Íslenska á að sameina ekki sundra Alexandra Ýr van Erven skrifar 6. ágúst 2021 11:01 Á síðustu árum hefur íslenskt samfélag breyst úr því að vera tiltölulega einsleitt samfélag yfir í það fjölmenningarsamfélag sem það er nú. Þessi breyting gerðist seint hér á Íslandi og mun síðar en á hinum Norðurlöndunum. Sem dæmi má nefna að þegar pabbi minn flutti hingað frá Hollandi fyrir um 30 árum síðan var innan við 2% þjóðarinnar af erlendum uppruna. Árið 2020 var hlutfallið komið upp í 15,2% prósent þjóðarinnar. Um leið og flóra samfélagsins breytist þurfa kerfin okkar að breytast með og menntakerfið er þar ekki undanskilið. Ný viðfangsefni breytts samfélags hafa sprottið upp og við þurfum að takast á við þau. Íslenskukennsla barna með annað móðurmál en íslensku er gríðarlega mikilvæg vegna þess að tungumálið okkar er lykillinn að samfélaginu. Við þurfum menntakerfi þar sem nýjum áskorunum er svarað og þar sem dyr eru opnaðar einstaklingum óháð uppruna. Staðreyndin er sú að á sama tíma og hlutfall innflytjenda af þjóðinni hefur aldrei verið hærra hefur okkur tekist verr til en nágrannalöndum okkar í að kenna börnunum tungumálið. Þannig segir í stefnudrögum menntamálaráðuneytisins um menntun barna og ungmenna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn að það sé alvarleg staða að árið 2018 skuli einungis annar hver íslenskur nemandi af erlendum uppruna ná 2. hæfnisþrepi lesskilnings í PISA könnunum, sem er undir meðaltali OECD ríkjanna. Þetta skiptir máli því íslenskt mál er ekki einkamál málfræðibóka og stafsetningaprófa. Tungumálið er eftir allt saman tól til samskipta, tæki til að skiptast á hugmyndum, skoðunum og upplýsingum. Íslenskan opnar dyr fyrir viðkomandi inn í samfélagið. Þannig eru góð tök á íslenska tungumálinu til að mynda forsenda fyrir sérhæfðri menntun og flestar námsleiðir við Háskóla Íslands eru eingöngu kenndar á íslensku. Þá blasir við sú spurning hvort við ætlum að fjölga tungumálum innan háskólans eða að efla íslenskukennslu nýbúa. Ef hvorugt er valið mun háskólanám ekki vera í boði fyrir stóran hluta þjóðarinnar.Það er óásættanlegt og mikilvægt að við búum svo um hnútana að íslenskan sameini okkur en sundri ekki. Að hún verði tól sem hnýti allt samfélagið saman en hólfi einstaklinga ekki niður á ósanngjörnum forsendum. Íslenskukennsla er einn sá allra, ef ekki langmikilvægasti þátturinn, í því að skapa hér opið samfélag. Þess vegna á hún að vera ofarlega á blaði hjá stjórnvöldum. Það þarf meira fjármagn í rannsóknir, það þarf að gefa kennurum meira rými til þess að þróa kennsluaðferðir sínar og við megum alls ekki óttast að mæta viðfangsefninu með skapandi hætti. Á Ísafirði undanfarin ár hefur verið unnið einstakt starf á sumarnámskeiði Tungumálatöfra þar sem börnum af fjölbreyttum uppruna hefur verið kennd íslenska á margvíslegan hátt með listsköpun og leik að vopni. Undirrituð er ekki íslenskukennari en er hins vegar mikil áhugakona um fegurð fjölmenningarsamfélagsins. Á mánudaginn næstkomandi munu Tungumálatöfrar í samstarfi við prófessorsembætti Jóns Sigurðssonar standa að málþingi um íslenskukennslu í fjölmenningarsamfélagi. Þar munu sérfræðingar úr ólíkum áttum ræða gildi íslenskukennslu og þróun hennar. Ég ber þá von í brjósti mér að okkur muni takast á þessu málþingi að opna umræðuna enn frekar fyrir almenningi og varpa ljósi á það hve nauðsynleg íslenskukennsla fyrir börn innflytjenda er á Íslandi. Varpa ljósi á það hvernig við getum tryggt að íslenskan sameini okkur en sundri ekki. Höfundur er málþingsstýra Tungumálatöfra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Alexandra Ýr van Erven Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur íslenskt samfélag breyst úr því að vera tiltölulega einsleitt samfélag yfir í það fjölmenningarsamfélag sem það er nú. Þessi breyting gerðist seint hér á Íslandi og mun síðar en á hinum Norðurlöndunum. Sem dæmi má nefna að þegar pabbi minn flutti hingað frá Hollandi fyrir um 30 árum síðan var innan við 2% þjóðarinnar af erlendum uppruna. Árið 2020 var hlutfallið komið upp í 15,2% prósent þjóðarinnar. Um leið og flóra samfélagsins breytist þurfa kerfin okkar að breytast með og menntakerfið er þar ekki undanskilið. Ný viðfangsefni breytts samfélags hafa sprottið upp og við þurfum að takast á við þau. Íslenskukennsla barna með annað móðurmál en íslensku er gríðarlega mikilvæg vegna þess að tungumálið okkar er lykillinn að samfélaginu. Við þurfum menntakerfi þar sem nýjum áskorunum er svarað og þar sem dyr eru opnaðar einstaklingum óháð uppruna. Staðreyndin er sú að á sama tíma og hlutfall innflytjenda af þjóðinni hefur aldrei verið hærra hefur okkur tekist verr til en nágrannalöndum okkar í að kenna börnunum tungumálið. Þannig segir í stefnudrögum menntamálaráðuneytisins um menntun barna og ungmenna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn að það sé alvarleg staða að árið 2018 skuli einungis annar hver íslenskur nemandi af erlendum uppruna ná 2. hæfnisþrepi lesskilnings í PISA könnunum, sem er undir meðaltali OECD ríkjanna. Þetta skiptir máli því íslenskt mál er ekki einkamál málfræðibóka og stafsetningaprófa. Tungumálið er eftir allt saman tól til samskipta, tæki til að skiptast á hugmyndum, skoðunum og upplýsingum. Íslenskan opnar dyr fyrir viðkomandi inn í samfélagið. Þannig eru góð tök á íslenska tungumálinu til að mynda forsenda fyrir sérhæfðri menntun og flestar námsleiðir við Háskóla Íslands eru eingöngu kenndar á íslensku. Þá blasir við sú spurning hvort við ætlum að fjölga tungumálum innan háskólans eða að efla íslenskukennslu nýbúa. Ef hvorugt er valið mun háskólanám ekki vera í boði fyrir stóran hluta þjóðarinnar.Það er óásættanlegt og mikilvægt að við búum svo um hnútana að íslenskan sameini okkur en sundri ekki. Að hún verði tól sem hnýti allt samfélagið saman en hólfi einstaklinga ekki niður á ósanngjörnum forsendum. Íslenskukennsla er einn sá allra, ef ekki langmikilvægasti þátturinn, í því að skapa hér opið samfélag. Þess vegna á hún að vera ofarlega á blaði hjá stjórnvöldum. Það þarf meira fjármagn í rannsóknir, það þarf að gefa kennurum meira rými til þess að þróa kennsluaðferðir sínar og við megum alls ekki óttast að mæta viðfangsefninu með skapandi hætti. Á Ísafirði undanfarin ár hefur verið unnið einstakt starf á sumarnámskeiði Tungumálatöfra þar sem börnum af fjölbreyttum uppruna hefur verið kennd íslenska á margvíslegan hátt með listsköpun og leik að vopni. Undirrituð er ekki íslenskukennari en er hins vegar mikil áhugakona um fegurð fjölmenningarsamfélagsins. Á mánudaginn næstkomandi munu Tungumálatöfrar í samstarfi við prófessorsembætti Jóns Sigurðssonar standa að málþingi um íslenskukennslu í fjölmenningarsamfélagi. Þar munu sérfræðingar úr ólíkum áttum ræða gildi íslenskukennslu og þróun hennar. Ég ber þá von í brjósti mér að okkur muni takast á þessu málþingi að opna umræðuna enn frekar fyrir almenningi og varpa ljósi á það hve nauðsynleg íslenskukennsla fyrir börn innflytjenda er á Íslandi. Varpa ljósi á það hvernig við getum tryggt að íslenskan sameini okkur en sundri ekki. Höfundur er málþingsstýra Tungumálatöfra.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun