Íslenska á að sameina ekki sundra Alexandra Ýr van Erven skrifar 6. ágúst 2021 11:01 Á síðustu árum hefur íslenskt samfélag breyst úr því að vera tiltölulega einsleitt samfélag yfir í það fjölmenningarsamfélag sem það er nú. Þessi breyting gerðist seint hér á Íslandi og mun síðar en á hinum Norðurlöndunum. Sem dæmi má nefna að þegar pabbi minn flutti hingað frá Hollandi fyrir um 30 árum síðan var innan við 2% þjóðarinnar af erlendum uppruna. Árið 2020 var hlutfallið komið upp í 15,2% prósent þjóðarinnar. Um leið og flóra samfélagsins breytist þurfa kerfin okkar að breytast með og menntakerfið er þar ekki undanskilið. Ný viðfangsefni breytts samfélags hafa sprottið upp og við þurfum að takast á við þau. Íslenskukennsla barna með annað móðurmál en íslensku er gríðarlega mikilvæg vegna þess að tungumálið okkar er lykillinn að samfélaginu. Við þurfum menntakerfi þar sem nýjum áskorunum er svarað og þar sem dyr eru opnaðar einstaklingum óháð uppruna. Staðreyndin er sú að á sama tíma og hlutfall innflytjenda af þjóðinni hefur aldrei verið hærra hefur okkur tekist verr til en nágrannalöndum okkar í að kenna börnunum tungumálið. Þannig segir í stefnudrögum menntamálaráðuneytisins um menntun barna og ungmenna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn að það sé alvarleg staða að árið 2018 skuli einungis annar hver íslenskur nemandi af erlendum uppruna ná 2. hæfnisþrepi lesskilnings í PISA könnunum, sem er undir meðaltali OECD ríkjanna. Þetta skiptir máli því íslenskt mál er ekki einkamál málfræðibóka og stafsetningaprófa. Tungumálið er eftir allt saman tól til samskipta, tæki til að skiptast á hugmyndum, skoðunum og upplýsingum. Íslenskan opnar dyr fyrir viðkomandi inn í samfélagið. Þannig eru góð tök á íslenska tungumálinu til að mynda forsenda fyrir sérhæfðri menntun og flestar námsleiðir við Háskóla Íslands eru eingöngu kenndar á íslensku. Þá blasir við sú spurning hvort við ætlum að fjölga tungumálum innan háskólans eða að efla íslenskukennslu nýbúa. Ef hvorugt er valið mun háskólanám ekki vera í boði fyrir stóran hluta þjóðarinnar.Það er óásættanlegt og mikilvægt að við búum svo um hnútana að íslenskan sameini okkur en sundri ekki. Að hún verði tól sem hnýti allt samfélagið saman en hólfi einstaklinga ekki niður á ósanngjörnum forsendum. Íslenskukennsla er einn sá allra, ef ekki langmikilvægasti þátturinn, í því að skapa hér opið samfélag. Þess vegna á hún að vera ofarlega á blaði hjá stjórnvöldum. Það þarf meira fjármagn í rannsóknir, það þarf að gefa kennurum meira rými til þess að þróa kennsluaðferðir sínar og við megum alls ekki óttast að mæta viðfangsefninu með skapandi hætti. Á Ísafirði undanfarin ár hefur verið unnið einstakt starf á sumarnámskeiði Tungumálatöfra þar sem börnum af fjölbreyttum uppruna hefur verið kennd íslenska á margvíslegan hátt með listsköpun og leik að vopni. Undirrituð er ekki íslenskukennari en er hins vegar mikil áhugakona um fegurð fjölmenningarsamfélagsins. Á mánudaginn næstkomandi munu Tungumálatöfrar í samstarfi við prófessorsembætti Jóns Sigurðssonar standa að málþingi um íslenskukennslu í fjölmenningarsamfélagi. Þar munu sérfræðingar úr ólíkum áttum ræða gildi íslenskukennslu og þróun hennar. Ég ber þá von í brjósti mér að okkur muni takast á þessu málþingi að opna umræðuna enn frekar fyrir almenningi og varpa ljósi á það hve nauðsynleg íslenskukennsla fyrir börn innflytjenda er á Íslandi. Varpa ljósi á það hvernig við getum tryggt að íslenskan sameini okkur en sundri ekki. Höfundur er málþingsstýra Tungumálatöfra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Alexandra Ýr van Erven Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur íslenskt samfélag breyst úr því að vera tiltölulega einsleitt samfélag yfir í það fjölmenningarsamfélag sem það er nú. Þessi breyting gerðist seint hér á Íslandi og mun síðar en á hinum Norðurlöndunum. Sem dæmi má nefna að þegar pabbi minn flutti hingað frá Hollandi fyrir um 30 árum síðan var innan við 2% þjóðarinnar af erlendum uppruna. Árið 2020 var hlutfallið komið upp í 15,2% prósent þjóðarinnar. Um leið og flóra samfélagsins breytist þurfa kerfin okkar að breytast með og menntakerfið er þar ekki undanskilið. Ný viðfangsefni breytts samfélags hafa sprottið upp og við þurfum að takast á við þau. Íslenskukennsla barna með annað móðurmál en íslensku er gríðarlega mikilvæg vegna þess að tungumálið okkar er lykillinn að samfélaginu. Við þurfum menntakerfi þar sem nýjum áskorunum er svarað og þar sem dyr eru opnaðar einstaklingum óháð uppruna. Staðreyndin er sú að á sama tíma og hlutfall innflytjenda af þjóðinni hefur aldrei verið hærra hefur okkur tekist verr til en nágrannalöndum okkar í að kenna börnunum tungumálið. Þannig segir í stefnudrögum menntamálaráðuneytisins um menntun barna og ungmenna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn að það sé alvarleg staða að árið 2018 skuli einungis annar hver íslenskur nemandi af erlendum uppruna ná 2. hæfnisþrepi lesskilnings í PISA könnunum, sem er undir meðaltali OECD ríkjanna. Þetta skiptir máli því íslenskt mál er ekki einkamál málfræðibóka og stafsetningaprófa. Tungumálið er eftir allt saman tól til samskipta, tæki til að skiptast á hugmyndum, skoðunum og upplýsingum. Íslenskan opnar dyr fyrir viðkomandi inn í samfélagið. Þannig eru góð tök á íslenska tungumálinu til að mynda forsenda fyrir sérhæfðri menntun og flestar námsleiðir við Háskóla Íslands eru eingöngu kenndar á íslensku. Þá blasir við sú spurning hvort við ætlum að fjölga tungumálum innan háskólans eða að efla íslenskukennslu nýbúa. Ef hvorugt er valið mun háskólanám ekki vera í boði fyrir stóran hluta þjóðarinnar.Það er óásættanlegt og mikilvægt að við búum svo um hnútana að íslenskan sameini okkur en sundri ekki. Að hún verði tól sem hnýti allt samfélagið saman en hólfi einstaklinga ekki niður á ósanngjörnum forsendum. Íslenskukennsla er einn sá allra, ef ekki langmikilvægasti þátturinn, í því að skapa hér opið samfélag. Þess vegna á hún að vera ofarlega á blaði hjá stjórnvöldum. Það þarf meira fjármagn í rannsóknir, það þarf að gefa kennurum meira rými til þess að þróa kennsluaðferðir sínar og við megum alls ekki óttast að mæta viðfangsefninu með skapandi hætti. Á Ísafirði undanfarin ár hefur verið unnið einstakt starf á sumarnámskeiði Tungumálatöfra þar sem börnum af fjölbreyttum uppruna hefur verið kennd íslenska á margvíslegan hátt með listsköpun og leik að vopni. Undirrituð er ekki íslenskukennari en er hins vegar mikil áhugakona um fegurð fjölmenningarsamfélagsins. Á mánudaginn næstkomandi munu Tungumálatöfrar í samstarfi við prófessorsembætti Jóns Sigurðssonar standa að málþingi um íslenskukennslu í fjölmenningarsamfélagi. Þar munu sérfræðingar úr ólíkum áttum ræða gildi íslenskukennslu og þróun hennar. Ég ber þá von í brjósti mér að okkur muni takast á þessu málþingi að opna umræðuna enn frekar fyrir almenningi og varpa ljósi á það hve nauðsynleg íslenskukennsla fyrir börn innflytjenda er á Íslandi. Varpa ljósi á það hvernig við getum tryggt að íslenskan sameini okkur en sundri ekki. Höfundur er málþingsstýra Tungumálatöfra.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun