Popovich sendi gagnrýnendum tóninn: Hvernig í fjandanum líst ykkur á okkur núna? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2021 17:01 Gregg Popovich stýrði liði sínu til sigurs á Ólympíuleikunum. Gregory Shamus/Getty Images Eftir óvænt töp í aðdraganda Ólympíuleikanna sem og fyrsta leik á leikunum sjálfum var umræðan í kringum bandaríska landsliðið í körfubolta ekki jákvæð. Gregg Popovich, þjálfari liðsins, sendi spekingum tóninn í ræðu sem hann hélt inn í klefa eftir að Bandaríkin höfðu tryggt sér gullið. Bandaríska landsliðið hóf undirbúning sinn fyrir Ólympíuleikana skelfilega. Töp gegn Nígeríu og Ástralíu sendu samfélagsmiðla á hliðina. Bandaríska liðið var ekki klárt, stjörnur NBA-deildarinnar eiga erfitt þegar það eru ekki NBA-dómarar að dæma og þar fram eftir götunum. Þessi umræða varð enn hærri er Bandaríkin töpuðu fyrir Frakklandi í fyrsta leik Ólympíuleikanna sem fram fóru í Tókýó í Japan að þessu sinni. Eftir tapið gegn Frökkum fór bandaríska liðið hins vegar á flug og hefndi fyrir tapið er liðin mættust á nýjan leik í úrslitum, lokatölur 87-82 Bandaríkjunum í vil og gullið því þeirra fjórðu leikana í röð. JaVale McGee, leikmaður Phoenix Suns og bandaríska landsliðsins, heldur úti Youtube-rás og tók saman myndband sem sýndi allt það helsta frá leikunum. Þar á meðal var ræðan sem Popovich hélt eftir að gullið var komið í hús. Gregg Popovich Gold Medal Speech: pic.twitter.com/ulpxpYPznJ— Noah Magaro-George (@N_Magaro) August 16, 2021 „Það er heiður að tala við hóp af Ólympíumeisturum. Ég er mjög lánsamur að hafa fengið tækifæri til að starfa með ykkur öllum, með starfsliðinu, við höfum farið í gegnum mikið saman. Eftir allar þær hindranir sem þið hafið farið í gegnum, hugrekki ykkar og þrautsegja skein í gegn.“ „Í upphafi var fólk að spyrja af hverju hinn og þessi væru í liðinu. Það spurði af hverju fór hann ekki með, hvar er þessi, þú hefðir átt að taka þennan með. Allir þessir sérfræðingar, fólk sem heldur að það viti eitthvað.“ „Síðan byrjum við á því að vera flengdir í fyrsta leik eftir að hafa aðeins tekið nokkrar æfingar saman, þá kom gagnrýnin upp á nýjan leik.“ „Þið fóruð í gegnum þetta allt. Það er ástæðan fyrir því að ég er stoltur að vera hluti af þessari heild. Þetta er besta tilfinning sem ég hef fengið á körfuboltaferlinum“ sagði hinn 72 ára gamli Popovic og röddin var við það bresta. „Ég vill því bara segja við allt fólkið þarna úti: Hvernig í fjandanum líst ykkur á okkur núna?“ Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Durant lykillinn að sextánda gulli Bandaríkjanna Bandaríkin urðu í nótt Ólympíumeistarar í körfubolta karla í sextánda sinn. Lið þeirra náði fram hefndum gegn liði Frakka, sem þeir töpuðu fyrir í fyrsta leik sínum á mótinu. 7. ágúst 2021 09:31 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Bandaríska landsliðið hóf undirbúning sinn fyrir Ólympíuleikana skelfilega. Töp gegn Nígeríu og Ástralíu sendu samfélagsmiðla á hliðina. Bandaríska liðið var ekki klárt, stjörnur NBA-deildarinnar eiga erfitt þegar það eru ekki NBA-dómarar að dæma og þar fram eftir götunum. Þessi umræða varð enn hærri er Bandaríkin töpuðu fyrir Frakklandi í fyrsta leik Ólympíuleikanna sem fram fóru í Tókýó í Japan að þessu sinni. Eftir tapið gegn Frökkum fór bandaríska liðið hins vegar á flug og hefndi fyrir tapið er liðin mættust á nýjan leik í úrslitum, lokatölur 87-82 Bandaríkjunum í vil og gullið því þeirra fjórðu leikana í röð. JaVale McGee, leikmaður Phoenix Suns og bandaríska landsliðsins, heldur úti Youtube-rás og tók saman myndband sem sýndi allt það helsta frá leikunum. Þar á meðal var ræðan sem Popovich hélt eftir að gullið var komið í hús. Gregg Popovich Gold Medal Speech: pic.twitter.com/ulpxpYPznJ— Noah Magaro-George (@N_Magaro) August 16, 2021 „Það er heiður að tala við hóp af Ólympíumeisturum. Ég er mjög lánsamur að hafa fengið tækifæri til að starfa með ykkur öllum, með starfsliðinu, við höfum farið í gegnum mikið saman. Eftir allar þær hindranir sem þið hafið farið í gegnum, hugrekki ykkar og þrautsegja skein í gegn.“ „Í upphafi var fólk að spyrja af hverju hinn og þessi væru í liðinu. Það spurði af hverju fór hann ekki með, hvar er þessi, þú hefðir átt að taka þennan með. Allir þessir sérfræðingar, fólk sem heldur að það viti eitthvað.“ „Síðan byrjum við á því að vera flengdir í fyrsta leik eftir að hafa aðeins tekið nokkrar æfingar saman, þá kom gagnrýnin upp á nýjan leik.“ „Þið fóruð í gegnum þetta allt. Það er ástæðan fyrir því að ég er stoltur að vera hluti af þessari heild. Þetta er besta tilfinning sem ég hef fengið á körfuboltaferlinum“ sagði hinn 72 ára gamli Popovic og röddin var við það bresta. „Ég vill því bara segja við allt fólkið þarna úti: Hvernig í fjandanum líst ykkur á okkur núna?“
Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Durant lykillinn að sextánda gulli Bandaríkjanna Bandaríkin urðu í nótt Ólympíumeistarar í körfubolta karla í sextánda sinn. Lið þeirra náði fram hefndum gegn liði Frakka, sem þeir töpuðu fyrir í fyrsta leik sínum á mótinu. 7. ágúst 2021 09:31 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Durant lykillinn að sextánda gulli Bandaríkjanna Bandaríkin urðu í nótt Ólympíumeistarar í körfubolta karla í sextánda sinn. Lið þeirra náði fram hefndum gegn liði Frakka, sem þeir töpuðu fyrir í fyrsta leik sínum á mótinu. 7. ágúst 2021 09:31