Menningarlegt vandamál Jónas Elíasson skrifar 3. ágúst 2021 16:01 Menning er sígilt umræðuefni, sérstaklega hjá þeim sem vilja tjá sig um heimsvandann og góðan vilja til að vinna bug á honum. Efst á blaði er loftslagsvandinn, með svo mögnuðum heimsendaspádómum að börn eru frávita af skelfingu. Ekki bara sænski táningurinn frægi. Íslensk börn eru farin að tjá skelfingu sína á Rás 1. Mengun er svo yfirleitt næst í röðinni. Gera þurfi allt sem hægt er til að draga úr henni. Og svo er það nýjasta bölið sem er bílamenningin, (sjá t.d. Rakel Guðmundsdóttir í Kjarnanum 24. júlí 2021). Óvönduð umræða Stóri vandinn sem blasir hér við er sá, að fólk sem tekur þátt í umræðunni virðist sjá litla sem enga þörf á því að kynna sér málin, þrátt fyrir gnótt ágætra upplýsinga á netinu. Þetta á ekki hvað síst við loftslagspredikara. Þeir sýna lítinn sem engan áhuga á loftslagssögunni. Mengunarpostular hafa ekki fyrir því að kynna sér tölur á loftgæðasíðum og andstæðingar bílamenningar hafa minni en engan áhuga á því að mæta samgönguþörf nútímaþjóðfélags. Fínu nöfnin Þetta er þó ekki aðalmálið. Stærsti vandinn felst í stjórnmálamönnum sem vaða fram með miklar fyrirætlanir um að laga loftslagið, mengunina og bílamenninguna, oftar en ekki í einum pakka með einhverju fínu nafni og með það að markmiði að sópa að sér atkvæðum fólks sem bíður óþreyjufullt eftir, jafnvel bara einhverjum, aðgerðum heiminum til bjargar. Pólitíski áróðurinn Þessar áætlanir með fínu nöfnin eru misvondar. Loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar gerir hvorki eitt eða neitt fyrir loftslagið, en stór partur af þeim fjármunum færi sjálfsagt í landgræðslu og skógrækt hvort eð er. Þarna er því fyrst og fremst verið að breyta heiti á útgjaldaliðum. Á hinum endanum, höfum við svo borgarlínuna, fokdýra framkvæmd sem munu skila litlum sem engum árangri. Fullt af fólki heldur að borgarlínan sé til bjargar loftslaginu, menguninni og til að berja niður bílamenninguna, allt í einum pakka. Þennan misskilning má rekja til þess þunga pólitíska áróðurs sem haldið hefur verið á lofti þess efnis að útblástur minnki, mengun verði minni og bílum fækki. Til að sjá að þessu er þveröfugt farið, þarf ekki annað en ná í aðgengilegar upplýsingar, gera útreikninga sem komast fyrir aftan á umslagi og í þetta þarf bara þá stærðfræðikunnáttu sem dugar fyrir matreiðslunámskeið. Á samgongurfyriralla.is má sjá þetta nánar útfært. Sannleikur að hluta til Það skaðlega við þetta er, þegar menntamenn eru dregnir inn í svona áætlanir, látnir vitna um ágæti framtaksins með því að svara einhverjum þröngum spurningum og skrifa skýrslur um. Það má skrifa langar skýrslur um hvað sparast mikill útblástur með því að setja um 200 strætóa á rafmagn, og það má alveg sleppa því að setja í skýrsluna spurninguna um af hverju það er ekki búið að setja Strætó bs á rafmagn fyrir löngu. Það má skrifa um hvað fækkun um 10.000 bíla minnkar rykmengun og sleppa síðan því að eini virkilega heilsuspillandi mengunartoppurinn á höfuðborgarsvæðinu er á gamlárskvöld og nýársdag. Það þarf heldur ekkert að minnast á það, að engar líkur eru á því að bílum fækki nokkuð svo muni um á næstu áratugum. Til þess er ferðatími að meðaltali of stuttur á höfuðborgarsvæðinu og meðalhraði strætó of lágur. Samkeppnisstaða almenningssamganga við einkabílinn er m.ö.o. ansi snúin. Vandaðar rannsóknir og áætlanir eru nauðsynlegar til að viðhalda menntunarstigi þjóðarinnar. en það sem að hér er talið virkar í hina áttina. Þegar er farið að bera á BS og MS ritgerðum í háskólunum í sama stíl og skýrslurnar sem lýst er á undan. Þetta er mikill skaði og er ábyrgð þeirra pólitíkusa mikil sem hér koma að málum. Höfundur er rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Elíasson Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Menning er sígilt umræðuefni, sérstaklega hjá þeim sem vilja tjá sig um heimsvandann og góðan vilja til að vinna bug á honum. Efst á blaði er loftslagsvandinn, með svo mögnuðum heimsendaspádómum að börn eru frávita af skelfingu. Ekki bara sænski táningurinn frægi. Íslensk börn eru farin að tjá skelfingu sína á Rás 1. Mengun er svo yfirleitt næst í röðinni. Gera þurfi allt sem hægt er til að draga úr henni. Og svo er það nýjasta bölið sem er bílamenningin, (sjá t.d. Rakel Guðmundsdóttir í Kjarnanum 24. júlí 2021). Óvönduð umræða Stóri vandinn sem blasir hér við er sá, að fólk sem tekur þátt í umræðunni virðist sjá litla sem enga þörf á því að kynna sér málin, þrátt fyrir gnótt ágætra upplýsinga á netinu. Þetta á ekki hvað síst við loftslagspredikara. Þeir sýna lítinn sem engan áhuga á loftslagssögunni. Mengunarpostular hafa ekki fyrir því að kynna sér tölur á loftgæðasíðum og andstæðingar bílamenningar hafa minni en engan áhuga á því að mæta samgönguþörf nútímaþjóðfélags. Fínu nöfnin Þetta er þó ekki aðalmálið. Stærsti vandinn felst í stjórnmálamönnum sem vaða fram með miklar fyrirætlanir um að laga loftslagið, mengunina og bílamenninguna, oftar en ekki í einum pakka með einhverju fínu nafni og með það að markmiði að sópa að sér atkvæðum fólks sem bíður óþreyjufullt eftir, jafnvel bara einhverjum, aðgerðum heiminum til bjargar. Pólitíski áróðurinn Þessar áætlanir með fínu nöfnin eru misvondar. Loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar gerir hvorki eitt eða neitt fyrir loftslagið, en stór partur af þeim fjármunum færi sjálfsagt í landgræðslu og skógrækt hvort eð er. Þarna er því fyrst og fremst verið að breyta heiti á útgjaldaliðum. Á hinum endanum, höfum við svo borgarlínuna, fokdýra framkvæmd sem munu skila litlum sem engum árangri. Fullt af fólki heldur að borgarlínan sé til bjargar loftslaginu, menguninni og til að berja niður bílamenninguna, allt í einum pakka. Þennan misskilning má rekja til þess þunga pólitíska áróðurs sem haldið hefur verið á lofti þess efnis að útblástur minnki, mengun verði minni og bílum fækki. Til að sjá að þessu er þveröfugt farið, þarf ekki annað en ná í aðgengilegar upplýsingar, gera útreikninga sem komast fyrir aftan á umslagi og í þetta þarf bara þá stærðfræðikunnáttu sem dugar fyrir matreiðslunámskeið. Á samgongurfyriralla.is má sjá þetta nánar útfært. Sannleikur að hluta til Það skaðlega við þetta er, þegar menntamenn eru dregnir inn í svona áætlanir, látnir vitna um ágæti framtaksins með því að svara einhverjum þröngum spurningum og skrifa skýrslur um. Það má skrifa langar skýrslur um hvað sparast mikill útblástur með því að setja um 200 strætóa á rafmagn, og það má alveg sleppa því að setja í skýrsluna spurninguna um af hverju það er ekki búið að setja Strætó bs á rafmagn fyrir löngu. Það má skrifa um hvað fækkun um 10.000 bíla minnkar rykmengun og sleppa síðan því að eini virkilega heilsuspillandi mengunartoppurinn á höfuðborgarsvæðinu er á gamlárskvöld og nýársdag. Það þarf heldur ekkert að minnast á það, að engar líkur eru á því að bílum fækki nokkuð svo muni um á næstu áratugum. Til þess er ferðatími að meðaltali of stuttur á höfuðborgarsvæðinu og meðalhraði strætó of lágur. Samkeppnisstaða almenningssamganga við einkabílinn er m.ö.o. ansi snúin. Vandaðar rannsóknir og áætlanir eru nauðsynlegar til að viðhalda menntunarstigi þjóðarinnar. en það sem að hér er talið virkar í hina áttina. Þegar er farið að bera á BS og MS ritgerðum í háskólunum í sama stíl og skýrslurnar sem lýst er á undan. Þetta er mikill skaði og er ábyrgð þeirra pólitíkusa mikil sem hér koma að málum. Höfundur er rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun