Viðvörunarbjöllur hringja Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar 11. ágúst 2021 07:30 Samkvæmt lögum er það á ábyrgð ríkisins að veita öllum heilbrigðisþjónustu en eins og við vitum er staðreyndin sú að því lengra sem farið er frá höfuðborgarsvæðinu þeim mun minni verður þjónustan. Þetta þekkjum við landsbyggðafólkið vel. Líklega of vel. Á síðustu árum hafa sveitarfélög eflt heilbrigðisþjónustu sína, m.a. með aukinni fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðum í skólum og félagsþjónustu. Ríkið hefur eflt geðheilbrigðisþjónustu í gegnum heilsugæsluna og það er vel. En meira þarf til. Nýtum við mannauðinn? Það er óumdeilt að við erum með öflugt starfsfólk hjá sveitarfélögum og ríkisstofnunum sem sinnir margs konar heilbrigðisþjónustu. Við eigum mikinn mannauð en spurningin er og hefur verið lengi: Erum við að nýta hann til fulls? Því miður er það svo að stjórnun þessa málaflokks er oft á tíðum ábótavant, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þetta lýsir sér t.d. í takmörkuðum úrræðum og löngum og óskýrum boðleiðum. Þá er oft til staðar sérþekking í landinu sem stendur fólki landsbyggðanna ekki til boða og rauði þráðurinn sem liggur í gegnum þetta allt saman er svo skortur á fjármagni. Tveggja ára bið eftir þjónustu Hvergi er þetta jafn greinilegt og þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Því miður er það svo – og hefur verið alla tíð – að geðsjúkdómar og meðhöndlun þeirra er ekki litin sömu augum og meðferð annarra meinsemda. Mikilvægi réttrar greiningar verður ekki ofmetið þegar kemur að meðhöndlun andlegra veikinda, sama má segja um stutta biðtíma og aðgang að réttum úrræðum. Þetta getur einfaldlega verið spurning um líf og dauða og því er skelfilegt til þess að vita að á barna- og unglingageðdeild (BUGL) er átta mánaða bið eftir þjónustu og um 150 börn á biðlista. Þá hafa um 340 börn og ungmenni verið á biðlista hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og þar er tveggja ára bið. Það er hreinlega ekki boðlegt í litlu og ríku landi sem vill skilgreina sig sem norrænt velferðarríki. Viðvörunarbjöllur hringja Lýðheilsuvísar, aðgengilegir á heimasíðu landlæknis, eru ágætis mælistika á það hvernig við stöndum okkur þegar kemur að heilbrigðismálum. Hér eru nokkrar staðreyndir um geðheilbrigðismál á Norður- og Austurlandi sem ættu að hringja viðvörunarbjöllum hjá stjórnvöldum: Notkun þunglyndislyfja er ekki gefin upp í nýjustu gögnunum (frá árinu 2021) en upplýsingar frá árunum 2017 til 2020 sýna að á landsvísu var notkunin mest á Austurlandi og næstmest á Norðurlandi. Í nýjustu gögnunum (frá árinu 2021) kemur fram að einmanaleiki fullorðinna mældist mestur á Austurlandi. Á árunum 2019 og 2021 kemur fram að andleg heilsa framhaldsskólanema á Norðurlandi er lakari en annars staðar á landinu. Árið 2019 var þunglyndislyfjanotkun kvenna mest á landinu á Austurlandi (það sýna einnig eldri gögn) og meðal karla mest á Norðurlandi. Sem fyrr segir er þunglyndislyfjanotkun ekki gefin upp í nýjustu gögnunum frá landlækni. Því miður hringja ýmsar viðvörunarbjöllur við lestur þessara talna. Flest bendir til að notkun þunglyndislyfja sé óvenjumikil á Austur- og Norðurlandi og það er nauðsynlegt fyrir stefnumótun í þessum málaflokki að öll gögn liggi fyrir og séu aðgengileg almenningi. Úrræði fyrir alla - óháð búsetu En fyrir mikilli lyfjagjöf á Norður- og Austurlandi er mjög líklega ein veigamikil orsök: Skortur á öðrum geðheilbrigðisúrræðum. Og það er grafalvarlegt. Samfylkingin vill halda uppi sterkri almennri velferðar- og heilbrigðisþjónustu á Íslandi til að uppfylla kröfur okkar og hugsjónir um félagslegt réttlæti. Það er réttlætismál að börn og ungmenni þurfi ekki að borga fyrir geðheilbrigðisþjónustu og það munum við í Samfylkingunni berjast fyrir. Geðheilbrigðismál þarf að taka alvarlega, ekki síst á landsbyggðunum þar sem gögnin benda til að staðan fari versnandi ár frá ári. Það er gríðarlega mikilvægt að bæta aðgengi að þjónustu sem við eigum öll rétt á og löngu tímabært að þróa og innleiða ný úrræði sem nýtast öllum þeim börnum og fjölskyldum sem á þurfa að halda óháð búsetu. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og skipar þriðja sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Norðausturkjördæmi Samfylkingin Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum er það á ábyrgð ríkisins að veita öllum heilbrigðisþjónustu en eins og við vitum er staðreyndin sú að því lengra sem farið er frá höfuðborgarsvæðinu þeim mun minni verður þjónustan. Þetta þekkjum við landsbyggðafólkið vel. Líklega of vel. Á síðustu árum hafa sveitarfélög eflt heilbrigðisþjónustu sína, m.a. með aukinni fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðum í skólum og félagsþjónustu. Ríkið hefur eflt geðheilbrigðisþjónustu í gegnum heilsugæsluna og það er vel. En meira þarf til. Nýtum við mannauðinn? Það er óumdeilt að við erum með öflugt starfsfólk hjá sveitarfélögum og ríkisstofnunum sem sinnir margs konar heilbrigðisþjónustu. Við eigum mikinn mannauð en spurningin er og hefur verið lengi: Erum við að nýta hann til fulls? Því miður er það svo að stjórnun þessa málaflokks er oft á tíðum ábótavant, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þetta lýsir sér t.d. í takmörkuðum úrræðum og löngum og óskýrum boðleiðum. Þá er oft til staðar sérþekking í landinu sem stendur fólki landsbyggðanna ekki til boða og rauði þráðurinn sem liggur í gegnum þetta allt saman er svo skortur á fjármagni. Tveggja ára bið eftir þjónustu Hvergi er þetta jafn greinilegt og þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Því miður er það svo – og hefur verið alla tíð – að geðsjúkdómar og meðhöndlun þeirra er ekki litin sömu augum og meðferð annarra meinsemda. Mikilvægi réttrar greiningar verður ekki ofmetið þegar kemur að meðhöndlun andlegra veikinda, sama má segja um stutta biðtíma og aðgang að réttum úrræðum. Þetta getur einfaldlega verið spurning um líf og dauða og því er skelfilegt til þess að vita að á barna- og unglingageðdeild (BUGL) er átta mánaða bið eftir þjónustu og um 150 börn á biðlista. Þá hafa um 340 börn og ungmenni verið á biðlista hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og þar er tveggja ára bið. Það er hreinlega ekki boðlegt í litlu og ríku landi sem vill skilgreina sig sem norrænt velferðarríki. Viðvörunarbjöllur hringja Lýðheilsuvísar, aðgengilegir á heimasíðu landlæknis, eru ágætis mælistika á það hvernig við stöndum okkur þegar kemur að heilbrigðismálum. Hér eru nokkrar staðreyndir um geðheilbrigðismál á Norður- og Austurlandi sem ættu að hringja viðvörunarbjöllum hjá stjórnvöldum: Notkun þunglyndislyfja er ekki gefin upp í nýjustu gögnunum (frá árinu 2021) en upplýsingar frá árunum 2017 til 2020 sýna að á landsvísu var notkunin mest á Austurlandi og næstmest á Norðurlandi. Í nýjustu gögnunum (frá árinu 2021) kemur fram að einmanaleiki fullorðinna mældist mestur á Austurlandi. Á árunum 2019 og 2021 kemur fram að andleg heilsa framhaldsskólanema á Norðurlandi er lakari en annars staðar á landinu. Árið 2019 var þunglyndislyfjanotkun kvenna mest á landinu á Austurlandi (það sýna einnig eldri gögn) og meðal karla mest á Norðurlandi. Sem fyrr segir er þunglyndislyfjanotkun ekki gefin upp í nýjustu gögnunum frá landlækni. Því miður hringja ýmsar viðvörunarbjöllur við lestur þessara talna. Flest bendir til að notkun þunglyndislyfja sé óvenjumikil á Austur- og Norðurlandi og það er nauðsynlegt fyrir stefnumótun í þessum málaflokki að öll gögn liggi fyrir og séu aðgengileg almenningi. Úrræði fyrir alla - óháð búsetu En fyrir mikilli lyfjagjöf á Norður- og Austurlandi er mjög líklega ein veigamikil orsök: Skortur á öðrum geðheilbrigðisúrræðum. Og það er grafalvarlegt. Samfylkingin vill halda uppi sterkri almennri velferðar- og heilbrigðisþjónustu á Íslandi til að uppfylla kröfur okkar og hugsjónir um félagslegt réttlæti. Það er réttlætismál að börn og ungmenni þurfi ekki að borga fyrir geðheilbrigðisþjónustu og það munum við í Samfylkingunni berjast fyrir. Geðheilbrigðismál þarf að taka alvarlega, ekki síst á landsbyggðunum þar sem gögnin benda til að staðan fari versnandi ár frá ári. Það er gríðarlega mikilvægt að bæta aðgengi að þjónustu sem við eigum öll rétt á og löngu tímabært að þróa og innleiða ný úrræði sem nýtast öllum þeim börnum og fjölskyldum sem á þurfa að halda óháð búsetu. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og skipar þriðja sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun