Hvar munu milljón Íslendingar búa? Björn Leví Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2021 07:00 Árið 2050 verða Íslendingar orðnir 450 þúsund talsins, samkvæmt spá Hagstofunnar, tvöfalt fleiri en þegar ég fæddist. Það fær mig til þess að hugsa hvernig Ísland muni eiginlega líta út þegar næstum hálf milljón Íslendinga býr hér - svo ekki sé talað um þegar við verðum orðin milljón talsins, sama hvenær það verður. Hvar mun fólk búa? Byggðastefna undanfarinna ára hefur í orði verið að efla landsbyggðina en frá því um aldamótin hefur fólksfjölgunin aðallega verið á suðvesturhorninu. Á Vestfjörðum og Norðurlandi hefur fólki almennt fækkað, fyrir utan stærri sveitarfélög Eyjafjarðar. Fjölgunin þar undanfarin ár hefur þó enn ekki náð að vinna upp þá fækkun sem hefur orðið síðan um aldamótin. Viljum við að þessi þróun haldi áfram þangað til milljónasti Íslendingurinn er fæddur? Byggðastefna sem hefur ekki skilað árangri Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að byggð hefur þróast eins og hún hefur gert en hér hlýtur að þurfa að nefna kvótakerfið og hvernig verðmætasköpun margra samfélaga hefur horfið með framsali og samþjöppun á veiðiheimildum. Stjórnvöld undanfarinna áratuga hafa ekki viljað horfast í augu við þessa staðreynd, heldur staðið vörð um kvótaeigendur af öllu afli. Ýmsar mótvægisaðgerðir hafa verið prófaðar, flytja stofnanir út á land og þess háttar. Þó því fylgi störf þá fylgir því ekki verðmætasköpun eins og sú sem auðlindir landsins gefa af sér. Árangurinn af þessum aðgerðum hefur því verið lítill. Þetta er afrakstur stjórnmálaflokka sem segjast samt bera hag landsbyggðarinnar fyrir brjósti. Er ekki kominn tími til þess að hætta að treysta þessum flokkum, þegar árangur þeirra er ekki meiri en raun ber vitni? Við þurfum að hugsa um byggðaþróun, því skýr stefna í þeim málum er góð fyrir allt landið. Við þurfum líka að hugsa um hana til lengri tíma. Íslendingum mun fjölga og einhvers staðar verðum við að koma okkur fyrir. Hvar ætlum við að troða Íslendingum þegar við verðum 450 þúsund talsins? Hvernig á Ísland með milljón manns að líta út og hvernig komumst við þangað? Völdin heim Ef við ætlum okkur að verða milljón einn daginn þá þurfum við að finna leiðir fyrir sveitarfélög landsins til að bera þann fjölda. Stefna Pírata er í grunninn mjög einföld í byggðamálum: Efla nærsamfélagið með því að færa aukin völd heim í hérað og búa til efnahagslega sjálfstæð og sjálfbær sveitarfélög. Við viljum að tekjur sveitarfélaga komi ekki bara frá útsvari launafólks og gjöldum af fasteignum. Fjölbreyttar tekjur búa til miklu fleiri möguleika fyrir sveitarfélög til þess að standa undir sér og vaxa. Sveitarfélög ættu að okkar mati að fá aukna hlutdeild í verðmætunum sem þau skapa - t.d. virðisaukaskatti, fjármagnstekjuskatti og tekjuskatti fyrirtækja.Núverandi fyrirkomulag takmarkar uppbyggingarmöguleika sveitarfélaga mjög mikið. Það er gott að fá fleira fólk sem greiðir útsvar af launum og fleiri fermetra af byggingum. Iðnaður sem er ekki mannfrekur eða þarf ekki viðamikið húsnæði skilar aftur á móti litlu til nærsamfélagsins, og því þurfum við að breyta. Ef sveitarfélög fá útsvar af virðisaukaskatti, þá skilur ferðamaðurinn eftir verðmæti í nærsamfélaginu. Ef sveitarfélög fá hlutdeild í fjármagnstekjum þá væri hægt að lækka almennt útsvar á móti, til dæmis. Ef sveitarfélag fær tekjur af atvinnustarfsemi á internetinu þá er hvati til þess að byggja upp aðstöðu fyrir slík fyrirtæki - sem annars væru ekki að greiða mikið til nærsamfélagsins. Ísland milljón Eftir að hafa rennt styrkari stoðum undir sveitarfélögin getum við farið að teikna upp milljón íbúa Ísland. Þetta eru auðvitað vangaveltur, en ég sé fyrir mér að það vaxi upp svipaðir byggðakjarnar og eru á suðvesturhorninu víðar um landið. Mögulega á Vesturlandi/Vestfjörðum, í Skagafirði/Eyjafirði, á Austurlandi/Norðausturhorninu og svo á Suðurlandi. Þannig væru kannski fimm staðir á landinu með íbúafjölda upp á nokkra tugi þúsunda og nærliggjandi samfélög samtals með annað eins. Þar væri flestöll þjónusta aðgengileg án ferðalaga landshorna á milli, hver veit nema að fæðingarþjónusta yrði aftur raunhæfur möguleiki á landsbyggðinni. Háhraðasamgöngur væru á milli þéttbýliskjarnanna, í lofti, láði og legi jafnvel. Miðað við þróunina í matvælaframleiðslu á síðustu árum, t.a.m. með tilkomu lóðréttrar grænmetisræktunar og kjötræktar, má ætla að landbúnaður á Ísland verði gjörbreyttur. Landnotkun landbúnaðar yrði miklu minni en í dag, þrátt fyrir fólksfjölgun, og náttúra landsins gæti í auknum mæli fengið að standa óáreitt. Stórar vatnsaflsvirkjanir verða að sama skapi úreltar og staðbundin framleiðsla það eina sem þyrfti til þess að uppfylla allri orkuþörf okkar. Við munum ekki einu sinni þurfa að sigla út á sjó til þess að veiða fisk, ekki af því að það verður bara fiskeldi á landi heldur vegna þess að kjötið verður einfaldlega ræktað eins og kál í gróðurhúsi. Tilhugsun sem mörgum þykir kannski furðuleg í dag, en tæknin er þegar til staðar og henni fleygir hratt fram. Framtíðin kemur Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá verður framtíðin öðruvísi en nútíðin, sama hvort hún verði svona eins og ég lýsi eða einhvern veginn öðruvísi. Alveg eins og Ísland er allt öðruvísi í dag en þegar ég fæddist, hvað þá þegar amma mín fæddist. Eina leiðin til að segja til um framtíðina er einfaldlega að skapa hana sjálfur. Annað hvort skolumst við stjórnlaust með breytingaflóðinu eða við byggjum okkur skútu og nýtum okkur strauminn til þess að gera meira - betur og hraðar. Því ef það er eitthvað sem við eigum ekki að óttast, það er framtíðin. Börnin okkar munu búa í framtíðinni, það besta sem við getum gert er að nesta þau til ferðarinnar. Ekki með því að halda aftur af þeim og heimta að þau búi í sama samfélagi og við, heldur með því að byggja betri heim fyrir þau. Byrjum strax að leggja grunn að Íslandi fyrir milljón, Íslandi framtíðarinnar. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Sveitarstjórnarmál Landbúnaður Vísindi Sjávarútvegur Byggðamál Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Árið 2050 verða Íslendingar orðnir 450 þúsund talsins, samkvæmt spá Hagstofunnar, tvöfalt fleiri en þegar ég fæddist. Það fær mig til þess að hugsa hvernig Ísland muni eiginlega líta út þegar næstum hálf milljón Íslendinga býr hér - svo ekki sé talað um þegar við verðum orðin milljón talsins, sama hvenær það verður. Hvar mun fólk búa? Byggðastefna undanfarinna ára hefur í orði verið að efla landsbyggðina en frá því um aldamótin hefur fólksfjölgunin aðallega verið á suðvesturhorninu. Á Vestfjörðum og Norðurlandi hefur fólki almennt fækkað, fyrir utan stærri sveitarfélög Eyjafjarðar. Fjölgunin þar undanfarin ár hefur þó enn ekki náð að vinna upp þá fækkun sem hefur orðið síðan um aldamótin. Viljum við að þessi þróun haldi áfram þangað til milljónasti Íslendingurinn er fæddur? Byggðastefna sem hefur ekki skilað árangri Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að byggð hefur þróast eins og hún hefur gert en hér hlýtur að þurfa að nefna kvótakerfið og hvernig verðmætasköpun margra samfélaga hefur horfið með framsali og samþjöppun á veiðiheimildum. Stjórnvöld undanfarinna áratuga hafa ekki viljað horfast í augu við þessa staðreynd, heldur staðið vörð um kvótaeigendur af öllu afli. Ýmsar mótvægisaðgerðir hafa verið prófaðar, flytja stofnanir út á land og þess háttar. Þó því fylgi störf þá fylgir því ekki verðmætasköpun eins og sú sem auðlindir landsins gefa af sér. Árangurinn af þessum aðgerðum hefur því verið lítill. Þetta er afrakstur stjórnmálaflokka sem segjast samt bera hag landsbyggðarinnar fyrir brjósti. Er ekki kominn tími til þess að hætta að treysta þessum flokkum, þegar árangur þeirra er ekki meiri en raun ber vitni? Við þurfum að hugsa um byggðaþróun, því skýr stefna í þeim málum er góð fyrir allt landið. Við þurfum líka að hugsa um hana til lengri tíma. Íslendingum mun fjölga og einhvers staðar verðum við að koma okkur fyrir. Hvar ætlum við að troða Íslendingum þegar við verðum 450 þúsund talsins? Hvernig á Ísland með milljón manns að líta út og hvernig komumst við þangað? Völdin heim Ef við ætlum okkur að verða milljón einn daginn þá þurfum við að finna leiðir fyrir sveitarfélög landsins til að bera þann fjölda. Stefna Pírata er í grunninn mjög einföld í byggðamálum: Efla nærsamfélagið með því að færa aukin völd heim í hérað og búa til efnahagslega sjálfstæð og sjálfbær sveitarfélög. Við viljum að tekjur sveitarfélaga komi ekki bara frá útsvari launafólks og gjöldum af fasteignum. Fjölbreyttar tekjur búa til miklu fleiri möguleika fyrir sveitarfélög til þess að standa undir sér og vaxa. Sveitarfélög ættu að okkar mati að fá aukna hlutdeild í verðmætunum sem þau skapa - t.d. virðisaukaskatti, fjármagnstekjuskatti og tekjuskatti fyrirtækja.Núverandi fyrirkomulag takmarkar uppbyggingarmöguleika sveitarfélaga mjög mikið. Það er gott að fá fleira fólk sem greiðir útsvar af launum og fleiri fermetra af byggingum. Iðnaður sem er ekki mannfrekur eða þarf ekki viðamikið húsnæði skilar aftur á móti litlu til nærsamfélagsins, og því þurfum við að breyta. Ef sveitarfélög fá útsvar af virðisaukaskatti, þá skilur ferðamaðurinn eftir verðmæti í nærsamfélaginu. Ef sveitarfélög fá hlutdeild í fjármagnstekjum þá væri hægt að lækka almennt útsvar á móti, til dæmis. Ef sveitarfélag fær tekjur af atvinnustarfsemi á internetinu þá er hvati til þess að byggja upp aðstöðu fyrir slík fyrirtæki - sem annars væru ekki að greiða mikið til nærsamfélagsins. Ísland milljón Eftir að hafa rennt styrkari stoðum undir sveitarfélögin getum við farið að teikna upp milljón íbúa Ísland. Þetta eru auðvitað vangaveltur, en ég sé fyrir mér að það vaxi upp svipaðir byggðakjarnar og eru á suðvesturhorninu víðar um landið. Mögulega á Vesturlandi/Vestfjörðum, í Skagafirði/Eyjafirði, á Austurlandi/Norðausturhorninu og svo á Suðurlandi. Þannig væru kannski fimm staðir á landinu með íbúafjölda upp á nokkra tugi þúsunda og nærliggjandi samfélög samtals með annað eins. Þar væri flestöll þjónusta aðgengileg án ferðalaga landshorna á milli, hver veit nema að fæðingarþjónusta yrði aftur raunhæfur möguleiki á landsbyggðinni. Háhraðasamgöngur væru á milli þéttbýliskjarnanna, í lofti, láði og legi jafnvel. Miðað við þróunina í matvælaframleiðslu á síðustu árum, t.a.m. með tilkomu lóðréttrar grænmetisræktunar og kjötræktar, má ætla að landbúnaður á Ísland verði gjörbreyttur. Landnotkun landbúnaðar yrði miklu minni en í dag, þrátt fyrir fólksfjölgun, og náttúra landsins gæti í auknum mæli fengið að standa óáreitt. Stórar vatnsaflsvirkjanir verða að sama skapi úreltar og staðbundin framleiðsla það eina sem þyrfti til þess að uppfylla allri orkuþörf okkar. Við munum ekki einu sinni þurfa að sigla út á sjó til þess að veiða fisk, ekki af því að það verður bara fiskeldi á landi heldur vegna þess að kjötið verður einfaldlega ræktað eins og kál í gróðurhúsi. Tilhugsun sem mörgum þykir kannski furðuleg í dag, en tæknin er þegar til staðar og henni fleygir hratt fram. Framtíðin kemur Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá verður framtíðin öðruvísi en nútíðin, sama hvort hún verði svona eins og ég lýsi eða einhvern veginn öðruvísi. Alveg eins og Ísland er allt öðruvísi í dag en þegar ég fæddist, hvað þá þegar amma mín fæddist. Eina leiðin til að segja til um framtíðina er einfaldlega að skapa hana sjálfur. Annað hvort skolumst við stjórnlaust með breytingaflóðinu eða við byggjum okkur skútu og nýtum okkur strauminn til þess að gera meira - betur og hraðar. Því ef það er eitthvað sem við eigum ekki að óttast, það er framtíðin. Börnin okkar munu búa í framtíðinni, það besta sem við getum gert er að nesta þau til ferðarinnar. Ekki með því að halda aftur af þeim og heimta að þau búi í sama samfélagi og við, heldur með því að byggja betri heim fyrir þau. Byrjum strax að leggja grunn að Íslandi fyrir milljón, Íslandi framtíðarinnar. Höfundur er þingmaður Pírata.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun