Helgi tekur við KR af Darra Frey Atlasyni sem hætti með liðið vegna anna í vinnu. Á síðasta tímabili endaði KR í 5. sæti Domino's deildar karla og féll úr leik fyrir Keflavík, 3-0, í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Þar með lauk sex ára einokun KR-inga á Íslandsmeistaratitlinum.
Helgi og Jakob eru uppaldir KR-ingar og af hinni frægu 1982-kynslóð. Þeir lögðu báðir skóna á hilluna eftir síðasta tímabil.
Þetta er í annað sinn sem Helgi stýrir KR en hann var spilandi þjálfari liðsins tímabilið 2012-13. Honum til aðstoðar var Finnur Freyr Stefánsson sem tók svo við KR um sumarið og gerði liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð.