Þrífast börn best á misjöfnu? Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 12. ágúst 2021 11:30 Málshættir endurspegla að mörgu leyti ákveðin viðhorf sem hafa verið ríkjandi og byggja jafnvel á reynslu og hugmyndum fyrri tíma. Á misjöfnu þrífast börnin best er málsháttur sem oft er vísað til. Það má til sanns vegar færa að aðstæður barna eru mismunandi og mikilvægt er að taka mið af ólíkum þörfum barna út frá aðstæðum þeirra, eiginleikum, bakgrunni og þroska þegar hugað er að því hvaða uppeldisskilyrði henta þeim best. Þessi málsháttur ætti kannski einmitt að minna okkur á að það búa ekki öll börn við sömu kjör, aðbúnað og atlæti. Allt of mörg börn búa ekki við það öryggi sem mörgum öðrum finnst vera svo sjálfsagt. Víða um heim hafa börn búið við stríðsástand alla sína ævi. Mörg börn eru á flótta með fjölskyldum sínum í leit að öruggu skjóli og fjöldi barna hefur horft upp á foreldra sína tekna af lífi, systkinum sínum nauðgað eða bekkjarfélaga sína sprengda í loft upp á leiðinni til eða frá skóla. Þá er ekki víst að börn fái grunnmenntun, eigi húsaskjól eða fái mat að borða næst þegar þau eru svöng. Við getum svo sannarlega verið þakklát fyrir margt hér á friðsæla Íslandi miðað við þær aðstæður sem allt of margir búa við. Samt sem áður eigum við enn langt í land með að tryggja að öll börn búi við örugg og viðunandi skilyrði. Samkvæmt samantekt Barnaverndarstofu fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda á fyrstu þremur mánuðum ársins 2021 um 17,5% miðað við sama tímabil árið á undan. Tilkynningar vegna kynferðisofbeldis eru 86,7% fleiri en á sama tímabili í fyrra og tilkynningar vegna heimilisofbeldis eru 43,1% fleiri. Í rúmlega 100 ár hafa Barnaheill – Save the Children staðið vörð um réttindi barna um allan heim. Áskoranirnar eru misjafnar og mörg þau réttindi sem þurfti að berjast fyrir eru sjálfsögð í dag. Þegar Barnaheill voru stofnuð í Bretlandi árið 1919 hafði ekki verið hugað sérstaklega að réttindum barna. Víða voru skýr fyrirmæli um hvernig ætti að hegna þeim ef þau hlýddu ekki og má þar t.d. nefna Tilskipunina um Húsagann frá árinu 1746 sem kvað á um að foreldrar máttu straffa börn með alvarlegum orðum ef þau hlýddu ekki fyrirmælum eða hegðuðu sér ósæmilega. Ef brot barnanna var alvarlegra mátti hýða þau með hendi eða vendi. Í norskum lögum frá árinu 1687 var börnum refsað með þrælkunarvinnu og arfmissi ef þau vönduðu ekki orð sín við foreldra sína og þau áttu dauðarefsingu á hættu ef þau réðust á foreldra sína. Ljóst er að ekki þótti sérstök ástæða til að vernda börn og ef til vill varð þessi málsháttur til þá. Flest verkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi snúa að forvörnum gegn hvers kyns ofbeldi. Má þar nefna stærstu innlendu verkefnin sem eru Vinátta – forvarnaverkefni gegn einelti, Verndarar barna – forvarnaverkefni gegn kynferðisofbeldi og Ábendingalínan þar sem hægt er að tilkynna til lögreglunnar um ólöglegt og óviðeigandi efni á netinu. Með forvörnum er stuðlað að því að koma í veg fyrir að börn verði fyrir þeirri hræðilegu reynslu að vera beitt ofbeldi. Það er gert meðal annars með öflugri fræðslu til þeirra sem vinna með börnum og ungmennum um einkenni ofbeldis og eineltis og höfða til ábyrgðar þeirra fullorðnu að skapa börnum þannig umhverfi að ofbeldi fái ekki að þrífast. Því miður er skaðinn stundum skeður og þá er mikilvægt að þeir fullorðnu fái fræðslu um hvernig best er að bregðast við, stöðva ofbeldið og styrkja þau börn sem fyrir ofbeldinu verða. Barnaheill hafa í gegnum tíðina verið öflugur málsvari barna og eru sífellt á verði þegar kemur að lagasetningu, reglugerðum og öðrum ákvörðunum sem teknar eru í málefnum barna. Samtökin hafa beitt sér fyrir ýmsum málefnum sem hafa tryggt betri stöðu barna og má þar nefna gjaldfrjálsan grunnskóla og tannlækningar barna. Réttur allra barna til lífs og þroska er tryggður í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur var hér á landi árið 2013. Þó að á misjöfnu þrífist börnin best eru ákveðin grundvallaratriði sem öll börn eiga rétt á. Við sem samfélag berum öll ábyrgð á að tryggja að öll börn búi við viðunandi aðstæður. Barnaheill munu halda áfram að minna á það og standa vörð um réttindi allra barna. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheill – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Málshættir endurspegla að mörgu leyti ákveðin viðhorf sem hafa verið ríkjandi og byggja jafnvel á reynslu og hugmyndum fyrri tíma. Á misjöfnu þrífast börnin best er málsháttur sem oft er vísað til. Það má til sanns vegar færa að aðstæður barna eru mismunandi og mikilvægt er að taka mið af ólíkum þörfum barna út frá aðstæðum þeirra, eiginleikum, bakgrunni og þroska þegar hugað er að því hvaða uppeldisskilyrði henta þeim best. Þessi málsháttur ætti kannski einmitt að minna okkur á að það búa ekki öll börn við sömu kjör, aðbúnað og atlæti. Allt of mörg börn búa ekki við það öryggi sem mörgum öðrum finnst vera svo sjálfsagt. Víða um heim hafa börn búið við stríðsástand alla sína ævi. Mörg börn eru á flótta með fjölskyldum sínum í leit að öruggu skjóli og fjöldi barna hefur horft upp á foreldra sína tekna af lífi, systkinum sínum nauðgað eða bekkjarfélaga sína sprengda í loft upp á leiðinni til eða frá skóla. Þá er ekki víst að börn fái grunnmenntun, eigi húsaskjól eða fái mat að borða næst þegar þau eru svöng. Við getum svo sannarlega verið þakklát fyrir margt hér á friðsæla Íslandi miðað við þær aðstæður sem allt of margir búa við. Samt sem áður eigum við enn langt í land með að tryggja að öll börn búi við örugg og viðunandi skilyrði. Samkvæmt samantekt Barnaverndarstofu fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda á fyrstu þremur mánuðum ársins 2021 um 17,5% miðað við sama tímabil árið á undan. Tilkynningar vegna kynferðisofbeldis eru 86,7% fleiri en á sama tímabili í fyrra og tilkynningar vegna heimilisofbeldis eru 43,1% fleiri. Í rúmlega 100 ár hafa Barnaheill – Save the Children staðið vörð um réttindi barna um allan heim. Áskoranirnar eru misjafnar og mörg þau réttindi sem þurfti að berjast fyrir eru sjálfsögð í dag. Þegar Barnaheill voru stofnuð í Bretlandi árið 1919 hafði ekki verið hugað sérstaklega að réttindum barna. Víða voru skýr fyrirmæli um hvernig ætti að hegna þeim ef þau hlýddu ekki og má þar t.d. nefna Tilskipunina um Húsagann frá árinu 1746 sem kvað á um að foreldrar máttu straffa börn með alvarlegum orðum ef þau hlýddu ekki fyrirmælum eða hegðuðu sér ósæmilega. Ef brot barnanna var alvarlegra mátti hýða þau með hendi eða vendi. Í norskum lögum frá árinu 1687 var börnum refsað með þrælkunarvinnu og arfmissi ef þau vönduðu ekki orð sín við foreldra sína og þau áttu dauðarefsingu á hættu ef þau réðust á foreldra sína. Ljóst er að ekki þótti sérstök ástæða til að vernda börn og ef til vill varð þessi málsháttur til þá. Flest verkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi snúa að forvörnum gegn hvers kyns ofbeldi. Má þar nefna stærstu innlendu verkefnin sem eru Vinátta – forvarnaverkefni gegn einelti, Verndarar barna – forvarnaverkefni gegn kynferðisofbeldi og Ábendingalínan þar sem hægt er að tilkynna til lögreglunnar um ólöglegt og óviðeigandi efni á netinu. Með forvörnum er stuðlað að því að koma í veg fyrir að börn verði fyrir þeirri hræðilegu reynslu að vera beitt ofbeldi. Það er gert meðal annars með öflugri fræðslu til þeirra sem vinna með börnum og ungmennum um einkenni ofbeldis og eineltis og höfða til ábyrgðar þeirra fullorðnu að skapa börnum þannig umhverfi að ofbeldi fái ekki að þrífast. Því miður er skaðinn stundum skeður og þá er mikilvægt að þeir fullorðnu fái fræðslu um hvernig best er að bregðast við, stöðva ofbeldið og styrkja þau börn sem fyrir ofbeldinu verða. Barnaheill hafa í gegnum tíðina verið öflugur málsvari barna og eru sífellt á verði þegar kemur að lagasetningu, reglugerðum og öðrum ákvörðunum sem teknar eru í málefnum barna. Samtökin hafa beitt sér fyrir ýmsum málefnum sem hafa tryggt betri stöðu barna og má þar nefna gjaldfrjálsan grunnskóla og tannlækningar barna. Réttur allra barna til lífs og þroska er tryggður í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur var hér á landi árið 2013. Þó að á misjöfnu þrífist börnin best eru ákveðin grundvallaratriði sem öll börn eiga rétt á. Við sem samfélag berum öll ábyrgð á að tryggja að öll börn búi við viðunandi aðstæður. Barnaheill munu halda áfram að minna á það og standa vörð um réttindi allra barna. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheill – Save the Children á Íslandi.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun