Vald og valdleysi Árni Múli Jónasson skrifar 16. ágúst 2021 11:30 „Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ „Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá.“ „Á Íslandi hins vegar þá snýst þessi opinbera umræða oft ekki um það hvort það sé nóg að gert til að tryggja almannahagsmuni heldur hvort það sé gert of mikið. Hvort það sé verið að setja stóru fyrirtækjunum of miklar skorður.“ Þetta eru ekki orð „öfundsjúkra sósíalista“, heldur fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, núverandi Seðlabankastjóra og núverandi forstjóra Samkeppnisstofnunar. Eigum við að ekki taka þessi orð alvarlega? Skiptir þetta ekki máli? Getum við kannski ekkert gert í þessu? Jú! Við getum breytt þessu og ætlum að breyta þessu. Það er skýr stefna Sósíalistaflokksins að ná valdinu til að móta og þróa samfélagið frá peningaöflunum og færa það til fólksins þar sem það á að vera og hvergi annars staðar í lýðræðissamfélagi. Tækifærin í okkar ríka landi eiga að vera jöfn samkvæmt lagabókstafnum en þau eru það alls ekki í raun. Allt of margir, stórir hópar fólks, þurfa að þola margs konar og mikla mismunun og hafa mjög lítil tækifæri á flestum sviðum. Þessari mismunun og ójöfnuði sem af henni leiðir fylgir síðan virðingarleysi og niðurlægjandi valdleysi fólks sem hefur ekkert til saka unnið annað en að vera fátækt, fatlað, aldrað eða af erlendum uppruna eða er bara af einhverjum ástæðum ekki í náðinni hjá þeim sem mest græða og flest eiga og eru því áskrifendur að valdinu í samfélaginu. Við getum breytt þessu og við verðum að breyta þessu með því að hafa jöfn tækifæri allra, mannréttindi og hagsmuni alls almennings ávallt að leiðarljósi og snúa af braut misskiptingar og sérhagsmunagæslu, með allri þeirri spillingu sem hún þrífst á og elur af sér. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Árni Múli Jónasson Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
„Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ „Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá.“ „Á Íslandi hins vegar þá snýst þessi opinbera umræða oft ekki um það hvort það sé nóg að gert til að tryggja almannahagsmuni heldur hvort það sé gert of mikið. Hvort það sé verið að setja stóru fyrirtækjunum of miklar skorður.“ Þetta eru ekki orð „öfundsjúkra sósíalista“, heldur fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, núverandi Seðlabankastjóra og núverandi forstjóra Samkeppnisstofnunar. Eigum við að ekki taka þessi orð alvarlega? Skiptir þetta ekki máli? Getum við kannski ekkert gert í þessu? Jú! Við getum breytt þessu og ætlum að breyta þessu. Það er skýr stefna Sósíalistaflokksins að ná valdinu til að móta og þróa samfélagið frá peningaöflunum og færa það til fólksins þar sem það á að vera og hvergi annars staðar í lýðræðissamfélagi. Tækifærin í okkar ríka landi eiga að vera jöfn samkvæmt lagabókstafnum en þau eru það alls ekki í raun. Allt of margir, stórir hópar fólks, þurfa að þola margs konar og mikla mismunun og hafa mjög lítil tækifæri á flestum sviðum. Þessari mismunun og ójöfnuði sem af henni leiðir fylgir síðan virðingarleysi og niðurlægjandi valdleysi fólks sem hefur ekkert til saka unnið annað en að vera fátækt, fatlað, aldrað eða af erlendum uppruna eða er bara af einhverjum ástæðum ekki í náðinni hjá þeim sem mest græða og flest eiga og eru því áskrifendur að valdinu í samfélaginu. Við getum breytt þessu og við verðum að breyta þessu með því að hafa jöfn tækifæri allra, mannréttindi og hagsmuni alls almennings ávallt að leiðarljósi og snúa af braut misskiptingar og sérhagsmunagæslu, með allri þeirri spillingu sem hún þrífst á og elur af sér. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar