Viðskipti innlent

Hand­bolta­kempa ráðin for­stöðu­maður heil­brigðis­lausna

Atli Ísleifsson skrifar
Hrafn Ingvarsson.
Hrafn Ingvarsson. Origo

Hrafn Ingvarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður heilbrigðislausna hjá Origo.

Í tilkynningu segir að Hrafn muni í starfi sínu leiða áframhaldandi uppbyggingu og stafrænna heilbrigðislausna hjá félaginu.

„Hrafn var áður framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Sendiráðsins, en hefur einnig starfað sem stjórnandi hjá Novomatic Lottery Solutions og í hugbúnaðarþróun hjá Betware. Hann er með BS í tölvunarfræði og MBA frá Háskólanum í Reykjavík.

Hrafn, sem er gömul handboltakempa með Aftureldingu úr Mosfellsbæ, sinnir golfi, hjólreiðum og fjallgöngu af kappi þegar tækifæri gefst,“ segir í tilkynningunni.

Hátt í sextíu sérfræðingar vinna í þróun lausna fyrir heilbrigðisþjónustu hjá Origo.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×