Að þykja vænt um komandi kynslóðir Kristrún Frostadóttir skrifar 11. ágúst 2021 08:01 Stefnt er að 100 milljarða króna niðurskurði 2023-25 til að draga úr skuldsetningu vegna heimsfaraldurs í núverandi fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þau hafa áhyggjur af vaxtakostnaðinum sem hlýst af því að stöðva skuldasöfnunina seinna, kostnaðinum af fjármagni sem styður við endurreisn eftir náttúruhamfarir. Ekki má íþyngja komandi kynslóðum með of þungum skuldabagga segja þau. Við þurfum að vera ábyrg, hér reynir á ráðdeild til skamms tíma, erfiðar ákvarðanir. Þetta er óútfært – en þau segjast bara ætla að finna 100 milljarða króna í rekstri hins opinbera, 34 milljarða á hverju ári frá árinu 2023-2025 – til að loka fjárlagagatinu. Setjum upphæðina í samhengi. Rekstur Sjúkrahússins á Akureyri kostar 8 milljarða á ári, Háskóli Íslands kostar 17 milljarða, embætti landlæknis 1,5, Þjóðleikhúsið 1,3 og dómstólakerfið í heild 3,5. Jafnvel þótt allar þessar stofnanir og öll þessi starfsemi yrði lögð niður á einu bretti, þá myndi það ekki duga til að mæta niðurskurðarkröfum ríkisstjórnarinnar. Látum liggja á milli hluta að fjárlagagat ríkissjóðs sveiflast með hagkerfinu. Að ef hagkerfið er heilbrigt og umsvif mikil, þá minnkar gatið sjálfkrafa með tíð og tíma. Að ef bæði atvinnulífið og hið opinbera halda að sér höndum samtímis, þá snarminnka umsvif og botninn dettur úr hagkerfinu. Skatttekjur minnka meira og atvinnuleysisútgjöld aukast. Látum líka liggja á milli hluta að samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar ætla þau að herða ólina enn frekar ef efnahagsástandið reynist verra en grunnspá þeirra gerir ráð fyrir. Sem sagt ef efnahagsástandið versnar, samfélagið stendur veikari fótum, þá ætla þau að skera niður enn meira. Forneskjulegar hugmyndir? Já. Enda aðferðir sem við höfum séð aftur og aftur að virka ekki. Umræða um skuldabyrði framtíðarkynslóða á svo sannarlega rétt á sér. Stóra myndin hefur hins vegar tapast. Velferðartap framtíðarkynslóða af því að fara hægar í þá vegferð að vinna okkur út úr COVID skuldunum en nú er stefnt að er mjög lítið miðað við velferðartapið sem niðurskurður grunnþjónustu á viðkvæmum tímum getur haft. En látum það liggja á milli hluta. Því þversögnin í stefnu stjórnvalda er enn athyglisverðari: Ofuráhersla er á að ná markmiði um ákveðið skuldahlutfall árið 2025 með aðgerðum sem eru til þess fallnar að grafa undan tekjuvexti hagkerfisins - og þar með magna skuldavanda ríkissjóðs til lengri tíma. Fyrir framtíðarkynslóðir. En fátt er um djarfar ákvarðanir í þeim málaflokki sem ungt fólk hefur mestar áhyggjur af. Þar sem stærstu skuldirnir eru að safnast upp: loftslagsmálum. Ef við höfum áhyggjur af framtíðarkynslóðum þá er margfalt ódýrara fyrir okkur að grípa til alvöru aðgerða í loftslagsmálum núna, byggja upp til framtíðar, en að skera niður almannaþjónustu fyrir skammtíma markmið. Þetta skilur Samfylkingin. Höfundur er hagfræðingur og leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Efnahagsmál Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Stefnt er að 100 milljarða króna niðurskurði 2023-25 til að draga úr skuldsetningu vegna heimsfaraldurs í núverandi fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þau hafa áhyggjur af vaxtakostnaðinum sem hlýst af því að stöðva skuldasöfnunina seinna, kostnaðinum af fjármagni sem styður við endurreisn eftir náttúruhamfarir. Ekki má íþyngja komandi kynslóðum með of þungum skuldabagga segja þau. Við þurfum að vera ábyrg, hér reynir á ráðdeild til skamms tíma, erfiðar ákvarðanir. Þetta er óútfært – en þau segjast bara ætla að finna 100 milljarða króna í rekstri hins opinbera, 34 milljarða á hverju ári frá árinu 2023-2025 – til að loka fjárlagagatinu. Setjum upphæðina í samhengi. Rekstur Sjúkrahússins á Akureyri kostar 8 milljarða á ári, Háskóli Íslands kostar 17 milljarða, embætti landlæknis 1,5, Þjóðleikhúsið 1,3 og dómstólakerfið í heild 3,5. Jafnvel þótt allar þessar stofnanir og öll þessi starfsemi yrði lögð niður á einu bretti, þá myndi það ekki duga til að mæta niðurskurðarkröfum ríkisstjórnarinnar. Látum liggja á milli hluta að fjárlagagat ríkissjóðs sveiflast með hagkerfinu. Að ef hagkerfið er heilbrigt og umsvif mikil, þá minnkar gatið sjálfkrafa með tíð og tíma. Að ef bæði atvinnulífið og hið opinbera halda að sér höndum samtímis, þá snarminnka umsvif og botninn dettur úr hagkerfinu. Skatttekjur minnka meira og atvinnuleysisútgjöld aukast. Látum líka liggja á milli hluta að samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar ætla þau að herða ólina enn frekar ef efnahagsástandið reynist verra en grunnspá þeirra gerir ráð fyrir. Sem sagt ef efnahagsástandið versnar, samfélagið stendur veikari fótum, þá ætla þau að skera niður enn meira. Forneskjulegar hugmyndir? Já. Enda aðferðir sem við höfum séð aftur og aftur að virka ekki. Umræða um skuldabyrði framtíðarkynslóða á svo sannarlega rétt á sér. Stóra myndin hefur hins vegar tapast. Velferðartap framtíðarkynslóða af því að fara hægar í þá vegferð að vinna okkur út úr COVID skuldunum en nú er stefnt að er mjög lítið miðað við velferðartapið sem niðurskurður grunnþjónustu á viðkvæmum tímum getur haft. En látum það liggja á milli hluta. Því þversögnin í stefnu stjórnvalda er enn athyglisverðari: Ofuráhersla er á að ná markmiði um ákveðið skuldahlutfall árið 2025 með aðgerðum sem eru til þess fallnar að grafa undan tekjuvexti hagkerfisins - og þar með magna skuldavanda ríkissjóðs til lengri tíma. Fyrir framtíðarkynslóðir. En fátt er um djarfar ákvarðanir í þeim málaflokki sem ungt fólk hefur mestar áhyggjur af. Þar sem stærstu skuldirnir eru að safnast upp: loftslagsmálum. Ef við höfum áhyggjur af framtíðarkynslóðum þá er margfalt ódýrara fyrir okkur að grípa til alvöru aðgerða í loftslagsmálum núna, byggja upp til framtíðar, en að skera niður almannaþjónustu fyrir skammtíma markmið. Þetta skilur Samfylkingin. Höfundur er hagfræðingur og leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður í komandi alþingiskosningum.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun