Viðskipti innlent

Rektor HR tekur við starfi for­stjóra Awa­reGO

Atli Ísleifsson skrifar
Ari Kristinn Jónsson hafði starfað sem rektor Háskólans í Reykjavík frá ársbyrjun 2010.
Ari Kristinn Jónsson hafði starfað sem rektor Háskólans í Reykjavík frá ársbyrjun 2010. Vísir/Vilhelm

Ari Kristinn Jónsson, fráfarandi rektor Háskólans í Reykjavík, mun taka við starfi forstjóra netöryggisfyrirtækisins AwareGO um mánaðarmótin. Hann tekur við starfinu af Ragnari Sigurðssyni, einum stofnanda fyrirtækisins.

Markaðurinn greinir frá þessu í morgun, en fyrr í sumar var sagt frá því að Ari Kristinn myndi fara í leyfi frá störfum sínum sem rektor HR eftir að hafa gegnt stöðunni frá ársbyrjun 2010. Var þá tekið fram að hann myndi taka við stjórn nýsköpunarfyrirtækis.

Sagt er frá því í blaðinu í dag að AwareGO, sem meðal annars sé í eigu Eyris Invest, stefni á að sækja fjármagn til hraðs vaxtar á næstu árum. Sé vonast til að fjöldi viðskiptavina fyrirtækisins muni margfaldast á komandi árum.

AwareGO hefur verið starfandi frá 2007 og sérhæfir sig í gerð myndbanda og kennsluhugbúnaðar sem nýtist fyrirtækjum og stofnunum við að auka netöryggi með þjálfun starfsfólks.

Starfsmenn AwareGo eru um þrjátíu talsins, en í hópi viðskiptavina eru meðal annars Credit Suisse, Barclays, Gener­al Electric, Mondelez Inc og Nethope.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
1,71
6
16.791
VIS
1,53
9
300.468
REITIR
1,21
5
111.540
SJOVA
1,09
8
81.238
FESTI
0,93
6
457.400

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-2,82
8
9.870
KVIKA
-1,48
20
452.744
ICEAIR
-1,47
14
9.616
SYN
-0,78
5
70.590
ICESEA
-0,66
4
5.955
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.