Sömu laun fyrir sömu vinnu? Daníel Örn Arnarsson skrifar 28. júlí 2021 20:01 Sömu laun fyrir sömu vinnu hafa löngum verið einkunnarorð jafnréttisbaráttu kynjanna í heiminum og á Íslandi hefur okkur tekist að ná góðum árangri í þeim efnum þó að fullu jafnrétti hafi ekki verið náð. Núna er einnig annars konar barátta fyrir höndum sem getur notað þessi orð en það er áhrif útvistunar á kaup og kjör og við sem samfélag þurfum að vera vakandi fyrir hrikalegum afleiðingum hennar. Þessi pistill er skrifaður í framhaldi af grein félaga Sönnu fyrir stuttu, Útvistun ábyrgðar, þar sem hún fór stuttlega yfir það að tæplega 60% af rekstri Strætó bs. sé nú í höndum verktaka. Við ákváðum að grúska betur og fá á hreint hversu mikill munur er á kjörum þess sem vinnur fyrir Strætó bs. og þeirra sem ráðin eru inn af Kynnisferðum til þess að vinna fyrir Strætó bs. Þær tölur sem ég mun nota hér á eftir eru fengnar frá verkalýðsfélögunum og endurspegla lágmarkið en hafa verður í huga að þrátt fyrir að Kynnisferðir geti borgað hærra en lágmarkslaun eru þau alls ekki þekkt fyrir slíkt. Byrjum á að bera saman grundvallar réttindin til veikindadaga, til orlofs og þeirra sem vernda vagnstjórana gegn fyrirvaralausum uppsögnum. Uppsagnarfrestur: Þeir sem starfa beint fyrir Strætó bs. vinna sér inn mun meiri vernd mun hraðar en þeir sem starfa fyrir Kynnisferðir. Einnig fylgja starfsmenn hjá Strætó bs. ákvæðum um uppsagnir á opinberum markaði og njóta því meiri uppsagnarverndar en starfsmenn Kynnisferða en í kjarasamningi Sameykis, sem vagnstjórar Strætó bs. starfa eftir segir m.a. að „óheimilt sé að segja starfsmanni upp án málefnalegrar ástæðna“. Það á ekki við um almenna vinnumarkaðinn þar sem vagnstjórar Kynnisferða starfa. Veikindaréttur: Líkt og sjá má á þessari töflu öðlast vagnstjórar sem eru ráðnir beint inn til Strætó bs. fleiri launaða veikindadaga á skemmri tíma en þeir sem hafa vinna hjá Kynnisferðum. Skýringar úr kjarasamningi eflingar: „Staðgengislaun miðast við þau laun sem starfsmaður hefði sannanlega haft ef hann hefði ekki forfallast frá vinnu vegna sjúkdóms eða slyss önnur en mætingabónus og álagsgreiðslur vegna sérstakrar áhættu eða óþrifnaðar sem eru tilfallandi við framkvæmd sértilgreindra starfa. Fullt dagvinnukaup eru föst laun fyrir dagvinnu auk vaktaálags, bónus og annarra afkastahvetjandi eða sambærilegra álagsgreiðslna vegna vinnu miðað við 8 klst. á dag eða 40 klst. á viku miðað við fullt starf. Dagvinnulaun eru föst laun miðað við dagvinnu (án bónus og hvers konar álagsgreiðslna)fyrir 8 klst. á dag eða 40 klst. á viku miðað við fullt starf.” Orlof: Það er ljóst á þessari upptalningu að það er töluverður munur á réttindum þeirra sem starfa hjá Strætó bs. og Kynnisferðum. Strax fá starfsmenn Strætó 6 fleiri daga í orlof, strax mun betri uppsagnarvernd og sterkari veikindarétt en hvað með launin? Það getur nú varla verið að fyrirtæki í okkar eigu myndi standa fyrir því að greiða starfsfólki mis há laun fyrir sömu vinnu? Laun: Launamunurinn er sláandi! Tæplega 40.000 krónur á mánuði er virkilega mikill munur fyrir manneskju á venjulegum launum. Þetta gerir tæplega hálfa milljón á ári og munið að þetta er fólk sem vinnur sömu vinnuna. Einnig fá starfsmenn Strætó bs. mun hærri álögur vegna starfsaldurs og menntunar og samið hefur verið með styttingu vinnuvikunnar hjá þeim. Er þetta eitthvað sem fyrirtæki í okkar eigu ætti að vera að stunda? Finnst okkur þetta vera í lagi? Reynið að segja mér að útvistun hafi ekki áhrif á kjör starfsfólks. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strætó Vinnumarkaður Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sömu laun fyrir sömu vinnu hafa löngum verið einkunnarorð jafnréttisbaráttu kynjanna í heiminum og á Íslandi hefur okkur tekist að ná góðum árangri í þeim efnum þó að fullu jafnrétti hafi ekki verið náð. Núna er einnig annars konar barátta fyrir höndum sem getur notað þessi orð en það er áhrif útvistunar á kaup og kjör og við sem samfélag þurfum að vera vakandi fyrir hrikalegum afleiðingum hennar. Þessi pistill er skrifaður í framhaldi af grein félaga Sönnu fyrir stuttu, Útvistun ábyrgðar, þar sem hún fór stuttlega yfir það að tæplega 60% af rekstri Strætó bs. sé nú í höndum verktaka. Við ákváðum að grúska betur og fá á hreint hversu mikill munur er á kjörum þess sem vinnur fyrir Strætó bs. og þeirra sem ráðin eru inn af Kynnisferðum til þess að vinna fyrir Strætó bs. Þær tölur sem ég mun nota hér á eftir eru fengnar frá verkalýðsfélögunum og endurspegla lágmarkið en hafa verður í huga að þrátt fyrir að Kynnisferðir geti borgað hærra en lágmarkslaun eru þau alls ekki þekkt fyrir slíkt. Byrjum á að bera saman grundvallar réttindin til veikindadaga, til orlofs og þeirra sem vernda vagnstjórana gegn fyrirvaralausum uppsögnum. Uppsagnarfrestur: Þeir sem starfa beint fyrir Strætó bs. vinna sér inn mun meiri vernd mun hraðar en þeir sem starfa fyrir Kynnisferðir. Einnig fylgja starfsmenn hjá Strætó bs. ákvæðum um uppsagnir á opinberum markaði og njóta því meiri uppsagnarverndar en starfsmenn Kynnisferða en í kjarasamningi Sameykis, sem vagnstjórar Strætó bs. starfa eftir segir m.a. að „óheimilt sé að segja starfsmanni upp án málefnalegrar ástæðna“. Það á ekki við um almenna vinnumarkaðinn þar sem vagnstjórar Kynnisferða starfa. Veikindaréttur: Líkt og sjá má á þessari töflu öðlast vagnstjórar sem eru ráðnir beint inn til Strætó bs. fleiri launaða veikindadaga á skemmri tíma en þeir sem hafa vinna hjá Kynnisferðum. Skýringar úr kjarasamningi eflingar: „Staðgengislaun miðast við þau laun sem starfsmaður hefði sannanlega haft ef hann hefði ekki forfallast frá vinnu vegna sjúkdóms eða slyss önnur en mætingabónus og álagsgreiðslur vegna sérstakrar áhættu eða óþrifnaðar sem eru tilfallandi við framkvæmd sértilgreindra starfa. Fullt dagvinnukaup eru föst laun fyrir dagvinnu auk vaktaálags, bónus og annarra afkastahvetjandi eða sambærilegra álagsgreiðslna vegna vinnu miðað við 8 klst. á dag eða 40 klst. á viku miðað við fullt starf. Dagvinnulaun eru föst laun miðað við dagvinnu (án bónus og hvers konar álagsgreiðslna)fyrir 8 klst. á dag eða 40 klst. á viku miðað við fullt starf.” Orlof: Það er ljóst á þessari upptalningu að það er töluverður munur á réttindum þeirra sem starfa hjá Strætó bs. og Kynnisferðum. Strax fá starfsmenn Strætó 6 fleiri daga í orlof, strax mun betri uppsagnarvernd og sterkari veikindarétt en hvað með launin? Það getur nú varla verið að fyrirtæki í okkar eigu myndi standa fyrir því að greiða starfsfólki mis há laun fyrir sömu vinnu? Laun: Launamunurinn er sláandi! Tæplega 40.000 krónur á mánuði er virkilega mikill munur fyrir manneskju á venjulegum launum. Þetta gerir tæplega hálfa milljón á ári og munið að þetta er fólk sem vinnur sömu vinnuna. Einnig fá starfsmenn Strætó bs. mun hærri álögur vegna starfsaldurs og menntunar og samið hefur verið með styttingu vinnuvikunnar hjá þeim. Er þetta eitthvað sem fyrirtæki í okkar eigu ætti að vera að stunda? Finnst okkur þetta vera í lagi? Reynið að segja mér að útvistun hafi ekki áhrif á kjör starfsfólks. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar