp á ungmenni sem fá engin tækifæri á vinnumarkaði vegna þess að þau fá ekki þann stuðning og þá viðeigandi aðlögun á vinnustað, sem er þó bundið í lög. Ungt fatlað fólk þarf á rödd tækifæranna að halda. Rödd sem leggur áherslu á jöfn tækifæri til frekari menntunar og frekari þátttöku í samfélaginu, til dæmis með þátttöku til atvinnu. Rödd sem leggur áherslu á sjálfsögð mannréttindi, eins og til dæmis sjálfstæða búsetu fatlaðs fólks. Rödd sem treystandi er á. Rödd sem talar fyrir lífsgæðum allra, líka fatlaðs fólks. Fatlað fólk er fjölbreyttur hópur. Það tilheyrir öllum aldurshópum og öllum samfélagshópum. Það hefur líka ólíkar þarfir og getu til þátttöku í samfélaginu. Fatlað fólk er hópur sem skiptir máli fyrir samfélagið. Því við skiptum öll máli og höfum öll eitthvað fram að færa til samfélagsins. Saman erum við fjölbreytileikinn. Framfarir verða ekki af sjálfu sér. Þær verða þegar raddir þeirra, sem vilja sjá breytingarnar eiga sér stað, skera sig úr og knýja fram þær breytingar sem við viljum sjá. Því skiptir máli að fatlað fólk nýti kosningarétt sinn. Ekki láta þitt atkvæði eftir liggja. Taktu þátt og leggðu þannig þitt á vogarskálarnar til þess að þín rödd heyrist á Alþingi. Landssamtökin Þroskahjálp vilja vekja athygli á kosningarétti fatlaðs fólks og þeim hindrunum sem það mætir. Farðu á kjosa.throskahjalp.is til að hjálpa okkur að vekja athygli á og greiða úr þessum hindrunum. Höfundur er verkefnastjóri Þroskahjálpar, samhæfingar námsframboðs og atvinnutækifæra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Alþingiskosningar 2021 Félagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Þátttaka okkar allra í kosningunum til Alþingis sem fram fara þann 25. september er mjög mikilvæg. Fyrir fatlað fólk skiptir máli að eiga sterka rödd á Alþingi. Rödd sem talar og beitir sér fyrir sjálfsögðum mannréttindum fatlaðs fólks. Því skiptir máli að fatlað fólk nýti kosningarétt sinn, mæti á kjörstað og veiti þeim sem röddina hafa umboð sitt til bættra lífsgæða. Það er sannarlega margt sem þarf að laga! Menntakerfið okkar takmarkar ennþá aðgengi fatlaðra ungmenna að menntun eftir framhaldsskólann. Það er lítill hópur kemst að, og námsvalið er ekki nógu fjölbreytt. Við tökum þann sjálfsagða rétt af ungu fötluðu fólki að flytja að heiman og stofna sitt eigið heimili og framboð á húsnæði við hæfi er mjög takmarkað. Við horfum upp á ungmenni sem fá engin tækifæri á vinnumarkaði vegna þess að þau fá ekki þann stuðning og þá viðeigandi aðlögun á vinnustað, sem er þó bundið í lög. Ungt fatlað fólk þarf á rödd tækifæranna að halda. Rödd sem leggur áherslu á jöfn tækifæri til frekari menntunar og frekari þátttöku í samfélaginu, til dæmis með þátttöku til atvinnu. Rödd sem leggur áherslu á sjálfsögð mannréttindi, eins og til dæmis sjálfstæða búsetu fatlaðs fólks. Rödd sem treystandi er á. Rödd sem talar fyrir lífsgæðum allra, líka fatlaðs fólks. Fatlað fólk er fjölbreyttur hópur. Það tilheyrir öllum aldurshópum og öllum samfélagshópum. Það hefur líka ólíkar þarfir og getu til þátttöku í samfélaginu. Fatlað fólk er hópur sem skiptir máli fyrir samfélagið. Því við skiptum öll máli og höfum öll eitthvað fram að færa til samfélagsins. Saman erum við fjölbreytileikinn. Framfarir verða ekki af sjálfu sér. Þær verða þegar raddir þeirra, sem vilja sjá breytingarnar eiga sér stað, skera sig úr og knýja fram þær breytingar sem við viljum sjá. Því skiptir máli að fatlað fólk nýti kosningarétt sinn. Ekki láta þitt atkvæði eftir liggja. Taktu þátt og leggðu þannig þitt á vogarskálarnar til þess að þín rödd heyrist á Alþingi. Landssamtökin Þroskahjálp vilja vekja athygli á kosningarétti fatlaðs fólks og þeim hindrunum sem það mætir. Farðu á kjosa.throskahjalp.is til að hjálpa okkur að vekja athygli á og greiða úr þessum hindrunum. Höfundur er verkefnastjóri Þroskahjálpar, samhæfingar námsframboðs og atvinnutækifæra.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun