Er kerfahugsun of flókin fyrir stjórnmálamenn? Gísli Rafn Ólafsson skrifar 31. júlí 2021 10:01 Þegar fólk heyrir hugtakið kerfahugsun þá dettur eflaust flestum í hug að þar sé verið að tala um hvernig afdankaðir embættismenn hugsa um “Kerfið” sitt. En raunveruleikinn er að ekkert gæti verið fjarlægra, því það er einmitt mikill skortur á kerfahugsun hjá flestum embættis- og stjórnmálamönnum. Hugtakið kerfahugsun er þýðing á enska heitinu “systems thinking”, sem grundvallast á því að horfa ekki á hlutina í einangruðu umhverfi, heldur líta á alla þá hluti sem tengjast málefninu og að kanna vel allar forsendur og samhengið, hvernig hinir ýmsu þættir tengjast saman. Skimun ferðamanna Tökum nýlegt dæmi þar sem kerfahugsun hefði hjálpað til við að skilja betur orsakir og afleiðingar ákvarðana. Þann 1. júlí var ekki lengur gerð krafa um skimun bólusettra við komuna til landsins. Þetta var gert vegna þess að það kom hávær krafa frá ferðaþjónustunni sem vildi fá ferðamenn til landsins og vegna þess að ríkisstjórnin var búin að veðja á að sú atvinnugrein myndi taka hratt við sér og var ekki með neitt annað plan til að styrkja efnahaginn. Þarna gáfu aðilar sér þær forsendur að það væri einna helst krafa um sýnatöku við komuna til landsins (eða fyrir brottför) sem að fældi ferðamenn frá. Það eru hins vegar mun flóknara kerfi sem stýra ákvörðunum ferðamanna. Þar hefur áhrif hvernig sóttvarnarreglur eru í landinu sem þeir koma til, því engan langar að koma til lands þar sem allt er lokað. Að sama skapi vilja ferðamenn forðast það að þurfa að lenda í sóttkví bæði við komuna til landsins og við brottför frá landinu. Ef ferðaþjónustan, embættismenn og stjórnmálamenn hefðu horft á þessar ákvarðanir með kerfislægum hætti, þá hefðu þau áttað sig á því að það að hætta að skima jók áhættu á að smit kæmist til landsins. Út frá því hefðu þau áttað sig á því að það að smit kæmist til landsins og breiddust hratt út myndi leiða til þess að mögulega þyrfti að draga úr þjónustu við ferðamenn innanlands. Það að smit geta dreifst mun hraðar út myndi síðan leiða til þess að fjöldi nýrra smita yrði svo hár að við yrðum rautt land á korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu. Það að við yrðum rauð á því korti leiddi svo til þess að ferðamenn yrðu að fara í sóttkví við komuna heim. Þetta leiddi svo allt til þess að ferðamönnum fækkaði aftur. Verndun heilbrigðiskerfisins Tökum annað nýlegt dæmi þar sem kerfahugsun hefði hjálpað til. Stjórnmálamenn hafa undanfarnar vikur einblínt á það hversu margir verða alvarlega veikir ef þeir fá COVID-19 þrátt fyrir að vera bólusettir. Það er einfaldur mælikvarði og augljóst að það er mikilvægt að þetta hlutfall sé lágt. En raunveruleikinn er aðeins flóknara en þetta. Við viljum vernda þá sem að eru með undirliggjandi sjúkdóma frá því að smitast og við viljum að fólk geti fengið nauðsynlega heilbrigðisþjónustu sem er ótengd COVID-19. Hvað gerist þegar við lítum á áhrif smita á kerfið í heild sinni? Smit þurfa ekki að verða alvarleg til þess að lama heilbrigðiskerfið. Gott dæmi um þetta er að á síðustu dögum þurfti að loka, amk. tímabundið krabbameinsdeild á Landspítalanum af því að það komu upp ætluð smit meðal sjúklinga og starfsfólks sem reyndist svo röng greining. Þarna þurfti smitið ekki að vera alvarleg veikindi vegna COVID-19 til þess að hafa mikil áhrif. Við erum með brothætt og lítið heilbrigðiskerfi á Íslandi sem er þegar mjög undirmannað og fjársvelt. Eftir því sem fleira starfsfólk og sjúklingar smitast þá er hættan sú að Landspítalinn og önnur heilbrigðisþjónusta í landinu riði til falls, jafnvel þó aðeins örfáir verði alvarlega veikir. Hér komumst við því ekki hjá því að ræða um hvernig fyrri ákvarðanir um fjárveitingar til heilbrigðismála og um skipulag þeirra hafa haft áhrif á getu kerfisins til að takast á við núverandi farsóttarástand. Kjósum rétt Látum ekki blindast af stjórnmálamönnum sem selja þér töfralausnir sem síðan eru gagnslausar og orsaka jafnvel kerfishrun stuttu eftir kosningar. Við prófuðum það 2016 þegar Sigmundur Davíð bauð öllum 20% afslátt á húsnæðislánum, sem síðan áttu bara við fyrir þá ríkustu. Við þurfum fólk á þing og í ríkisstjórn sem skilur kerfahugsun og er tilbúið að tækla öll þau kerfislægu vandamál sem að samfélagið okkar stendur frammi fyrir. Við þurfum fólk sem skilur að það dugar ekki að setja plástra á heilbrigðiskerfi sem er við það að riða til falls. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Alþingiskosningar 2021 Píratar Suðvesturkjördæmi Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Þegar fólk heyrir hugtakið kerfahugsun þá dettur eflaust flestum í hug að þar sé verið að tala um hvernig afdankaðir embættismenn hugsa um “Kerfið” sitt. En raunveruleikinn er að ekkert gæti verið fjarlægra, því það er einmitt mikill skortur á kerfahugsun hjá flestum embættis- og stjórnmálamönnum. Hugtakið kerfahugsun er þýðing á enska heitinu “systems thinking”, sem grundvallast á því að horfa ekki á hlutina í einangruðu umhverfi, heldur líta á alla þá hluti sem tengjast málefninu og að kanna vel allar forsendur og samhengið, hvernig hinir ýmsu þættir tengjast saman. Skimun ferðamanna Tökum nýlegt dæmi þar sem kerfahugsun hefði hjálpað til við að skilja betur orsakir og afleiðingar ákvarðana. Þann 1. júlí var ekki lengur gerð krafa um skimun bólusettra við komuna til landsins. Þetta var gert vegna þess að það kom hávær krafa frá ferðaþjónustunni sem vildi fá ferðamenn til landsins og vegna þess að ríkisstjórnin var búin að veðja á að sú atvinnugrein myndi taka hratt við sér og var ekki með neitt annað plan til að styrkja efnahaginn. Þarna gáfu aðilar sér þær forsendur að það væri einna helst krafa um sýnatöku við komuna til landsins (eða fyrir brottför) sem að fældi ferðamenn frá. Það eru hins vegar mun flóknara kerfi sem stýra ákvörðunum ferðamanna. Þar hefur áhrif hvernig sóttvarnarreglur eru í landinu sem þeir koma til, því engan langar að koma til lands þar sem allt er lokað. Að sama skapi vilja ferðamenn forðast það að þurfa að lenda í sóttkví bæði við komuna til landsins og við brottför frá landinu. Ef ferðaþjónustan, embættismenn og stjórnmálamenn hefðu horft á þessar ákvarðanir með kerfislægum hætti, þá hefðu þau áttað sig á því að það að hætta að skima jók áhættu á að smit kæmist til landsins. Út frá því hefðu þau áttað sig á því að það að smit kæmist til landsins og breiddust hratt út myndi leiða til þess að mögulega þyrfti að draga úr þjónustu við ferðamenn innanlands. Það að smit geta dreifst mun hraðar út myndi síðan leiða til þess að fjöldi nýrra smita yrði svo hár að við yrðum rautt land á korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu. Það að við yrðum rauð á því korti leiddi svo til þess að ferðamenn yrðu að fara í sóttkví við komuna heim. Þetta leiddi svo allt til þess að ferðamönnum fækkaði aftur. Verndun heilbrigðiskerfisins Tökum annað nýlegt dæmi þar sem kerfahugsun hefði hjálpað til. Stjórnmálamenn hafa undanfarnar vikur einblínt á það hversu margir verða alvarlega veikir ef þeir fá COVID-19 þrátt fyrir að vera bólusettir. Það er einfaldur mælikvarði og augljóst að það er mikilvægt að þetta hlutfall sé lágt. En raunveruleikinn er aðeins flóknara en þetta. Við viljum vernda þá sem að eru með undirliggjandi sjúkdóma frá því að smitast og við viljum að fólk geti fengið nauðsynlega heilbrigðisþjónustu sem er ótengd COVID-19. Hvað gerist þegar við lítum á áhrif smita á kerfið í heild sinni? Smit þurfa ekki að verða alvarleg til þess að lama heilbrigðiskerfið. Gott dæmi um þetta er að á síðustu dögum þurfti að loka, amk. tímabundið krabbameinsdeild á Landspítalanum af því að það komu upp ætluð smit meðal sjúklinga og starfsfólks sem reyndist svo röng greining. Þarna þurfti smitið ekki að vera alvarleg veikindi vegna COVID-19 til þess að hafa mikil áhrif. Við erum með brothætt og lítið heilbrigðiskerfi á Íslandi sem er þegar mjög undirmannað og fjársvelt. Eftir því sem fleira starfsfólk og sjúklingar smitast þá er hættan sú að Landspítalinn og önnur heilbrigðisþjónusta í landinu riði til falls, jafnvel þó aðeins örfáir verði alvarlega veikir. Hér komumst við því ekki hjá því að ræða um hvernig fyrri ákvarðanir um fjárveitingar til heilbrigðismála og um skipulag þeirra hafa haft áhrif á getu kerfisins til að takast á við núverandi farsóttarástand. Kjósum rétt Látum ekki blindast af stjórnmálamönnum sem selja þér töfralausnir sem síðan eru gagnslausar og orsaka jafnvel kerfishrun stuttu eftir kosningar. Við prófuðum það 2016 þegar Sigmundur Davíð bauð öllum 20% afslátt á húsnæðislánum, sem síðan áttu bara við fyrir þá ríkustu. Við þurfum fólk á þing og í ríkisstjórn sem skilur kerfahugsun og er tilbúið að tækla öll þau kerfislægu vandamál sem að samfélagið okkar stendur frammi fyrir. Við þurfum fólk sem skilur að það dugar ekki að setja plástra á heilbrigðiskerfi sem er við það að riða til falls. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun