Elvar sá fyrsti til að skora 30 stig á móti Dönum í 41 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2021 12:46 Danir réðu ekkert við Elvar Friðriksson í leiknum á föstudagskvöldið. fiba.basketball Elvar Már Friðriksson fór á kostum á dögunum þegar íslenska körfuboltalandsliðið burstaði Dani með 21 stigi í forkeppni HM í körfubolta. Elvar skoraði 30 stig í leiknum auk þess að vera með 5 fráköst 5 stoðsendingar á þeirri 31 mínútu sem hann spilaði. Ísland vann líka með 26 stigum þegar hann var inn á vellinum. Elvar var sjóðandi heitur fyrir utan þriggja stiga línuna og hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Elvar Már Friðriksson skorar eina af körfum sínum í leiknum.fiba.basketball Það þarf líka að fara langt aftur til að finna íslenskan körfuboltamann sem skoraði þrjátíu stig á móti Dönum og í raun hefur aðeins einn annar íslenskur landsliðsmaður náð því. Elvar bættist þarna í hóp með NBA leikmanninum Pétri Karli Guðmundssyni. Pétur skoraði 32 stig á móti Dönum á Norðurlandamótinu í apríl 1980 eða fyrir meira en 41 ári síðan. Pétur fór þá á kostum í tuttugu stiga sigri á Dönum en Norðurlandamótið fór þá fram í Osló í Noregi. Pétur skoraði 19 stigum meira en næsti maður sem var bakvörðurinn Jón Sigurðsson. Pétur Guðmundsson í leik með Los Angeles Lakers.Skjámynd Það merkilega við þessa frammistöðu Pétur var að hann var í villuvandræðum og náði bara að spila nítján mínútur í leiknum. Danirnir réðu hins vegar ekkert við kappann þegar hann var inn á gólfinu. Einu ári síðar þá var Pétur kominn í NBA-deildina fyrstur Íslendinga. Hér fyrir neðan má sjá þá leikmenn sem hafa skorað mest í einum leik á móti Dönum. Flest stig í einum landsleik á móti Danmörku: 32 stig - Pétur Guðmundsson 12. apríl 1980 (Norðurlandamót) 30 stig - Elvar Már Friðriksson 13. ágúst 2021 (Forkeppni HM) 29 stig - Valur Ingimundarson 26. apríl 1987 (Norðurlandamót) 29 stig - Pálmar Sigurðsson 21. aprí 1985 (Norðurlandamót) 29 stig - Pétur Guðmundsson 6. apríl 1979 (Vináttulandsleikur) 28 stig - Jóhannes Kristbjörnsson 5. janúar 1986 (Vináttulandsleikur) 28 stig - Einar Bollason 11. apríl 1970 (Norðurlandamót) 26 stig - Valur Ingimundarson 11. september 1987 (Vináttulandsleikur) 25 stig - Teitur Örlygsson 26. maí 1996 (Undankeppni Evrópumóts) 25 stig - Teitur Örlygsson 13. maí 1995 (Vináttulandsleikur) 25 stig - Guðjón Skúlason 30. desmber 1989 (Vináttulandsleikur) 25 stig - Þorsteinn Hallgrímsson 20. mars 1964 (Norðurlandamót) Körfubolti Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Liverpool - PSV | Komast heimamenn aftur á sigurbraut? Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Arsenal - Bayern München | Stórleikur á Emirates Fótbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Njarðvík - Haukar | Endurtekning á úrslitaeinvíginu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Sjá meira
Elvar skoraði 30 stig í leiknum auk þess að vera með 5 fráköst 5 stoðsendingar á þeirri 31 mínútu sem hann spilaði. Ísland vann líka með 26 stigum þegar hann var inn á vellinum. Elvar var sjóðandi heitur fyrir utan þriggja stiga línuna og hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Elvar Már Friðriksson skorar eina af körfum sínum í leiknum.fiba.basketball Það þarf líka að fara langt aftur til að finna íslenskan körfuboltamann sem skoraði þrjátíu stig á móti Dönum og í raun hefur aðeins einn annar íslenskur landsliðsmaður náð því. Elvar bættist þarna í hóp með NBA leikmanninum Pétri Karli Guðmundssyni. Pétur skoraði 32 stig á móti Dönum á Norðurlandamótinu í apríl 1980 eða fyrir meira en 41 ári síðan. Pétur fór þá á kostum í tuttugu stiga sigri á Dönum en Norðurlandamótið fór þá fram í Osló í Noregi. Pétur skoraði 19 stigum meira en næsti maður sem var bakvörðurinn Jón Sigurðsson. Pétur Guðmundsson í leik með Los Angeles Lakers.Skjámynd Það merkilega við þessa frammistöðu Pétur var að hann var í villuvandræðum og náði bara að spila nítján mínútur í leiknum. Danirnir réðu hins vegar ekkert við kappann þegar hann var inn á gólfinu. Einu ári síðar þá var Pétur kominn í NBA-deildina fyrstur Íslendinga. Hér fyrir neðan má sjá þá leikmenn sem hafa skorað mest í einum leik á móti Dönum. Flest stig í einum landsleik á móti Danmörku: 32 stig - Pétur Guðmundsson 12. apríl 1980 (Norðurlandamót) 30 stig - Elvar Már Friðriksson 13. ágúst 2021 (Forkeppni HM) 29 stig - Valur Ingimundarson 26. apríl 1987 (Norðurlandamót) 29 stig - Pálmar Sigurðsson 21. aprí 1985 (Norðurlandamót) 29 stig - Pétur Guðmundsson 6. apríl 1979 (Vináttulandsleikur) 28 stig - Jóhannes Kristbjörnsson 5. janúar 1986 (Vináttulandsleikur) 28 stig - Einar Bollason 11. apríl 1970 (Norðurlandamót) 26 stig - Valur Ingimundarson 11. september 1987 (Vináttulandsleikur) 25 stig - Teitur Örlygsson 26. maí 1996 (Undankeppni Evrópumóts) 25 stig - Teitur Örlygsson 13. maí 1995 (Vináttulandsleikur) 25 stig - Guðjón Skúlason 30. desmber 1989 (Vináttulandsleikur) 25 stig - Þorsteinn Hallgrímsson 20. mars 1964 (Norðurlandamót)
Flest stig í einum landsleik á móti Danmörku: 32 stig - Pétur Guðmundsson 12. apríl 1980 (Norðurlandamót) 30 stig - Elvar Már Friðriksson 13. ágúst 2021 (Forkeppni HM) 29 stig - Valur Ingimundarson 26. apríl 1987 (Norðurlandamót) 29 stig - Pálmar Sigurðsson 21. aprí 1985 (Norðurlandamót) 29 stig - Pétur Guðmundsson 6. apríl 1979 (Vináttulandsleikur) 28 stig - Jóhannes Kristbjörnsson 5. janúar 1986 (Vináttulandsleikur) 28 stig - Einar Bollason 11. apríl 1970 (Norðurlandamót) 26 stig - Valur Ingimundarson 11. september 1987 (Vináttulandsleikur) 25 stig - Teitur Örlygsson 26. maí 1996 (Undankeppni Evrópumóts) 25 stig - Teitur Örlygsson 13. maí 1995 (Vináttulandsleikur) 25 stig - Guðjón Skúlason 30. desmber 1989 (Vináttulandsleikur) 25 stig - Þorsteinn Hallgrímsson 20. mars 1964 (Norðurlandamót)
Körfubolti Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Liverpool - PSV | Komast heimamenn aftur á sigurbraut? Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Arsenal - Bayern München | Stórleikur á Emirates Fótbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Njarðvík - Haukar | Endurtekning á úrslitaeinvíginu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Sjá meira