Sumir og aðrir - um tekjur og heilbrigði Drífa Snædal skrifar 20. ágúst 2021 13:01 Upplýsingar um ofurtekjur karla (og nokkurra kvenna) liggja nú fyrir í álagningarskrám skattayfirvalda. Það er sjálfsagt og eðlilegt að við fáum upplýsingar um tekjur fólks og ekki síst framlag til samfélagsins og þeirra kerfa sem við treystum öll á og gætum ekki lifað án. Það sem vekur athygli að þessu sinni umfram annað eru laun forstjóra og yfirmanna hjá þeim fyrirtækjum sem hafa fengið hvað hæstu ríkisstyrkina til að viðhalda ráðningasamböndum, fengið tekjufallsstyrki, uppsagnarstyrki og niðurgreidd laun til að ráða fólk aftur til starfa. Þegar fólk, sem hefur verið svipt atvinnuöryggi sínu til lengri tíma og tekið skellinn á þeim forsendum að „við séum öll á sama báti“, les tekjublaðið situr eftir sú eðlilega tilfinning að sumt fólk tók skellinn á meðan aðrir mökuðu krókinn. Öll viðbrögð við umræðum um að nú þurfum við öll að leggjast á árarnar í atvinnulífinu litast af þeirri staðreynd að við erum einmitt ekki öll á sama báti. Sett er krafa á láglaunafólk um að sýna atvinnurekendum tryggð með því mæta aftur til erfiðra starfa um leið og kallið kemur og sama hvaðan sem það kemur. Viðbrögðin hljóta þó að litast af tryggð þess sama atvinnulífs eða vinnustaðar við starfsfólk á erfiðum tímum. Í dag fer fram heilbrigðisþing en það er alveg ljóst að heilbrigðismálin eru eitt af stóru málunum þessa dagana. Ekki einungis út af faraldrinum heldur vaxandi vitund um vanda kerfisins til að mæta auknu álagi hvort sem er vegna faraldurs, fjölgunar ferðamanna eða öldrunar þjóðarinnar. Hvergi er gjáin milli stjórnmálanna og vilja þjóðarinnar jafn breið. Allar kannanir sem gerðar eru sýna ríkan vilja fólks til að hafa öfluga opinbera heilbrigðisþjónustu án þess að markaðsöflin ráði þar för. Meirihluti stjórnmálanna vill hins vegar halda áfram að svelta hið opinbera kerfi þar til markaðsöflin mæta eins og frelsandi englar til bjargar þegar allt er komið í óefni. Til lengri tíma er þetta óheillaskref og við þekkjum sporin til að hræðast. Hið arðvædda kerfi mismunar, er dýrara og kjör almenns starfsfólks verri þótt einstaka sérfræðingar hagnist á því. Sterkt opinbert kerfi er lýðheilsumál, jafnréttismál og einn af hornsteinum jöfnuðar þar sem ekki er mismunað eftir tekjum, búsetu eða félagslegri stöðu. Þessi mantra verður ekki of oft endurtekin. Um þetta verður kosið í september. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Upplýsingar um ofurtekjur karla (og nokkurra kvenna) liggja nú fyrir í álagningarskrám skattayfirvalda. Það er sjálfsagt og eðlilegt að við fáum upplýsingar um tekjur fólks og ekki síst framlag til samfélagsins og þeirra kerfa sem við treystum öll á og gætum ekki lifað án. Það sem vekur athygli að þessu sinni umfram annað eru laun forstjóra og yfirmanna hjá þeim fyrirtækjum sem hafa fengið hvað hæstu ríkisstyrkina til að viðhalda ráðningasamböndum, fengið tekjufallsstyrki, uppsagnarstyrki og niðurgreidd laun til að ráða fólk aftur til starfa. Þegar fólk, sem hefur verið svipt atvinnuöryggi sínu til lengri tíma og tekið skellinn á þeim forsendum að „við séum öll á sama báti“, les tekjublaðið situr eftir sú eðlilega tilfinning að sumt fólk tók skellinn á meðan aðrir mökuðu krókinn. Öll viðbrögð við umræðum um að nú þurfum við öll að leggjast á árarnar í atvinnulífinu litast af þeirri staðreynd að við erum einmitt ekki öll á sama báti. Sett er krafa á láglaunafólk um að sýna atvinnurekendum tryggð með því mæta aftur til erfiðra starfa um leið og kallið kemur og sama hvaðan sem það kemur. Viðbrögðin hljóta þó að litast af tryggð þess sama atvinnulífs eða vinnustaðar við starfsfólk á erfiðum tímum. Í dag fer fram heilbrigðisþing en það er alveg ljóst að heilbrigðismálin eru eitt af stóru málunum þessa dagana. Ekki einungis út af faraldrinum heldur vaxandi vitund um vanda kerfisins til að mæta auknu álagi hvort sem er vegna faraldurs, fjölgunar ferðamanna eða öldrunar þjóðarinnar. Hvergi er gjáin milli stjórnmálanna og vilja þjóðarinnar jafn breið. Allar kannanir sem gerðar eru sýna ríkan vilja fólks til að hafa öfluga opinbera heilbrigðisþjónustu án þess að markaðsöflin ráði þar för. Meirihluti stjórnmálanna vill hins vegar halda áfram að svelta hið opinbera kerfi þar til markaðsöflin mæta eins og frelsandi englar til bjargar þegar allt er komið í óefni. Til lengri tíma er þetta óheillaskref og við þekkjum sporin til að hræðast. Hið arðvædda kerfi mismunar, er dýrara og kjör almenns starfsfólks verri þótt einstaka sérfræðingar hagnist á því. Sterkt opinbert kerfi er lýðheilsumál, jafnréttismál og einn af hornsteinum jöfnuðar þar sem ekki er mismunað eftir tekjum, búsetu eða félagslegri stöðu. Þessi mantra verður ekki of oft endurtekin. Um þetta verður kosið í september. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun