Handbolti

Meistararnir fá landsliðsmarkvörð Japans

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Motoki Sakai í leik Japans og Danmerkur á Ólympíuleikunum.
Motoki Sakai í leik Japans og Danmerkur á Ólympíuleikunum. epa/Anne-Christine Poujoulat

Íslandsmeistarar Vals hafa samið við japanska landsliðsmarkvörðinn Motoki Sakai. Hann kemur til Vals eftir Ólympíuleikana í Tókýó.

Sakai, sem er 25 ára, kemur til Vals frá Toyoda Gosei Blue Falcon í heimalandinu þar sem hann hefur leikið undanfarin þrjú ár.

Sakai mun verja mark Vals á næsta tímabili ásamt Björgvini Páli Gústavssyni. Martin Nagy er farinn til þýska B-deildarliðsins Gummersbach og Einar Baldvin Baldvinsson til Gróttu. Nagy og Einar Baldvin mynduðu markvarðapar Vals þegar liðið varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili.

Japan hefur tapað öllum þremur leikjum sínum á Ólympíuleikunum. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar mæta Barein í fjórða leik sínum í nótt.

Sakai er annar Japaninn sem spilar fyrir Val en hornamaðurinn Ryuto Inage lék með liðinu 2017-19.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×