Skoðun

Hlúum að heilsunni

Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar

Nú þegar haustið nálgast óðum er hætta á að menn taki að sér of mörg verkefni í daglegu lífi og gefi sér ekki nægan tíma til að sinna mikilvægum grunnþáttum líkt og hreyfingu og hollu mataræði ásamt því að huga að gæðum svefnsins.

Eftir að hafa sjálf fundið fyrir streitu vegna verkefna sem eru á sjóndeildarhringnum ákvað ég að forgangsraða þeim út frá mikilvægi og einbeita mér að því að stunda heilsurækt sem veitir mér vellíðan. Í vetur ætla ég til að mynda að sækja tíma í dansi, huga að núvitund og fara í köld böð.

Hver og einn verður að finna út hvað hentar sér og leitast við að hafa ákveðið jafnvægi í athöfnum daglegs lífs. Dalai Lama sagði að maðurinn fórni heilsu sinni til að afla fjár og fórni svo auðnum til að ná henni á ný.

Höfundur er Reykvíkingur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×