Golf

Russell Henley í forystu á Wyndham Championship

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Russell Henley leiðir eftir fyrsta dag Wyndham Championship.
Russell Henley leiðir eftir fyrsta dag Wyndham Championship. Jared C. Tilton/Getty Images

Bandaríkjamaðurinn Russell Henley leiðir eftir fyrsta dag Windham Championship á PGA mótaröðinni. Henley lék hringinn í dag á 62 höggum, eða átta höggum undir pari.

Ekki náðu þó allir að klára hringinn í dag, en hætta þurfti keppni vegna veðurs. Til að mynda er Tommy Fleetwood á fimm höggum undir pari og hefur aðeins leikið 16 holur.

Sung Kang frá Suður-Kóreu og Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. eru jafnir í öðru sæti á sex höggum undir pari.

Þá er Bandaríkjamaðurinn Rickie Fowler ekki að eiga sinn besta hring. Hann er sem stendur á einu höggi yfir pari, en hann hefur þó aðeins leikið 14 holur og gæti því rétt sig við.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.