Veldu þína rödd! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 25. ágúst 2021 10:31 Þátttaka okkar allra í kosningunum til Alþingis sem fram fara þann 25. september er mjög mikilvæg. Fyrir fatlað fólk skiptir máli að eiga sterka rödd á Alþingi. Rödd sem talar og beitir sér fyrir sjálfsögðum mannréttindum fatlaðs fólks. Því skiptir máli að fatlað fólk nýti kosningarétt sinn, mæti á kjörstað og veiti þeim sem röddina hafa umboð sitt til bættra lífsgæða. Það er sannarlega margt sem þarf að laga! Menntakerfið okkar takmarkar ennþá aðgengi fatlaðra ungmenna að menntun eftir framhaldsskólann. Það er lítill hópur kemst að, og námsvalið er ekki nógu fjölbreytt. Við tökum þann sjálfsagða rétt af ungu fötluðu fólki að flytja að heiman og stofna sitt eigið heimili og framboð á húsnæði við hæfi er mjög takmarkað. Við horfum upp á ungmenni sem fá engin tækifæri á vinnumarkaði vegna þess að þau fá ekki þann stuðning og þá viðeigandi aðlögun á vinnustað, sem er þó bundið í lög. Ungt fatlað fólk þarf á rödd tækifæranna að halda. Rödd sem leggur áherslu á jöfn tækifæri til frekari menntunar og frekari þátttöku í samfélaginu, til dæmis með þátttöku til atvinnu. Rödd sem leggur áherslu á sjálfsögð mannréttindi, eins og til dæmis sjálfstæða búsetu fatlaðs fólks. Rödd sem treystandi er á. Rödd sem talar fyrir lífsgæðum allra, líka fatlaðs fólks. Fatlað fólk er fjölbreyttur hópur. Það tilheyrir öllum aldurshópum og öllum samfélagshópum. Það hefur líka ólíkar þarfir og getu til þátttöku í samfélaginu. Fatlað fólk er hópur sem skiptir máli fyrir samfélagið. Því við skiptum öll máli og höfum öll eitthvað fram að færa til samfélagsins. Saman erum við fjölbreytileikinn. Framfarir verða ekki af sjálfu sér. Þær verða þegar raddir þeirra, sem vilja sjá breytingarnar eiga sér stað, skera sig úr og knýja fram þær breytingar sem við viljum sjá. Því skiptir máli að fatlað fólk nýti kosningarétt sinn. Ekki láta þitt atkvæði eftir liggja. Taktu þátt og leggðu þannig þitt á vogarskálarnar til þess að þín rödd heyrist á Alþingi. Landssamtökin Þroskahjálp vilja vekja athygli á kosningarétti fatlaðs fólks og þeim hindrunum sem það mætir. Farðu á kjosa.throskahjalp.is til að hjálpa okkur að vekja athygli á og greiða úr þessum hindrunum. Höfundur er verkefnastjóri Þroskahjálpar, samhæfingar námsframboðs og atvinnutækifæra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Alþingiskosningar 2021 Félagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Þátttaka okkar allra í kosningunum til Alþingis sem fram fara þann 25. september er mjög mikilvæg. Fyrir fatlað fólk skiptir máli að eiga sterka rödd á Alþingi. Rödd sem talar og beitir sér fyrir sjálfsögðum mannréttindum fatlaðs fólks. Því skiptir máli að fatlað fólk nýti kosningarétt sinn, mæti á kjörstað og veiti þeim sem röddina hafa umboð sitt til bættra lífsgæða. Það er sannarlega margt sem þarf að laga! Menntakerfið okkar takmarkar ennþá aðgengi fatlaðra ungmenna að menntun eftir framhaldsskólann. Það er lítill hópur kemst að, og námsvalið er ekki nógu fjölbreytt. Við tökum þann sjálfsagða rétt af ungu fötluðu fólki að flytja að heiman og stofna sitt eigið heimili og framboð á húsnæði við hæfi er mjög takmarkað. Við horfum upp á ungmenni sem fá engin tækifæri á vinnumarkaði vegna þess að þau fá ekki þann stuðning og þá viðeigandi aðlögun á vinnustað, sem er þó bundið í lög. Ungt fatlað fólk þarf á rödd tækifæranna að halda. Rödd sem leggur áherslu á jöfn tækifæri til frekari menntunar og frekari þátttöku í samfélaginu, til dæmis með þátttöku til atvinnu. Rödd sem leggur áherslu á sjálfsögð mannréttindi, eins og til dæmis sjálfstæða búsetu fatlaðs fólks. Rödd sem treystandi er á. Rödd sem talar fyrir lífsgæðum allra, líka fatlaðs fólks. Fatlað fólk er fjölbreyttur hópur. Það tilheyrir öllum aldurshópum og öllum samfélagshópum. Það hefur líka ólíkar þarfir og getu til þátttöku í samfélaginu. Fatlað fólk er hópur sem skiptir máli fyrir samfélagið. Því við skiptum öll máli og höfum öll eitthvað fram að færa til samfélagsins. Saman erum við fjölbreytileikinn. Framfarir verða ekki af sjálfu sér. Þær verða þegar raddir þeirra, sem vilja sjá breytingarnar eiga sér stað, skera sig úr og knýja fram þær breytingar sem við viljum sjá. Því skiptir máli að fatlað fólk nýti kosningarétt sinn. Ekki láta þitt atkvæði eftir liggja. Taktu þátt og leggðu þannig þitt á vogarskálarnar til þess að þín rödd heyrist á Alþingi. Landssamtökin Þroskahjálp vilja vekja athygli á kosningarétti fatlaðs fólks og þeim hindrunum sem það mætir. Farðu á kjosa.throskahjalp.is til að hjálpa okkur að vekja athygli á og greiða úr þessum hindrunum. Höfundur er verkefnastjóri Þroskahjálpar, samhæfingar námsframboðs og atvinnutækifæra.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar