Ráðherra réttlætir skaðlega þróun Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 18. ágúst 2021 14:01 Það er dapurlegt að horfa upp á Vinstri græn og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra réttlæta þróun sem veldur því að rúmanýting á Landspítala er langt umfram það sem almennt er talið ásættanlegt á bráðasjúkrahúsum. Í grein sem ég birti hér á Vísi.is á mánudag bendi ég á að fækkun legurýma er „ekki séríslensk þróun og skýrist m.a. af framförum í læknavísindum þar sem meðferðarúrræði færast af legudeildum yfir á dagdeildir“. Þetta er mikilvægt en breytir því ekki að jafnvel fyrir heimsfaraldur var nýtingarhlutfall legurýma hjá Landspítala gjarnan um og yfir 100%. Theódór Skúli Sigurðsson, formaður Félags sjúkrahúslækna, bendir á að þetta hafi verið staðan á Landspítalanum í meira en áratug, óháð göngudeildarþjónustu og aukinni tækni. „OECD-viðmiðin tala um að eðlileg nýting á bráðasjúkrahúsi ætti að vera 85% en allt yfir 90% sé á hættustigi. 100% nýting er skaðleg, slítur út starfsfólki, dregur úr eðlilegum afköstum og kemur í veg eðlilegt svigrúmi spítalans að takast á við faraldra líkt og við erum að upplifa nú,“ skrifar hann. Þetta vita heilbrigðisráðherra, flokksfélagar hennar og samherjar í ríkisstjórn sem hafa brugðist seint og illa við gagnrýni og neyðarhrópum innan úr heilbrigðiskerfinu en skammast í starfsfólki fyrir að „tala spítalann niður“. „Það er ekki rétt sem haldið hefur verið fram að hjúkrunarrýmum hafi fækkað undanfarin ár. Þvert á móti hefur þeim fjölgað um samtals 140,“ skrifar ráðherra – en hver hefur haldið því fram að hjúkrunarrýmum hafi fækkað? Það sem skiptir máli er að fjölgun hjúkrunarrýma og uppbygging öldrunarþjónustu hefur ekki haldið í við mannfjöldaþróun og breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar. Um það getur fjöldi fólks sem þarf að bíða vikum saman á Landspítala eftir plássi á hjúkrunarheimili vitnað. Sjúklingar og starfsfólk eiga skilið að fjallað sé um þessi mál út frá staðreyndum og að það taki við ríkisstjórn í haust sem setur eflingu heilbrigðiskerfisins í forgang. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Það er dapurlegt að horfa upp á Vinstri græn og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra réttlæta þróun sem veldur því að rúmanýting á Landspítala er langt umfram það sem almennt er talið ásættanlegt á bráðasjúkrahúsum. Í grein sem ég birti hér á Vísi.is á mánudag bendi ég á að fækkun legurýma er „ekki séríslensk þróun og skýrist m.a. af framförum í læknavísindum þar sem meðferðarúrræði færast af legudeildum yfir á dagdeildir“. Þetta er mikilvægt en breytir því ekki að jafnvel fyrir heimsfaraldur var nýtingarhlutfall legurýma hjá Landspítala gjarnan um og yfir 100%. Theódór Skúli Sigurðsson, formaður Félags sjúkrahúslækna, bendir á að þetta hafi verið staðan á Landspítalanum í meira en áratug, óháð göngudeildarþjónustu og aukinni tækni. „OECD-viðmiðin tala um að eðlileg nýting á bráðasjúkrahúsi ætti að vera 85% en allt yfir 90% sé á hættustigi. 100% nýting er skaðleg, slítur út starfsfólki, dregur úr eðlilegum afköstum og kemur í veg eðlilegt svigrúmi spítalans að takast á við faraldra líkt og við erum að upplifa nú,“ skrifar hann. Þetta vita heilbrigðisráðherra, flokksfélagar hennar og samherjar í ríkisstjórn sem hafa brugðist seint og illa við gagnrýni og neyðarhrópum innan úr heilbrigðiskerfinu en skammast í starfsfólki fyrir að „tala spítalann niður“. „Það er ekki rétt sem haldið hefur verið fram að hjúkrunarrýmum hafi fækkað undanfarin ár. Þvert á móti hefur þeim fjölgað um samtals 140,“ skrifar ráðherra – en hver hefur haldið því fram að hjúkrunarrýmum hafi fækkað? Það sem skiptir máli er að fjölgun hjúkrunarrýma og uppbygging öldrunarþjónustu hefur ekki haldið í við mannfjöldaþróun og breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar. Um það getur fjöldi fólks sem þarf að bíða vikum saman á Landspítala eftir plássi á hjúkrunarheimili vitnað. Sjúklingar og starfsfólk eiga skilið að fjallað sé um þessi mál út frá staðreyndum og að það taki við ríkisstjórn í haust sem setur eflingu heilbrigðiskerfisins í forgang. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar