Auðsöfnun fárra og fjársvelt almannaþjónusta Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 6. ágúst 2021 10:01 Ríkasta 1 prósent landsmanna á samtals 902 milljarða í eigin fé samkvæmt skattframtalsgögnum ríkisskattstjóra. Þar af eiga 240 heimili – ríkasta 0,1 prósent skattgreiðenda – 293 milljarða. Raunverulegar eignir fólksins eru reyndar miklu meiri að umfangi, enda eru hlutabréf talin á nafnvirði í gögnum ríkisskattstjóra og fasteignir á fasteignamatsverði. Í hópnum eru til dæmis eigendur stórútgerðarfyrirtækja sem njóta þeirra forréttinda að fá úthlutaðan fiskveiðikvóta langt undir markaðsvirði. Arðgreiðslur til fyrirtækjanna síðastliðinn áratug eru langt umfram það sem þjóðin hefur fengið í arð af auðlindinni í formi veiðigjalds. Eigið fé ríkasta 0,1 prósentsins jókst um 10,8 milljarða í fyrra og hefur alls vaxið um 131 milljarð frá 2010. Flestir í hópnum lifa á fjármagnstekjum og borga þannig miklu lægra hlutfall tekna sinna í skatt heldur en almennt launafólk greiðir af sínum tekjum. Þetta eru engin náttúrulögmál heldur afleiðing af pólitískum ákvörðunum fólksins sem stjórnar Íslandi, flokkanna sem viðhalda gamaldags skattkerfi, standa vörð um óbreytt gjafakvótafyrirkomulag í sjávarútvegi og lögðu áherslu á það í miðjum heimsfaraldri að lækka enn frekar skatta á þau ríku, veikja skattrannsóknir og selja eignarhlut ríkisins í banka á undirverði. Sama fólkið lætur eins og það séu ekki til peningar til að reka vel fjármagnað heilbrigðiskerfi, starfrækja þjóðarsjúkrahús þar sem sjúklingar hírast ekki á göngum, salernum og í geymslum og bráðamóttöku sem er ekki alltaf einu rútuslysi frá því að fara á hliðina. Sama fólkið lætur eins og það sé allt á réttri leið þegar það þarf ekki nema þrjár Covid-innlagnir til að setja Landspítalann á hættustig, þegar fjöldi sjúkraplássa á Íslandi miðað við höfðatölu er undir meðaltali OECD-ríkja og þegar hundruð barna þurfa að bíða í meira en ár eftir nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu. Við vitum betur. Það er nóg til og það er hægt að forgangsraða öðruvísi – í þágu sterkrar grunnþjónustu og velferðar. En það kallar ekki aðeins á skipulagsbreytingar og betri ráðstöfun fjármuna heldur einnig aukin útgjöld, meðal annars varanleg rekstrarútgjöld sem skynsamlegast er að mæta með aukinni tekjuöflun. Það væri óráð að mæta útgjaldaaukningunni með hærri sköttum á almennt launafólk, t.d. hjúkrunarfræðingana, kennarana og afgreiðslufólkið í verslunum sem hafa þurft að færa fórnir í heimsfaraldrinum. Við skulum miklu frekar sameinast um sanngjörn auðlindagjöld og hærri skatta á allra hæstu eignir og tekjur. Þannig tökum við heildarhagsmuni samfélagsins fram yfir sérhagsmuni hinna fáu og fjársterku. Um þetta verður kosið í alþingiskosningum 25. september. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkasta 1 prósent landsmanna á samtals 902 milljarða í eigin fé samkvæmt skattframtalsgögnum ríkisskattstjóra. Þar af eiga 240 heimili – ríkasta 0,1 prósent skattgreiðenda – 293 milljarða. Raunverulegar eignir fólksins eru reyndar miklu meiri að umfangi, enda eru hlutabréf talin á nafnvirði í gögnum ríkisskattstjóra og fasteignir á fasteignamatsverði. Í hópnum eru til dæmis eigendur stórútgerðarfyrirtækja sem njóta þeirra forréttinda að fá úthlutaðan fiskveiðikvóta langt undir markaðsvirði. Arðgreiðslur til fyrirtækjanna síðastliðinn áratug eru langt umfram það sem þjóðin hefur fengið í arð af auðlindinni í formi veiðigjalds. Eigið fé ríkasta 0,1 prósentsins jókst um 10,8 milljarða í fyrra og hefur alls vaxið um 131 milljarð frá 2010. Flestir í hópnum lifa á fjármagnstekjum og borga þannig miklu lægra hlutfall tekna sinna í skatt heldur en almennt launafólk greiðir af sínum tekjum. Þetta eru engin náttúrulögmál heldur afleiðing af pólitískum ákvörðunum fólksins sem stjórnar Íslandi, flokkanna sem viðhalda gamaldags skattkerfi, standa vörð um óbreytt gjafakvótafyrirkomulag í sjávarútvegi og lögðu áherslu á það í miðjum heimsfaraldri að lækka enn frekar skatta á þau ríku, veikja skattrannsóknir og selja eignarhlut ríkisins í banka á undirverði. Sama fólkið lætur eins og það séu ekki til peningar til að reka vel fjármagnað heilbrigðiskerfi, starfrækja þjóðarsjúkrahús þar sem sjúklingar hírast ekki á göngum, salernum og í geymslum og bráðamóttöku sem er ekki alltaf einu rútuslysi frá því að fara á hliðina. Sama fólkið lætur eins og það sé allt á réttri leið þegar það þarf ekki nema þrjár Covid-innlagnir til að setja Landspítalann á hættustig, þegar fjöldi sjúkraplássa á Íslandi miðað við höfðatölu er undir meðaltali OECD-ríkja og þegar hundruð barna þurfa að bíða í meira en ár eftir nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu. Við vitum betur. Það er nóg til og það er hægt að forgangsraða öðruvísi – í þágu sterkrar grunnþjónustu og velferðar. En það kallar ekki aðeins á skipulagsbreytingar og betri ráðstöfun fjármuna heldur einnig aukin útgjöld, meðal annars varanleg rekstrarútgjöld sem skynsamlegast er að mæta með aukinni tekjuöflun. Það væri óráð að mæta útgjaldaaukningunni með hærri sköttum á almennt launafólk, t.d. hjúkrunarfræðingana, kennarana og afgreiðslufólkið í verslunum sem hafa þurft að færa fórnir í heimsfaraldrinum. Við skulum miklu frekar sameinast um sanngjörn auðlindagjöld og hærri skatta á allra hæstu eignir og tekjur. Þannig tökum við heildarhagsmuni samfélagsins fram yfir sérhagsmuni hinna fáu og fjársterku. Um þetta verður kosið í alþingiskosningum 25. september. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun