Kolin í Kína Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 19. ágúst 2021 15:39 Nýjasta æðið á Íslandi, hjá þeim sem vilja gera sem minnst varðandi minni jarðefnaeldsneytisnotkun og loftslagsbreytingar, er að benda á kolanotkun í Kína og fréttir um ný kolaorkuver þar í landi. Á meðan Kínverjar gera ekkert þá skiptir nú varla máli þó að ég kaupi rándýran og glænýjan dísilbíl. Að benda á annan verri hefur löngum verið skotheld lausn til að gera ekkert. Eini vandinn er að sú lausn skilar minna en engu. Fáránleika aðferðafræðinnar má kannski best lýsa með eftirfarandi runu: „Bensínbíllinn minn mengar ekkert miðað við skemmtiferðaskip“ sagði bílstjórinn, „Skemmtiferðaskipið mitt mengar nú ekkert miðað við álver“ sagði skipstjórinn, „Álverið mitt mengar nú ekkert miðað við þá þúsund milljón bíla sem eru í heiminum“ sagði ál-forstjórinn. Með „gildum“ rökum er því auðvelt að réttlæta engar aðgerðir fyrir alla. Kína En aftur að Kína. Af hverjum þurfum við Íslendingar að gera eitthvað í umhverfismálum þegar ný kolaorkuver eru að opna í Kína? Geta þeir ekki bara byrjað á orkuskiptunum, þar sem þeir menga langmest? Tvær gildar spurningar sem kalla á aðrar tvær. Af hverju menga Kínverjar svona mikið og eru þeir ekkert að gera í sínum málum? Fyrri spurningunni ættu flestir að geta svarað enda búa 1,4 milljarðar manna í Kína sem kallar á mikla orkunotkun í sjálfu sér. Hin staðreyndin er kannski óþægilegri en hún er sú að hrikalega stór hluti af neyslu okkar Vesturlandabúa er framleidd með einum eða öðrum hætti í Kína. Allskonar neysluvara eins og bílar, hjólhýsi, raftæki, hjól, byggingarefni o.fl. kemur einmitt frá Kína. Þó að skilgreint framleiðsluland sé oft annað, t.d. bíll frá Þýskalandi, þá er nær öruggt að fullt af íhlutum í honum rekur uppruna sinn til Kína. Kolanotkun í Kína er því oft nær okkur en við höldum og ábyrgð okkar á orkunotkun í Kína meiri en við viljum viðurkenna. Eru Kínverjar að gera eitthvað? Fréttir um ný kolaorkuver í Kína sem eru, m.a. afleiðing okkar neyslu, komast oft í fréttirnar. Minna er um fréttir af uppbyggingu endurnýjanlegrar orku í Kína. Bara á árinu 2020 bættu Kínverjar við 136 GW í endurnýjanlegu afli. Þessi tala segir mörgum lítið en setjum hana í samhengi. Uppsett afl endurnýjanlegrar raforku á Íslandi, þ.e. eftir 100 ára uppbyggingu, er 2,9 GW. Kínverjar settu sem sagt upp endurnýjanlega orku sem hefur 50 sinnum meira afl en hjá okkur, bara á einu ári. Helmingur af allri uppbyggingu endurnýjanlegrar orku í heiminum í fyrra var sett upp í Kína. Raforkuframleiðsla úr uppbyggingu grænna raforkuvera Kínverja á einu ári var svipuð og heildar raforkuframleiðsla Spánar. Ólíkt því sem margir halda þá er raforkukerfi Kína ekki alfarið keyrt á kolum. Ekkert land framleiðir meira af endurnýjanlegri raforku en Kína og nú þegar kemur um 30% af þeirra raforku frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Auðvitað þyrfti þetta að ganga hraðar en Kínverjum er pínu vorkunn þegar glænýtt hreinorku rafafl, sem er fimmtíu sinnum meira en allt uppsett rafafl á Íslandi, hefur lítið að segja til að fæða m.a. neysluvöxt okkur Vesturlandabúa. Snúum dæminu við Þó að orkuskipti í Kína gangi of hægt þá er samt gríðarleg uppbygging endurnýjanlegrar orku í gangi í landinu. Hvað ef hinn almenni Kínverji segði „ Hvað erum við að rembast við að setja upp allar þessar vindmyllur og sólarsellur þegar Íslendingar losa 11,8 tonn á íbúa en við bara 7,4 tonn á íbúa“. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Loftslagsmál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Sjá meira
Nýjasta æðið á Íslandi, hjá þeim sem vilja gera sem minnst varðandi minni jarðefnaeldsneytisnotkun og loftslagsbreytingar, er að benda á kolanotkun í Kína og fréttir um ný kolaorkuver þar í landi. Á meðan Kínverjar gera ekkert þá skiptir nú varla máli þó að ég kaupi rándýran og glænýjan dísilbíl. Að benda á annan verri hefur löngum verið skotheld lausn til að gera ekkert. Eini vandinn er að sú lausn skilar minna en engu. Fáránleika aðferðafræðinnar má kannski best lýsa með eftirfarandi runu: „Bensínbíllinn minn mengar ekkert miðað við skemmtiferðaskip“ sagði bílstjórinn, „Skemmtiferðaskipið mitt mengar nú ekkert miðað við álver“ sagði skipstjórinn, „Álverið mitt mengar nú ekkert miðað við þá þúsund milljón bíla sem eru í heiminum“ sagði ál-forstjórinn. Með „gildum“ rökum er því auðvelt að réttlæta engar aðgerðir fyrir alla. Kína En aftur að Kína. Af hverjum þurfum við Íslendingar að gera eitthvað í umhverfismálum þegar ný kolaorkuver eru að opna í Kína? Geta þeir ekki bara byrjað á orkuskiptunum, þar sem þeir menga langmest? Tvær gildar spurningar sem kalla á aðrar tvær. Af hverju menga Kínverjar svona mikið og eru þeir ekkert að gera í sínum málum? Fyrri spurningunni ættu flestir að geta svarað enda búa 1,4 milljarðar manna í Kína sem kallar á mikla orkunotkun í sjálfu sér. Hin staðreyndin er kannski óþægilegri en hún er sú að hrikalega stór hluti af neyslu okkar Vesturlandabúa er framleidd með einum eða öðrum hætti í Kína. Allskonar neysluvara eins og bílar, hjólhýsi, raftæki, hjól, byggingarefni o.fl. kemur einmitt frá Kína. Þó að skilgreint framleiðsluland sé oft annað, t.d. bíll frá Þýskalandi, þá er nær öruggt að fullt af íhlutum í honum rekur uppruna sinn til Kína. Kolanotkun í Kína er því oft nær okkur en við höldum og ábyrgð okkar á orkunotkun í Kína meiri en við viljum viðurkenna. Eru Kínverjar að gera eitthvað? Fréttir um ný kolaorkuver í Kína sem eru, m.a. afleiðing okkar neyslu, komast oft í fréttirnar. Minna er um fréttir af uppbyggingu endurnýjanlegrar orku í Kína. Bara á árinu 2020 bættu Kínverjar við 136 GW í endurnýjanlegu afli. Þessi tala segir mörgum lítið en setjum hana í samhengi. Uppsett afl endurnýjanlegrar raforku á Íslandi, þ.e. eftir 100 ára uppbyggingu, er 2,9 GW. Kínverjar settu sem sagt upp endurnýjanlega orku sem hefur 50 sinnum meira afl en hjá okkur, bara á einu ári. Helmingur af allri uppbyggingu endurnýjanlegrar orku í heiminum í fyrra var sett upp í Kína. Raforkuframleiðsla úr uppbyggingu grænna raforkuvera Kínverja á einu ári var svipuð og heildar raforkuframleiðsla Spánar. Ólíkt því sem margir halda þá er raforkukerfi Kína ekki alfarið keyrt á kolum. Ekkert land framleiðir meira af endurnýjanlegri raforku en Kína og nú þegar kemur um 30% af þeirra raforku frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Auðvitað þyrfti þetta að ganga hraðar en Kínverjum er pínu vorkunn þegar glænýtt hreinorku rafafl, sem er fimmtíu sinnum meira en allt uppsett rafafl á Íslandi, hefur lítið að segja til að fæða m.a. neysluvöxt okkur Vesturlandabúa. Snúum dæminu við Þó að orkuskipti í Kína gangi of hægt þá er samt gríðarleg uppbygging endurnýjanlegrar orku í gangi í landinu. Hvað ef hinn almenni Kínverji segði „ Hvað erum við að rembast við að setja upp allar þessar vindmyllur og sólarsellur þegar Íslendingar losa 11,8 tonn á íbúa en við bara 7,4 tonn á íbúa“. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun