Að rýna í tölur – vegna fréttar RÚV 2. ágúst Kristjana Ásbjörnsdóttir skrifar 3. ágúst 2021 08:01 Í dag birtist frétt á vef Ríkisútvarpsins um ný gögn frá bandarísku sóttvarnastofnuninni CDC þar sem sýnt fram á gagnsemi bólusetninga í baráttunni við Covid þar í landi. Það er mikilvægt að miðla ekki eingöngu neikvæðum fréttum af framvindu faraldursins, og ánægjulegt að Ríkisútvarpið greini frá góðum árangri baráttunnar annars staðar. Hins vegar er ekki vandað nógu vel til verka við vinnslu fréttarinnar, sem er unnin upp úr frétt CNN. Meðferð talna er verulega ábótavant, svo mjög að sannleikurinn skolast til. Strax í fyrstu setningu fréttarinnar segir „Meðal bólusettra Bandaríkjamanna, sem sýkst hafa af kórónuveirunni, hafa 99,999% hvorki þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda né látist úr veirunni.“ [feitletrun höfundar]. Þetta væri ansi merkileg tala ef sönn væri. Hið rétta er að þetta er hlutfall alls bólusetts Bandaríkjafólks, alls óháð því hvort það hefur sýkst eða ekki. Innskotið „sem sýkst hafa af kórónuveirunni“ gjörbreytir merkingu setningarinnar. Í næstu málsgrein segir „Bandaríska sóttvarnastofnunin hafði, þann 26. júlí, skráð hátt í 6.600 alvarleg veikindi af völdum COVID-19-sýkingar þar í landi. Þeirra á meðal voru 6.239 sjúkrahúsinnlagnir og 1.263 andlát.“ Þetta hljómar undarlega í eyrum þeirra sem muna að í Bandaríkjunum hafa rúmlega 610 þúsund látist af völdum Covid. Enda kemur á daginn að um er að ræða fjölda alvarlegra veikra sem hafa verið skráð á meðal bólusettra í Bandaríkjunum síðan bólusetningar hófust – 6.600 alls. Þá segir í fréttinni „Með því að rýna í ofangreinda tölfræði og deila fjölda alvarlegra tilfella með fjölda bólusettra í Bandaríkjunum komst sóttvarnastofnun að eftirfarandi: aðeins 0,004% fullbólusettra fengu alvarleg einkenni og þurftu á sjúkrahúsinnlögn að halda. Þá var 0,001% þeirra sem létust af völdum kórónuveirunnar bólusett eða 99,999% óbólusett.“ Fyrri hluta málsgreinarinnar má lesa þannig, eins og satt er, að hingað til hafa aðeins 0,004% fullbólusettra í Bandaríkjunum veikst svo illa af covid að þau hafa þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda. En seinni hlutinn, þar sem fullyrt er að 0,001% dauðsfalla hafi verið á meðal bólusettra, er rangur. Til þess að þessi fullyrðing stæðist – 0,001% er 1 af hverjum 100.000 – þá mættu aðeins sex til sjö af þeim 610 þúsund í Bandaríkjunum sem hafa látist af völdum veirunnar til þessa hafa verið fullbólusettir einstaklingar. Hið rétta er að hingað til hefur 0,001% fullbólusettra í BNA látist af völdum Covid, á meðan 99,999% hafa ekki gert það. Góðar tölur, en ansi langt frá því sem haldið er fram í fréttinni. Í umfjöllun CNN, sem vísað er í á RÚV.is, er greint frá því að meira en 90% smita og 95% alvarlegra veikinda og dauðsfalla í öllum fylkjum Bandaríkjanna í dag eru á meðal óbólusettra einstaklinga, og raunar er hlutfallið víðast hvar nær 98%. Þar sem aðeins um helmingur bandarísku þjóðarinnar hefur þegið bólusetningu sýna þessar tölur fram á ótvíræða gagnsemi bóluefnanna. Ef 95% sjúkrahúsinnlagna eru á meðal óbólusettra jafngildir það tuttugufalt hærri tíðni á meðal óbólusettra en bólusettra, en fimmtíufalt hærri tíðni ef það eru 98%. Þegar litið er til þess að bólusetningarhlutfallið er hæst meðal fólks sem er í áhættuhóp vegna aldurs og undirliggjandi sjúkdóma er ávinningurinn enn augljósari. Einstaklingar sem hafa kosið að láta bólusetja sig voru að meðaltali í meiri hættu en þeir sem kusu að sleppa því, en nú er því þveröfugt farið, þrátt fyrir öra útbreiðslu Delta-afbrigðisins í Bandaríkjunum. Það er mikilvægt að halda á lofti góðum fréttum í baráttunni við covid. En í upplýsingaóreiðunni sem fylgir faraldrinum þarf að vanda til verka, ekki síður þegar fréttirnar eru góðar. Höfundur er lektor í faraldsfræði við Miðstöð í Lýðheilsuvísindum, Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Sjá meira
