Formúla 1

Dæmdur úr leik að kvöldi eftir keppni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þarf líklega að skila þessum.
Þarf líklega að skila þessum. vísir/Getty

Þýski ökuþórinn Sebastian Vettel var nú rétt í þessu dæmdur úr keppni ungverska kappakstursins í Formúla 1 sem fram fór í dag.

Vettel sem keppir fyrir Aston Martin var ekki með nægilegt eldsneyti á bíl sínum eftir keppnina en samkvæmt reglum þarf að vera meira en einn líter á tanknum í lok keppni til að hægt sé að taka sýni af eldsneytinu.

Aðeins náðust 0,3 lítrar af eldsneyti þegar bíllinn var skoðaður eftir keppnina.

Hefur þetta talsverð áhrif á keppni ökuþóra þar sem Vettel varð annar í mark í kappakstrinum í dag en þessi dómur þýðir að Lewis Hamilton færist upp í annað sætið og Carlos Sainz, á Ferrari, fer upp í þriðja sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×