Í dag birtist frétt á vef Ríkisútvarpsins um ný gögn frá bandarísku sóttvarnastofnuninni CDC þar sem sýnt fram á gagnsemi bólusetninga í baráttunni við Covid þar í landi. Það er mikilvægt að miðla ekki eingöngu neikvæðum fréttum af framvindu faraldursins, og ánægjulegt að Ríkisútvarpið greini frá góðum árangri baráttunnar annars staðar. Hins vegar er ekki vandað nógu vel til verka við vinnslu fréttarinnar, sem er unnin upp úr frétt CNN. Meðferð talna er verulega ábótavant, svo mjög að sannleikurinn skolast til. Strax í fyrstu setningu fréttarinnar segir „Meðal bólusettra Bandaríkjamanna, sem sýkst hafa af kórónuveirunni, hafa 99,999% hvorki þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda né látist úr veirunni.“ [feitletrun höfundar]. Þetta væri ansi merkileg tala ef sönn væri. Hið rétta er að þetta er hlutfall alls bólusetts Bandaríkjafólks, alls óháð því hvort það hefur sýkst eða ekki. Innskotið „sem sýkst hafa af kórónuveirunni“ gjörbreytir merkingu setningarinnar. Í næstu málsgrein segir „Bandaríska sóttvarnastofnunin hafði, þann 26. júlí, skráð hátt í 6.600 alvarleg veikindi af völdum COVID-19-sýkingar þar í landi. Þeirra á meðal voru 6.239 sjúkrahúsinnlagnir og 1.263 andlát.“ Þetta hljómar undarlega í eyrum þeirra sem muna að í Bandaríkjunum hafa rúmlega 610 þúsund látist af völdum Covid. Enda kemur á daginn að um er að ræða fjölda alvarlegra veikra sem hafa verið skráð á meðal bólusettra í Bandaríkjunum síðan bólusetningar hófust – 6.600 alls. Þá segir í fréttinni „Með því að rýna í ofangreinda tölfræði og deila fjölda alvarlegra tilfella með fjölda bólusettra í Bandaríkjunum komst sóttvarnastofnun að eftirfarandi: aðeins 0,004% fullbólusettra fengu alvarleg einkenni og þurftu á sjúkrahúsinnlögn að halda. Þá var 0,001% þeirra sem létust af völdum kórónuveirunnar bólusett eða 99,999% óbólusett.“ Fyrri hluta málsgreinarinnar má lesa þannig, eins og satt er, að hingað til hafa aðeins 0,004% fullbólusettra í Bandaríkjunum veikst svo illa af covid að þau hafa þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda. En seinni hlutinn, þar sem fullyrt er að 0,001% dauðsfalla hafi verið á meðal bólusettra, er rangur. Til þess að þessi fullyrðing stæðist – 0,001% er 1 af hverjum 100.000 – þá mættu aðeins sex til sjö af þeim 610 þúsund í Bandaríkjunum sem hafa látist af völdum veirunnar til þessa hafa verið fullbólusettir einstaklingar. Hið rétta er að hingað til hefur 0,001% fullbólusettra í BNA látist af völdum Covid, á meðan 99,999% hafa ekki gert það. Góðar tölur, en ansi langt frá því sem haldið er fram í fréttinni. Í umfjöllun CNN, sem vísað er í á RÚV.is, er greint frá því að meira en 90% smita og 95% alvarlegra veikinda og dauðsfalla í öllum fylkjum Bandaríkjanna í dag eru á meðal óbólusettra einstaklinga, og raunar er hlutfallið víðast hvar nær 98%. Þar sem aðeins um helmingur bandarísku þjóðarinnar hefur þegið bólusetningu sýna þessar tölur fram á ótvíræða gagnsemi bóluefnanna. Ef 95% sjúkrahúsinnlagna eru á meðal óbólusettra jafngildir það tuttugufalt hærri tíðni á meðal óbólusettra en bólusettra, en fimmtíufalt hærri tíðni ef það eru 98%. Þegar litið er til þess að bólusetningarhlutfallið er hæst meðal fólks sem er í áhættuhóp vegna aldurs og undirliggjandi sjúkdóma er ávinningurinn enn augljósari. Einstaklingar sem hafa kosið að láta bólusetja sig voru að meðaltali í meiri hættu en þeir sem kusu að sleppa því, en nú er því þveröfugt farið, þrátt fyrir öra útbreiðslu Delta-afbrigðisins í Bandaríkjunum. Það er mikilvægt að halda á lofti góðum fréttum í baráttunni við covid. En í upplýsingaóreiðunni sem fylgir faraldrinum þarf að vanda til verka, ekki síður þegar fréttirnar eru góðar. Höfundur er lektor í faraldsfræði við Miðstöð í Lýðheilsuvísindum, Háskóla Íslands
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun